Eyþór Gunnarsson (Vík)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Eyþór Gunnarsson.

Eyþór Gunnarsson læknir fæddist 24. febrúar 1908 í Vík í Mýrdal og lést 25. ágúst 1969.
Foreldrar hans voru Gunnar Ólafsson alþingismaður, kaupmaður, útgerðarmaður, sýslumaður í viðlögum, f. 18. febrúar 1864, d. 26. júní 1961, og Jóhanna Eyþórsdóttir í Vík, húsfreyja f. 18. október 1870, d. 19. júlí 1944.

Börn Jóhönnu og Gunnars voru:
1. Ólafur Gunnarsson, f. 21. nóvember 1899 í Vík í Mýrdal, drukknaði 16. desember 1924.
2. Sigurður Ásgeir Gunnarsson kaupmaður, f. 18. febrúar 1901 í Vík í Mýrdal, d. 12. október 1941.
3. Nanna Gunnarsdóttir f. 15. september 1903 í Vík í Mýrdal, d. 18. febrúar 1979.
4. Guðlaug Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. maí 1905 í Vík í Mýrdal, d. 15. september 1974.
5. Eyþór Gunnarsson læknir, f. 24. febrúar 1908 í Vík í Mýrdal, d. 25. ágúst 1969.
6. Kristín Gunnarsdóttir, f. í apríl 1909 í Vík í Mýrdal, d. 25. júlí 1909 í Garðhúsum.

Eyþór var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeimm úr Vík í Mýrdal til Eyja 1909, námsmaður í Vík 1920.
Hann varð stúdent 1926, útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands 1932.
Eyþór fékk sérfræðileyfi í háls- nef- og eyrnalækningum 1937.
Hann stundaði sérfræðistörf í Reykjavík frá 1937, uns hann lét af störfum vegna vanheilsu.
Hann lést 1969.

Kona Eyþórs, (19. október 1934), var Valgerður Eva Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1912, d. 15. október 1975. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Vigfússon sjómaður í Reykjavík, f. 26. október 1878, d. 11. febrúar 1942, og kona hans Þórdís Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1878, d. 22. október 1963.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Eyþórsdóttir húsfreyja, leikskólakennari í Reykjavík, f. 7. ágúst 1937.
2. Gunnar Eyþórsson blaðamaður, f. 23. júní 1940, d. 18. ágúst 2001.
3. Vilhjálmur Sigurður Eyþórsson kennari og ritstjóri í Reykjavík, f. 17. desember 1944.
4. Sigurður Eyþórsson listmálari, f. 29. júlí 1948. Kona hans Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.