Ögmundur Friðrik Hannesson
Ögmundur Friðrik Hannesson frá Hvoli, vélstjóri, birgðavörður fæddist 16. maí 1911 í Gröf og lést 25. október 2002.
Foreldrar hans voru Hannes Hansson frá Landakoti, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 5. nóvember 1891, d. 18. júní 1974, og kona hans Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983.
Börn Hannesar og Magnúsínu voru:
1. Ögmundur Friðrik Hannesson sjómaður, f. 16. maí 1911 í Gröf, d. 25. október 2002.
2. Guðbjörg Hannesdóttir, f. 11. janúar 1912 í Landakoti, skírð skemmri skírn, d. 31. janúar 1912.
3. Einar Kjartan Trausti Hannesson skipstjóri, stýrimaður, verkstjóri, f. 27. júní 1913 í Landkoti, d. 23. janúar 1999.
4. Hansína Hannesdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1914 í Holti í Mjóafirði eystra, d. 2. mars 2006.
5. Ottó Hannesson vélstjóri, f. 5. ágúst 1915 á Hvoli við Heimagötu, d. 26. desember 1966.
6. Ingimar Hannesson, f. 14. maí 1917, d. 25. september 1917.
7. Elías Theodór Hannesson, f. 1. júní 1918 á Hvoli við Heimagötu, d. 9. nóvember 1927.
8. Vigdís Hannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. desember 1919 á Hvoli við Heimagötu, d. 28. maí 2006.
9. Árni Hannesson vélstjóri, skipstjóri, f. 10. desember 1921 á Hvoli við Heimagötu, d. 4. júní 1999.
10. Andvana drengur, f. 10. mars 1926.
11. Ágúst Eiríksson Hannesson smiður, f. 2. ágúst 1927 á Hvoli við Heimagötu, d. 31.janúar 1951, fórst með flugvélinni Glitfaxa.
12. Guðbjörg Kristín Hannesdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. október 1929 á Hvoli við Heimagötu.
Ögmundur var með foreldrum sínum í Eyjum, var með
þeim í Landakoti 1912-1914, á Hvoli (við Heimagötu) 1915. Þar bjó hann með þeim og fluttist með þeim í nýbyggt hús sitt að Hvoli (við Urðarveg) 1929. Þar bjuggu þau síðan, meðan þau voru í Eyjum.
Ögmundur stundaði sjómennsku frá 13 ára aldri, tók hið minna vélstjórapróf 1930 og skipstjórapróf 1933.
Hann tók síðan þátt í útgerð og fiskverkun með föður sínum og bræðrum, en fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum 1947.
Hann starfaði hjá Flugmálastjórn, var þar birgðavörður til starfsloka.
Ögmundur lést 2002 og Ragnhildur 2006.
Kona Ögmundar, (12. september 1953), var Ragnhildur Sigurjónsdóttir frá Sogni í Kjós, húsfreyja, f. 29. júní 1917, d. 11. október 2006. Foreldrar hennar voru Sigurjón Ingvarsson bóndi á Sogni, f. 29. október 1889, d. 22. ágúst 1970, og kona hans Gróa Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1892, d. 7. júlí 1961.
Barn þeirra, fósturbarn:
1. Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 18. febrúar 1961 í Reykjavík. Faðir hennar var Gunnar Magnús Jónsson verslunarmaður, f. 5. júlí 1933, d. 19. september 1989. Móðir hennar er Gunnhildur Ágústa Eiríksdóttir, f. 16. ágúst 1941.
Maður Þorbjargar Jóhönnu er Kristinn Tómasson yfirlæknir í Reykjavík, f. 21. nóvember 1959.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1992.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 24. október 2002. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.