Guðný Elíasdóttir (Reykjadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Elíasdóttir í Reykjadal, húsfreyja fæddist 28. október 1881 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum og lést 18. júní 1962.
Foreldrar hennar voru Elís Sæmundsson, síðar smiður í Björgvin, f. 8. mars 1860, d. 27. desember 1916, og barnsmóðir hans Þuríður Sæmundsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Gerðaskála í Garði, en síðast á Blönduósi, f. 11. ágúst 1863, d. 14. maí 1948.

Hálfsystkini Guðnýjar, börn Elísar (Elíasar) og Bjargar Ísaksdóttur frá Norðurgarði, f. 4. október 1865, d. 13. maí 1953, voru:
1. Jóhanna Gíslína Elísdóttir, f. 5. ágúst 1890, d. 18. maí 1917.
2. Elín Björg Elísdóttir, f. 11. júlí 1894, fór til Reykjavíkur 1905, dó þar á St. Jósefs spítala (Landakotsspítala) 5. september 1905.
3. Jónína Guðrún Elísdóttir, f. 14. júlí 1897, d. 24. desember 1966.
4. Margrét Petrea Elísdóttir, f. 13. ágúst 1904, d. 29. júní 1980.
5. Jóhann Elíbergur Elísson, f. 18. júní 1908, d. 3. febrúar 1974.

Guðný var tökubarn í Klömbru u. Eyjafjöllum 1890.
Þau Kristján giftu sig 1902 og fluttust til Eyja úr Reykjavík 1903 með drenginn Guðjón Ingólf.
Þau bjuggu á Bergstöðum 1904 við fæðingu Kristins Magnúsar, í Ási við fæðingu Maríu Þuríðar 1908 og enn 1911 við fæðingu Jónu Lovísu.
Kristján og Guðný reistu Skipholt við Vestmannabraut 1912 og þar fæddist Jóhann Ármann 1915 og Elías 1919.
Þau byggðu Reykjadal við Brekastíg 5a 1923 og bjuggu þar síðan.
Guðný lést 1962 og Kristján 1966.

Maður Guðnýjar, (1902), var Kristján Þórðarson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður, f. 2. júní 1876 í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, d. 16. janúar 1966.
Börn þeirra voru:
1. Guðjón Ingólfur Kristjánsson, f. 31. október 1902 í Reykjavík, d. 7. desember 1984.
2. Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962.
3. María Þuríður Kristjánsdóttir, f. 30. apríl 1908 í Ási, d. 21. desember 1992.
4. Anna Magnúsína Þóra Kristjánsdóttir, f. 27. ágúst 1910 í Ási, d. 5. nóvember 1995.
5. Jóna Lovísa Kristjánsdóttir, f. 25. ágúst 1911 í Ási, d. 20. apríl 1912.
6. Jóhann Ármann Kristjánsson matsveinn, vélstjóri, mælaálestrarmaður, f. 29. desember 1915 í Skipholti, d. 6. desember 2002.
7. Einar Elías Kristjánsson, f. 19. febrúar 1919 í Skipholti, d. 4. janúar 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.