Guðný Alfreðsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. janúar 2019 kl. 18:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. janúar 2019 kl. 18:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðný Alfreðsdóttir''' húsfreyja fæddist 17. janúar 1948 í Haga, Heimagötu 11.<br> Foreldrar hennar voru Alfreð Hjörtur Hjartarson vélstjóri, útgerðarm...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Alfreðsdóttir húsfreyja fæddist 17. janúar 1948 í Haga, Heimagötu 11.
Foreldrar hennar voru Alfreð Hjörtur Hjartarson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 18. nóvember 1918, d. 19. janúar 1981, og kona hans Jóna Friðriksdóttir húsfreyja, f. 4. október 1922, d. 15. september 1999.

Börn Alfreðs og Jónu:
1. Óli Þór Alfreðsson, f. 10. mars 1944.
2. Jóhanna Alfreðsdóttir, f. 7. apríl 1945.
3. Guðný Alfreðsdóttir, f. 17. janúar 1948.
4. Alfreð Hjörtur Alfreðsson, f. 9. nóvember 1952, d. 23. apríl 1975.
5. Friðrik Ingvar Alfreðsson, f. 30. júlí 1954.
6. Bernódus Alfreðsson, f. 18. ágúst 1957.
7. Einar Alfreðsson, f. 12. ágúst 1958, d. 9. september 1958.
8. Katrín Frigg Alfreðsdóttir, f. 1. júlí 1962.

Guðný var með foreldrum sínum í æsku.
Eftir unglingapróf vann hún við fiskiðnað, um skeið á Hótel HB og í Versluninni Bláfelli.
Þau Jón Kristinn giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Faxastíg 41 við Gos.
Þau fluttust til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan, nú í Brekkubæ 9.

I. Maður Guðnýjar, (25. desember 1966), er Jón Kristinn Haraldsson húsasmíðameistari, f. 10. júní 1947.
Börn þeirra:
1. Sigríður Lovísa Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Brimborgar, f. 27. febrúar 1968. Maður hennar var Ævar Sveinsson.
2. Freydís Jónsdóttir fatahönnuður, f. 19. september 1971, ógift.
3. Freyr Jónsson húsasmíðameistari, f. 19. september 1971. Sambýliskona hans er Halldóra Steánsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.