Sigurborg Erna Jónsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. september 2019 kl. 14:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. september 2019 kl. 14:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Sigurborg Erna Jónsdóttir á Sigurborg Erna Jónsdóttir (kennari))
Fara í flakk Fara í leit

Sigurborg Erna Jónsdóttir frá Stóra Gerði, húsfreyja, kennari fæddist 18. nóvember 1943 í Hábæ.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon frá Brekkum á Rangárvöllum, bústjóri, bóndi, f. 22. október 1911, d. 10. janúar 1982, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, húsfreyja, f. 17. desember 1909, d. 5. nóvember 1978.

Börn Ingibjargar og Jóns:
2. Magnús Birgir Jónsson skólastjóri á Hvanneyri, f. 24. ágúst 1942.
3. Sigurborg Erna Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 18. nóvember 1943 í Hábæ.
4. Inga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, læknafulltrúi, f. 5. maí 1950 í Gerði.

Erna var með foreldrum sínum í æsku. Hún varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1960, nam í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1961-1962.
Hún sat í Kennaraskóla Íslands, handavinnudeild 1964-1966, tók endurmenntunarskeið í Danmörku 2006-2007.
Sigurborg Erna var kennari við Barnaskólann 1966-1969 og Hamarsskólann 1990-2012.
Hún eignaðist barn með Ólafi 1967.
Þau Jón giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn, en skildu. Þau bjuggu á Breiðabliksvegi 4. Erna býr á Hólagötu 4.

I. Barnsfaðir Sigurborgar Ernu er Ólafur Gränz, f. 16. janúar 1941.
Barn þeirra:
1. Ásta Ólafsdóttir húsfreyja, B.A.-próf í íslensku og ferðamálafræði. Hún vinnur við ferðamálaþjónutu í Reykjavík, f. 25. janúar 1967. Maður hennar er Jökull Jörgensen.
II. Maður Sigurborgar Ernu, (25. október 1969, skildu), er Jón Sighvatsson frá Ási, rafeindavirki, f. 27. maí 1946.
Börn þeirra:
2. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, B.Ed.-kennari, námsráðgjafi við Framhaldsskólann, f. 2. október 1969. Maður hennar er Elías Árni Jónsson.
3. Sighvatur Jónsson fjölmiðlamaður, heimildarmyndagerðarmaður, B.Sc.-próf í tölvunarfræði, f. 1. október 1975. Kona hans er Dóra Hanna Sigmarsdóttir.
4. Hjalti Jónsson B.A.-sálfræðingur frá Háskóla Íslands, M.A.-próf í Danmörku, býr þar, f. 8. mars 1979. Kona hans er Linda Björk Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.