Þórarinn Eiríksson (Dvergasteini)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórarinn Ögmundur Eiríksson.

Þórarinn Ögmundur Eiríksson frá Dvergasteini sjómaður, útgerðarmaður fæddist þar 3. desember 1924 og lést 22. janúar 1999 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Eiríkur Ögmundsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 14. janúar 1884 á Svínhólum í Lóni, A-Skaft, d. 4. janúar 1963, og kona hans Júlía Sigurðardóttir frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.

Börn Júlíu og fyrri manns hennar Sigfinns Árnasonar:
1. Óskar Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri í Neskaupstað og Reykjavík, lagerstjóri, f. 17. janúar 1911 í Bræðraborg, d. 1. nóvember 2003.
2. Sigurbjörn Sigfinnsson sjómaður, skipstjóri í Eyjum, f. 9. desember 1911 á Hnausum, d. 22. september 1979.

Börn Júlíu og síðari manns hennar Eiríks Ögmundssonar:
3. Sigurfinna Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1915 á Gjábakka, síðast í Garðabæ, d. 24. ágúst 1997.
4. Gunnar Eiríksson, f. 9. september 1916 í Dvergasteini, d. 7. desember 1994.
5. Guðmundur Eiríksson, f. 30. maí 1919 í Dvergasteini, d. í janúar 1940.
6. Margrét Ólafía Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921 í Dvergasteini, d. 21. júní 2008.
7. Þórarinn Ögmundur Eiríksson, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
8. Laufey Eiríksdóttir, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.

Þórarinn var með foreldrum sínum í æsku og enn 1949.
Hann hóf ungur sjómennsku, var á ýmsum bátum og togarasjómaður, m.a. á Voninni VE 113 og togaranum Elliðaey, síðar á Björgu VE og fleiri bátum.
Þórarnn keypti Búrfell VE 18 með Jóni tengdaföur sínum og Halldóri Jóni mági sínum, síðar Sæfaxa VE 25. Þann bát gerðu þeir út í 30 ár.
Þau Guðbjörg Benónýja giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hólagötu 13 og á síðan Foldahrauni 39f meðan bæði lifðu.
Guðbjörg lést 1997. Þórarinn bjó síðast á Kleifahrauni 3c.
Hann lést 1999.

ctr


Aftari röð frá vinstri: Ólöf Jóna, Kristín Halldóra og Erna Hafdís. Fremri röð: Guðbjörg Benónýja og Þórarinn Ögmundur.

I. Kona Þórarins Ögmundar, (31. desember 1949), var Guðbjörg Benónýa Jónsdóttir frá Búrfelli, húsfreyja, f. 21. júlí 1928, d. 8. febrúar 1997.
Börn þeirra:
1. Kristín Halldóra Þórarinsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. júní 1949 í Dverasteini. Fyrrum maður hennar Þórir Jónsson.
2. Erna Hafdís Þórarinsdóttir húsfeyja, bankastarfsmaður, f. 8. apríl 1956 á Hólagötu 13. Fyrrum maður hennar Halldór Björgvinsson.
3. Ólöf Jóna Þórarinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 1. febrúar 1958 á Hólagötu 13. Maður hennar Hjörleifur Kristinn Jensson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.