Óskar Sigfinnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Sigfinnsson.

Óskar Sigfinnsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, lagermaður fæddist 17. janúar 1911 á Hnausum við Landagötu og lést 1. nóvember 2003.
Foreldrar hans voru Sigfinnur Árnason sjómaður frá Borgum í Norðfirði, f. 10. maí 1890, drukknaði frá Eyjum 2. ágúst 1913, og kona hans Júlía Sigurðardóttir húsfreyja, síðar í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
Fósturforeldrar Óskars voru Friðrik Jóhannsson bóndi á Strönd í Norðfirði, f. 20. október 1854 og kona hans Margrét Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1861.

Börn Júlíu og Sigfinns voru:
1. Óskar Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri í Neskaupstað og Reykjavík, lagerstjóri, f. 17. janúar 1911, d. 1. nóvember 2003.
2. Sigurbjörn Sigfinnsson sjómaður, skipstjóri í Eyjum, f. 9. desember 1911, d. 22. september 1979.

Börn Júlíu og Eiríks Ögmundssonar og hálfsystkini Óskars voru:
3. Sigurfinna Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1915 á Gjábakka, síðast í Garðabæ, d. 24. ágúst 1997.
4. Gunnar Eiríksson, f. 9. september 1916 í Dvergasteini, d. 7. desember 1994.
5. Guðmundur Eiríksson, f. 30. maí 1919 í Dvergasteini, d. í janúar 1940.
6. Margrét Ólafía Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921 í Dvergasteini, d. 21. júní 2008.
7. Þórarinn Ögmundur Eiríksson, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
8. Laufey Eiríksdóttir, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.

Faðir Óskars drukknaði, er hann var tveggja og hálfs árs. Hann var sendur í fóstur til Norðfjarðar til Margrétar Jóhannsdóttur og Friðriks Jóhannssonar á Strönd og ólst þar upp.
Óskar fór á sjó ungur að árum, tók hið minna vélstjórapróf 1929 og minna fiskimannapróf í Eyjum 1933. Hann gerðist vélstjóri og síðar skipstjóri. Hann var um tíma í millilandasiglingum. Hann lauk sjómannsævi sinni 1945, var síðast starfsmaður Skeljungs í Reykjavík.
Óskar og Guðný bjuggu saman frá um 1933, giftu sig 1941, bjuggu í Neskaupstað en fluttu til Reykjavíkur 1963. Síðustu tíu árin bjó Óskar á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Óskar lést 2003.

I. Kona Óskars, (1941), var Þóra Guðný Þórðardóttir húsfreyja, f. 5. desember 1911 á Karlsstöðum í Vöðlavík, S-Múl., d. 12. ágúst 2007.
Börn þeirra:
1. Axel Sigurðsson Óskarsson símstöðvarstjóri, f. 20. febrúar 1933, d. 29. nóvember 2014. Kona hans var Þóra Þórðardóttir.
2. Friðrik Grétar Óskarsson skipstjóri, f. 2. nóvember 1936, kvæntur Karólínu Guðnadóttur.
3. Jóhanna Kristín Óskarsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1939, gift Friðriki Guðleifssyni.
4. Auður Sigurrós Óskarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði á Akranesi, f. 10. október 1941. Barnsfaðir Sigurgeir Bernhard Þórðarson. Maður hennar Einar Gíslason.
5. Bergþóra Óskarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. maí 1943, gift Garðari Sigurðssyni alþingismanni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. nóvember 2003. Minning.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.