Steinunn Birna Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Steinunn Birna Magnúsdóttir.

Steinunn Birna Magnúsdóttir húsfreyja á Hvanneyri í Borgarfirði fæddist 22. janúar 1947 á Brekastíg 31 og lést 21. október 2013 á Sjúkrahúsinu á Akranesi.
Foreldrar hennar voru Anton Júlíus Guðjónsson sjómaður, verkamaður, f. 20. ágúst 1907, d. 15. september 1991, og kona hans Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður og alþingiskona, f. 8. ágúst 1921 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, d. 26. apríl 1994.
Kjörforeldrar Steinunnar Birnu voru Magnús Sigurbergsson bakari, f. 2. júní 1902, d. 17. júní 1975 og kona hans Dagbjört Hjördís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1907, d. 24. maí 1998.

Börn Aðalheiðar og Antons voru:
1. Ingigerður Antonsdóttir húsfreyja í Akurey í Landeyjum, f. 20. júní 1945 í Brautarholti.
2. Steinunn Birna Antonsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1947 á Brekastíg 31, d. 21. október 2013.
3. Hlynur Þór Antonsson, f. 2. maí 1949 á Brekastíg 31, d. 3. janúar 1951.
4. Hlynur Þór Antonsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. desember 1952.
5. Guðmundur Bergur Antonsson stýrimaður í Eyjum, f. 24. nóvember 1956.
Börn Antons og Ástu Linddal Stefánsdóttir í Bergholti, f. 26. apríl 1916. Hún var síðar húsfreyja á Kumbaravogi og Efstu-Grund í Flóa, d. 19. febrúar 2005.
6. Ásta Erla Antonsdóttir, f. 24. júlí 1937 í Bergholti.
7. Hörður Antonsson, f. 20. mars 1939 í Bergholti.

Steinunn Birna var með foreldrum sínum i frumbernsku, en þau veiktust af berklum og urðu að gefa hana frá sér.
Hún varð kjörbarn Magnúsar og Hjördísar og ólst upp í Keflavík.
Hún giftist Björgvin 1968. Þau bjuggu í Hveragerði til 1975, þá í Keflavík til 1987, en á Hvanneyri í Borgarfirði til 1998, er þau fluttust til Akraness og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf. Þau eignuðust fimm börn.
Steinunn Birna lést 2013.

I. Maður Steinunnar Birnu, (3. febrúar 1968), var Björgvin Heiðar Árnason, f. 27. júní 1941. Móðir Björgvins var Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk í N-Múl., ráðskona, f. 13. júní 1915, d. 17. september 1991.
Fósturforeldrar hans voru Anna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1907, d. 4. desember 1995, og Sigurður Árnason, f. 26. júní 1903, d. 19. janúar 1989.
Börn þeirra Björgvins Heiðars:
1. Hjördís Björgvinsdóttir, f. 11. desember 1967. Maður hennar Ásgrímur Ágústsson.
2. Anna Björgvinsdóttir, f. 7. apríl 1970. Fyrri maður hennar var Guðni Hörðdal Jónasson. Síðari maður hennar Guðbjartur Agnarsson.
3. Magnús Heiðarr Björgvinsson, f. 20. apríl 1972. Kona hans Eva Guðríður Hauksdóttir.
4. Sigurður Heiðarr Björgvinsson, f. 9. október 1979. Kona hans Berglind Rós Helgadóttir.
5. Björgvin Heiðarr Björgvinsson, f. 7. apríl 1983. Kona hans Gunnhildur Vilhjálmsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.