Ólafur Gunnarsson (Vík)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. nóvember 2016 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. nóvember 2016 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ólafur Gunnarsson''' í Vík fæddist 21. nóvember 1899 í Vík í Mýrdal og drukknaði 16. desember 1924.<br> Foreldrar hans voru [[Gunnar Ólafsson (kaupmaður...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Gunnarsson í Vík fæddist 21. nóvember 1899 í Vík í Mýrdal og drukknaði 16. desember 1924.
Foreldrar hans voru Gunnar Ólafsson alþingismaður, kaupmaður, útgerðarmaður, settur sýslumaður í viðlögum, f. 18. febrúar 1864, d. 26. júní 1961, og Jóhanna Eyþórsdóttir í Vík húsfreyja f. 18. október 1870, d. 19. júlí 1944.

Börn Jóhönnu og Gunnars:
1. Ólafur Gunnarsson, f. 21. nóvember 1899 í Vík í Mýrdal, drukknaði 16. desember 1924.
2. Sigurður Ásgeir Gunnarsson kaupmaður, f. 18. febrúar 1901 í Vík í Mýrdal, d. 12. október 1941.
3. Nanna Gunnarsdóttir f. 15. september 1903 í Vík í Mýrdal, d. 18. febrúar 1979.
4. Guðlaug Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. maí 1905 í Vík í Mýrdal, d. 15. september 1974.
5. Eyþór Gunnarsson læknir, f. 24. febrúar 1908 í Vík í Mýrdal, d. 25. ágúst 1969.
6. Kristín Gunnarsdóttir, f. í apríl 1909 í Vík í Mýrdal, d. 25. júlí 1909 í Garðhúsum.

Ólafur var með foreldrum sínum í Vík í Mýrdal og fluttist með þeim til Eyja 1909.
Hann var með þeim í Garðhúsum í fyrsu og í Vík frá 1912, var með þeim 1920, þá bókari.
Ólafur drukknaði við Eiðið 16. desember 1924 á leið út í e.s. Gullfoss.
Ólafur var ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.