Ásta Erla Antonsdóttir
Ásta Erla Antonsdóttir frá Bergholti við Vestmannabraut 67, húsfreyja á Stokkseyri fæddist 24. júlí 1937 og lést 19. febrúar 2005.
Foreldrar hennar voru Anton Júlíus Guðjónsson sjómaður, verkamaður, f. 20. ágúst 1907 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, d. 15. september 1991, og sambúðarkona hans Ásta Linddal Stefánsdóttir, f. 26. apríl 1916, d. 19. febrúar 2005.
Þau Jón giftu sig 1957, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Baldurshaga á Stokkseyri.
Ásta Erla lést 2005 og Jón 2018.
I. Maður Ástu Erlu var Jón Friðrik Zóphoníasson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarstjóri, vann síðan á netaverkstæði, f. 1. október 1933 á Þórshöfn á Langanesi, d. 14. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Zóphonías Ólafur Pétursson verkstjóri, f. 3. nóvember 1901, d. 11. júní 1974, og kona hans Sigríður Bjarney Karlsdóttir húsfreyja í Fagradal á Stokkseyri, f. 4. mars 1913, d. 16. september 1998.
Börn þeirra:
1. Hafdís Jónsdóttir, f. 13. september 1956 í Rvk.
2. Sigríður Jónsdóttir, f. 27. október 1957 í Rvk.
3. Zóphonías Már Jónsson, f. 8. febrúar 1959 á Selfossi.
4. Jón Jónsson, f. 3. maí 1963 á Selfossi.
5. Katrín Jónsdóttir, f. 3. maí 1963 á Selfossi.
6. Kristín Ásta Jónsdóttir, f. 8. mars 1967.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Jóns Friðriks.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.