Emil Pálsson (Þingholti)
Bjarni Emil Pálsson frá Þingholti, sjómaður, matsveinn fæddist þar 8. september 1923 og drukknaði 28. október 1983.
Foreldrar hans voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.
Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þorsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.
Emil var með foreldrum sínum í æsku.
Hann byrjaði sjósókn á unglingsárum, lauk Stýrimannaskóla Vestmannaeyja 1943, var skipstjóri um árabil, á flutningaskipum milli Eyja og Reykjavíkur, sjómaður á togurum, skipstjóri á troll- og humarbátum. Hann varð matsveinn og vann þau störf, var á ýmsum bátum, en lengi á Árna Gísla með Eggerti Gíslasyni.
Emil var matsveinn á sanddæluskipinu Sandey II, er fórst á Engeyjarsundi þann 28. október 1983.
Þau Óla Björg giftu sig 1945, eignuðust tvö börn, bjuggu í Varmadal 1945, á Grímsstöðum 1949. Þau skildu.
Emil kvæntist Láru 1958. Þau eignuðust tvö börn.
Lára lést 2013.
Emil var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (14. janúar 1945), var Óla Björg Bergþórsdóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 31. ágúst 1923, d. 29. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Hávarður Emilsson trésmiður, f. 17. september 1945 í Varmadal, Skólavegi 24. Kona hans er Fríður Hlín Sæmundsdóttir.
2. Þórunn Kristín Emilsdóttir húsfreyja, framreiðslumeistari, f. 28. desember 1949. Barnsfaðir hennar er Baldur Brjánsson. Maður hennar er Kristinn Austmann Eyvindsson.
II. Síðari kona Emils, (10. maí 1958), var Lára Eðvarðsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1929, d. 9. febrúar 2013. Foreldrar hennar voru Jens Vilhjálmur Eðvarð Jónsson frá Lambhól á Seltjarnarnesi, f. 13. maí 1902, d. 10. apríl 1933, og kona hans Dagbjört Lára Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1909 í Reykjavík, d. 17. júní 1986.
Börn þeirra:
3. Emil Þór Emilsson bílasmiður, f. 5. júní 1957. Kona hans er Ingibjörg Einarsdóttir.
4. Kristinn Már Emilsson framkvæmdastjóri, f. 9. nóvember 1965. Kona hans er Margrét Alexandersdóttir.
Börn Láru og stjúpbörn Emils:
5. Tryggvi Hermannsson, f. 22. apríl 1947. Barnsmæður hans Rósa Kristín Þórisdóttir og Kristrún Þóra Axelsdóttir. Kona hans er Inga Stefánsdóttir.
6. Eðvarð Hermannsson, f. 18. desember 1948. Kona hans er Elsa
Jónasdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 6. nóvember 1983. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.