Magnús Kristjánsson (Reykjadal)
Kristinn Magnús Kristjánsson frá Reykjadal, verkamaður, sjómaður, matsveinn, heilbrigðisfulltrúi fæddist 7. ágúst 1904 á Bergstöðum og lést 25. nóvember 1962.
Foreldrar hans voru Kristján Þórðarson frá Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, útgerðarmaður, sjómaður, f. 2. júní 1876, d. 16. janúar 1966, og kona hans Guðný Elíasdóttir frá Klömbru u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. október 1881, d. 18. júní 1962.
Börn Kristjáns og Guðnýjar voru:
1. Guðjón Ingólfur Kristjánsson nuddari, f. 31. október 1902 í Reykjavík, d. 7. desember 1984.
2. Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962.
3. María Þuríður Kristjánsdóttir, f. 30. apríl 1908 í Ási, d. 21. desember 1992.
4. Anna Magnúsína Þóra Kristjánsdóttir, f. 27. ágúst 1910 í Ási, d. 5. nóvember 1995.
5. Jóna Lovísa Kristjánsdóttir, f. 25. ágúst 1911 í Ási, d. 20. apríl 1912.
6. Jóhann Ármann Kristjánsson matsveinn, vélstjóri, mælaálestrarmaður, f. 29. desember 1915 í Skipholti, d. 6. desember 2002.
7. Einar Elías Kristjánsson, f. 19. febrúar 1919 í Skipholti, d. 4. janúar 2011.
Magnús var með foreldrum sínum í æsku, á Bergstöðum við fæðingu, í Ási 1908 og enn 1911, í Skipholti við Vestmannabraut 1912 og enn 1922, en í Reykjadal um 1923.
Þau Jónína Ágústa giftu sig 1928, voru á Svalbarði við fæðingu tvíburanna Kristínar og Þórunnar 1930, en komin í Mörk við Hásteinsvegi 13 í lok ársins. Þau bjuggu á Lundi 1934, í Árbæ, Brekastíg 7a 1940 og enn 1949. Þau fluttust til Keflavíkur um 1955 og bjuggu þar síðan.
Magnús lést 1962 og Jónína Ágústa 1992.
I. Kona Magnúsar, (1928), var Jónína Ágústa Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1902 á Stokkseyri, d. 2. janúar 1992.
Börn þeirra:
1. Kristín Magnúsdóttir, tvíburi, f. 25. mars 1930, d. 24. október 1994.
2. Þórunn Magnúsdóttir, tvíburi, húsfreyja, verkakona í Neskaupstað, f. 25. mars 1930, d. 15. febrúar 2013.
3. Margrét Ólafía Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 8. janúar 1932 í Eyjum, d. 1. mars 2007.
4. Guðni Reykdal Magnússon, f. 28. mars 1935 í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 10. janúar 1992. Minning Jónínu Ágústu Þórðardóttur.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Sjómenn
- Verkamenn
- Matsveinar
- Heilbrigðisfulltrúar
- Fólk fætt á 20. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar á Bergstöðum
- Íbúar í Ási
- Íbúar í Reykjadal
- Íbúar á Svalbarði
- Íbúar í Skipholti
- Íbúar í Mörk
- Íbúar á Lundi
- Íbúar við Strandveg
- Íbúar við Kirkjuveg
- Íbúar við Brekastíg
- Íbúar við Vestmannabraut
- Íbúar við Hásteinsveg
- Íbúar við Helgafellsbraut
- Íbúar við Vesturveg