Ingibjörg Magnúsdóttir (Stóra-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði fæddist 17. desember 1909 á Dyrhólum í Mýrdal og lést 5. nóvember 1978.
Foreldrar hennar voru Magnús Björnsson bóndi, f. 10. apríl 1871 á Loftsölum í Mýrdal, d. 29. desember 1927 á Dyrhólum þar, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 28. október 1876, d. 24. mars 1951 í Eyjum.

Börn Sigríðar og Magnúsar í Eyjum:
1. Ragnhildur Jónía Magnúsdóttir húsfreyja á Hjalteyri, f. 19. október 1903, d. 7. ágúst 1992.
2. Sigurbjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Oddhól, f. 30. ágúst 1905, d. 25. júní 1996.
3. Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði, f. 17. desember 1909, d. 5. nóvember 1978.
4. Haraldur Magnússon bústjóri, sjómaður, vélstjóri, f. 4. september 1912, d. 30. október 1974.

Bræður Magnúsar á Dyrhólum - í Eyjum voru:
a) Sigbjörn Björnsson á Ekru.
b) Bjarni Björnsson í Túni.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku. Faðir hennar lést 1927 og Sigríður móðir hennar og börn fluttu til Eyja 1931.
Hún var hjá Sigurbjörgu systur sinni og Sæmundi manni hennar ásamt Ragnhildi og ekkjunni Sigríði móður sinni á Miðhúsum 1934.
Þau Jón giftu sig í janúar 1940, hún með heimili á Miðhúsum, hann í Vatnsdal í Fljótshlíð. Þau bjuggu í Hábæ síðla árs 1940.
Þau bjuggu í Hábæ 1940-1947, þar sem Jón var bústjóri, voru með búrekstur í Gerði 1947-1959, aftur búrekstur í Hábæ 1959-1973.
Þau eignuðust Magnús Birgi í Hábæ 1942 og Sigurborgu Ernu 1943. Inga Jóna fæddist í Gerði 1950.
Þau bjuggu á Hellu á Rangárvöllum frá 1973. Ingibjörg lést 1978 og Jón 1982.

I. Maður Ingibjargar, (20. janúar 1940), var Jón Magnússon bústjóri, bóndi, f. 22. október 1911, d. 10. janúar 1982.
Börn þeirra:
1. Magnús Birgir Jónsson skólastjóri á Hvanneyri, f. 24. ágúst 1942.
2. Sigurborg Erna Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 18. nóvember 1943 í Hábæ.
3. Inga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, læknafulltrúi, f. 5. maí 1950 í Gerði.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.