Margrét Runólfsdóttir (Jaðri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. janúar 2017 kl. 16:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. janúar 2017 kl. 16:18 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri, síðar í Reykjavík, fæddist 6. júní 1896 og lést 24. júlí 1981.
Faðir hennar var Runólfur frá Hausthúsum á Stokkseyri, bóndi, verkamaður, f. 7. apríl 1872 í Magnúsfjósum í Sandvíkurhreppi, Árn., d. 19. júlí 1946, Jónasson bónda í Magnúsfjósum 1870, í Eyvakoti 1890, f. 28. febrúar 1838 í Kaldaðarnessókn, d. 17. mars 1894, Hannessonar bónda í Ranakoti efra á Stokkseyri 1832-1838, áður í Langholti í Flóa, f. 23. ágúst 1786, d. 2. febrúar 1839, Runólfssonar, og konu Hannesar Runólfssonar, Vilborgar húsfreyju, f. 22. maí 1808 í Vesturkoti á Skeiðum, d. 18. janúar 1860, Ingimundardóttur á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum Sigvaldasonar.
Móðir Runólfs Jónassonar og kona Jónasar í Magnúsfjósum var Margrét húsfreyja, f. 1839, Bjarnadóttir bónda á Stóra-Hálsi í Úlfljótsvatnssókn 1845, f. um 1794 á Hala í Ölfusi, d. 7. september 1860, Kolbeinssonar, og konu Bjarna, Málmfríðar húsfreyju, f. 1794, Ólafsdóttur bónda í Tungu í Úlfljótsvatnssókn 1801, Jónssonar og konu Ólafs Jórunnar Einarsdóttur húsfreyju.
Móðir Margrétar Runólfsdóttur og kona Runólfs Jónassonar var Sólrún frá Þinghól í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 28. maí 1867, d. 2. september 1941, Guðmundsdóttir bónda á Þinghól 1870, f. 10. september 1826, d. 8. ágúst 1907, Árnasonar bónda á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 1796, d. 26. febrúar 1845, Vigfússonar og konu Árna Vigfússonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 14. janúar 1805, d. 28. maí 1890, Magnúsdóttur.
Móðir Sólrúnar og kona Guðmundar í Þinghól var Þóra húsfreyja, f. 31. janúar 1823, d. 20. júní 1888, Jónsdóttir bónda á Háarima í Þykkvabæ og Syðri-Rauðalæk í Holtum, f. 17. september 1789 í Tobbakoti í Þykkvabæ, d. 14. mars 1852, Hólmfastssonar, og fyrri konu Jóns Hólmfastssonar, Sigríðar húsfreyju, f. 24. apríl 1794, d. 4. desember 1839, Felixdóttur.

Þau Sólrún Guðmundsdóttir og Runólfur Jónasson fluttust til Eyja 1920, bjuggu á Geirlandi á því ári, byggðu Bræðratungu og voru komin þangað 1922.
Margrét Runólfsdóttir var systir
1. Runólfs í Bræðratungu í Bræðratungu, útgerðarmanns, vélstjóra, f. 20. desember 1899, d. 4. júní 1983.
2. Sigurmundar Runólfssonar verkstjóra, f. 4. ágúst 1904, d. 16. febrúar 1974.
3. Jónasínu Þóru Runólfsdóttur, húsfreyju á Jaðri, f. 2. september 1894, d. 8. janúar 1977.
4. Ingibjargar Runólfsdóttur húsfreyju í Litla-Hvammi, f. 13. janúar 1907, d. 7. mars 1997.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku. Hún fluttist til Eyja 1914, var vinnukona á Bústöðum eystri við giftingu 1919, bjó með Eyjólfi á Jaðri 1920. Þau skildu.
Þau Dagbjartur eignuðust Runólf á Reynifelli 1923, Jónas Þóri í Miðgarði 1926.
Þau fluttu til Reykjavíkur, eignuðust Kristin Helga 1930.
Margrét lést 1981.

Hún var tvígift:
I. Fyrri maður hennar, (26. desember 1919, skildu), var Eyjólfur Gíslason skipstjóri.
Barn þeirra Eyjólfs var:
1. Eyjólfur Hvannberg Eyjólfsson eldsmiður, f. 23. nóvember 1919 á Búastöðum, d. 28. desember 2000.

II. Síðari maður Margrétar var Dagbjartur Gíslason, f. 1. maí 1897, d. 29. desember 1981.
Börn þeirra:
1. Runólfur Dagbjartsson múrari, f. 21. apríl 1923 á Reynifelli, d. 19. maí 2008. Hann fluttist til Eyja og bjó þar síðan, síðast að Hraunbúðum.
2. Jónas Þórir Dagbjartsson tónlistarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Miðgarði, d. 6. desember 2014.
3. Kristinn Helgi Dagbjartsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 13. janúar 1930, d. 26. júlí 1979.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.