Sigríður Lovísa Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Lovísa Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Brimborgar fæddist 27. febrúar 1968.
Foreldrar hennar Jón Kristinn Haraldsson húsasmíðameistari, f. 10. júní 1947, og kona hans Guðný Alfreðsdóttir húsfreyja, f. 17. janúart 1948.

Börn Guðnýjar og Jóns Kristins:
1. Sigríður Lovísa Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Brimborgar, f. 27. febrúar 1968. Maður hennar var Ævar Sveinsson.
2. Freydís Jónsdóttir fatahönnuður, f. 19. september 1971, ógift.
3. Freyr Jónsson húsasmíðameistari, f. 19. september 1971. Sambýliskona hans er Halldóra Stefánsdóttir.

Þau Ævar giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Rvk. Þau skildu.

I. Fyrrum maður Sigríðar Lovísu er Ævar Leó Sveinsson úr Rvk, framleiðslustjóri, f. 2. nóvember 1968. Foreldrar hans Sveinn Matthías Andrésson, f. 16. júlí 1939, og Auður Karlsdóttir, f. 5. nóvember 1938.
Barn þeirra:
1. Sveinn Aron Ævarsson, f. 30. júlí 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.