Þórleif Guðjónsdóttir (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórleif Guðjónsdóttir.

Þórleif Guðjónsdóttir frá Fagurhól, húsfreyja fæddist 30. janúar 1923, d. 24. júní 2013.
Foreldrar hennar voru Sigurborg Einarsdóttir húsfreyja í Faguhól, f. 17. október 1884, d. 10. maí 1958, og maður hennar Guðjón Þorleifsson formaður, smiður, f. 6. maí 1881, d. 26. mars 1964.

Börn Sigurborgar og Guðjóns voru:
1. Laufey Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1914, d. 1. maí 2004.
2. Alda Ísfold Guðjónsdóttir, f. 13. janúar 1918, d. 20. september 1990.
3. Þórleif Guðjónsdóttir, f. 30. janúar 1923, d. 24. júní 2013.
4. Anna Sigurborg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1928, d. 7. nóvember 2001.
Sonur Sigurborgar var
5. Einar Vídalín Einarsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 28. apríl 1907, d. 4. október 1990.
Sonur Guðjóns var
6. Anton Júlíus Guðjónsson sjómaður, f. 20. ágúst 1907, d. 15. september 1991.

Þórleif var með foreldrum sínum í æsku. Þau Kjartan stofnuðu heimili 1939 og bjuggu í Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ, eignuðust þar tvö börn. Þau giftu sig 1943 og fluttust til Eyja 1945, bjuggu þar í Brautarholti í byrjun, lengst af á Brekastíg 37 og síðast í Birkihlíð 20 fram að Gosi 1973. Þá fluttist fjölskyldan á Selfoss og þar átti hún síðast heimili. Þórleif var heimavinnandi húsmóðir lengst af, en eftir að hún flutti á Selfoss vann hún á Sjúkrahúsi Suðurlands, lengst í eldhúsinu og einnig við ræstingar.
Þau Kjartan bjuggu síðast á Sunnuvegi 11 á Selfossi.
Kjartan lést 1995. Þórleif bjó síðast á Gauksrima 16 á Selfossi. Hún lést 2013.

Maður Þórleifar, (31. október 1943), var Kjartan Runólfur Gíslason frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ, fisksali, f. 21. júlí 1916, d. 1. apríl 1995.
Börn þeirra:
1. Guðrún Kjartansdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1941 í Reykjavík, d. 8. september 1993. Maður hennar var Ársæll Ársælsson, látinn
2. Sigurbjartur Kjartansson rafvélavirki, f. 22. apríl 1945 í Reykjavík. Kona hans Arndís Gísladóttir.
3. Eygló Kjartansdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1946 í Brautarholti. Barnsfaðir hennar Jón Sighvatsson. Barnsfaðir hennar Páll Pálmason. Fyrrum maður hennar Þorsteinn Ólafur Markússon.
4. Laufey Jóna Kjartansdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1948 á Brekastíg 37. Maður hennar Ingvi Rafn Sigurðsson.
5. Ásta Kjartansdóttir, f. 19. febrúar 1950 á Brekastíg 37. Maður hennar Haukur Sigurðsson.
6. Erla Kjartansdóttir húsfreyja, f. 11. september 1957 á Brekastíg 37. Maður hennar Óskar Guðvin Björnsson.
7. Sigurborg Kjartansdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1962 á Sj.húsinu. Maður hennar Pétur Hafsteinn Birgisson.
8. Guðjón Kjartansson, f. 27. ágúst 1964. Kona hans Brynhildur Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. júlí 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.