Laufey Eiríksdóttir (Dvergasteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Laufey Eiríksdóttir.

Laufey Eiríksdóttir frá Dvergasteini, húsfreyja fæddist þar 5. júní 1926 og lést 14. desember 1992.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Ögmundsson útgerðarmaður, verkstjóri í Dvergasteini, f. 14. júní 1884, d. 4. janúar 1963, og kona hans Júlía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.

Börn Eiríks og Júlíu:
1. Sigurfinna Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1915 á Gjábakka, síðast í Garðabæ, d. 24. ágúst 1997.
2. Gunnar Eiríksson, f. 9. september 1916 í Dvergasteini, d. 7. desember 1994.
3. Guðmundur Eiríksson, f. 30. maí 1919 í Dvergasteini, d. í janúar 1940.
4. Margrét Ólafía Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921 í Dvergasteini, d. 21. júní 2008.
5. Þórarinn Ögmundur Eiríksson, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
6. Laufey Eiríksdóttir, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.

Laufey var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Þorsteinn giftu sig 1948, bjuggu á Fífilgötu 5, en í Jóhannshúsi, Vesturvegi 4 1949 og bjuggu þar síðan.
Þau eignuðust fimm börn.
Laufey lést 1992 og Þorsteinn 2008.

I. Maður Laufeyjar, (24. maí 1947), var Þorsteinn Guðbjörn Þorsteinsson frá Lambhaga, sjómaður, vélstjóri, verslunarmaður, f. þar 17. janúar 1927, d. 1. mars 2008.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Þorsteinsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 13. júní 1947 á Fífilgötu 5, d. 9. desember 2005.
2. Kolbrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 3. október 1948 á Fífilgötu 5.
3. Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1950 á Vesturvegi 4.
4. Eiríkur Þorsteinsson verslunarmaður, f. 24. júlí 1954 á Vesturvegi 4.
5. Gunnar Þorsteinsson sjómaður, f. 6. nóvember 1959 á Vesturvegi 4, d. 2. desember 2021.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.