Anton Júlíus Guðjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. janúar 2018 kl. 18:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. janúar 2018 kl. 18:29 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Húsið við Brekastíg 31 var byggt árið 1945.

Anton Júlíus Guðjónsson sjómaður, verkamaður fæddist 20. ágúst 1907 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal og lést 15. september 1991.
Foreldrar hans voru Guðjón Þorleifsson formaður, smiður, f. 6. maí 1881, d. 26. mars 1964, og fyrri kona hans Anna Júlíana Hróbjartsdóttir vinnukona, f. 1. júlí 1878, d. 31. ágúst 1907.

Hálfsystkini Antons Júlíusar, börn Guðjóns föður hans og Sigurborgar Einarsdóttur:
1. Laufey Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1914, d. 1. maí 2004.
2. Alda Ísfold Guðjónsdóttir, f. 13. janúar 1918, d. 20. september 1990.
3. Þórleif Guðjónsdóttir, f. 30. janúar 1923, d. 24. júní 2013.
4. Anna Sigurborg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1928, d. 7. nóvember 2001.

Móðir Antons Júlíusar dó 11 dögum eftir fæðingu hans. Honum var komið í fóstur á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, og var þar til 1923, en þá fluttist hann til Eyja, var 17 ára verkamaður búandi hjá föður sínum og Sigurborgu í Fagurhól á því ári. Hann sneri til lands árið eftir, var vinnumaður á Rauðalæk í Holtum 1930.
Anton eignaðist Ástu Erlu með Ástu Linddal Stefánsdóttur í Bergholti 1937.
Hann var ókvæntur sjómaður á Vestmannabraut 71, Lýtingsstöðum 1940.
Þau Aðalheiður giftu sig 1944 og eignuðust 5 börn, misstu eitt þeirra á 2. ári. Þau bjuggu í Brautarholti við fæðingu Ingigerðar 1945, á Brekastíg 31 við fæðingu Steinunnar Birnu 1947 og Hlyns Þórs fyrri 1949.
Aðalheiður og Anton veiktust af berklum og voru á Vífilsstöðum um hríð.
Þá urðu þau að gefa frá sér eitt barna sinna.
Þau Aðalheiður voru flutt úr bænum við fæðingu Hlyns Þórs yngri 1952 og bjuggu í Reykjavík 1956.
Þau voru skilin að borði og sæng 1962.
Anton Júlíus bjó síðast í Baldurshaga á Stokkseyri. Hann lést 1991.

I. Sambýliskona Antons var Ásta Linddal Stefánsdóttir í Bergholti, f. 26. apríl 1916. Hún var síðar húsfreyja á Kumbaravogi og Efstu-Grund í Flóa, d. 19. febrúar 2005.
Barn þeirra var
1. Ásta Erla Antonsdóttir, f. 24. júlí 1937 í Bergholti.
2. Hörður Antonsson, f. 20. mars 1939 í Bergholti.

II. Kona Antons Júlíusar, (28. júlí 1944, skilin 1962), var Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður og alþingiskona, f. 8. ágúst 1921 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, d. 26. apríl 1994.
Börn þeirra:
3. Ingigerður Antonsdóttir húsfreyja í Akurey í Landeyjum, f. 20. júní 1945 í Brautarholti.
4. Steinunn Birna Antonsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1947 á Brekastíg 31, d. 21. október 2013. Kjörforeldrar hennar voru Magnús Sigurbergsson og Dagbjört Hjördís Guðmundsdóttir.
5. Hlynur Þór Antonsson, f. 2. maí 1949 á Brekastíg 31, d. 3. janúar 1951.
6. Hlynur Þór Antonsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. desember 1952.
7. Guðmundur Bergur Antonsson stýrimaður í Eyjum, f. 24. nóvember 1956.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.