Nanna Gunnarsdóttir (Vík)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Nanna Gunnarsdóttir frá Vík, húsfreyja fæddist 15. september 1903 í Vík í Mýrdal og lést 18. febrúar 1979.
Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson alþingismaður, kaupmaður, útgerðarmaður, settur sýslumaður í viðlögum, f. 18. febrúar 1864, d. 26. júní 1961, og Jóhanna Eyþórsdóttir í Vík húsfreyja f. 18. október 1870, d. 19. júlí 1944.

Börn Jóhönnu og Gunnars:
1. Ólafur Gunnarsson, f. 21. nóvember 1899 í Vík í Mýrdal, drukknaði 16. desember 1924.
2. Sigurður Ásgeir Gunnarsson kaupmaður, f. 18. febrúar 1901 í Vík í Mýrdal, d. 12. október 1941.
3. Nanna Gunnarsdóttir f. 15. september 1903 í Vík í Mýrdal, d. 18. febrúar 1979.
4. Guðlaug Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. maí 1905 í Vík í Mýrdal, d. 15. september 1974.
5. Eyþór Gunnarsson læknir, f. 24. febrúar 1908 í Vík í Mýrdal, d. 25. ágúst 1969.
6. Kristín Gunnarsdóttir, f. í apríl 1909 í Vík í Mýrdal, d. 25. júlí 1909 í Garðhúsum.

Nanna var með foreldrum sínum í Vík í Mýrdal og fluttist með þeim til Eyja 1909.
Hún var með þeim í Garðhúsum og í Vík frá 1912.
Nanna var við nám 1920, var hjá foreldrum sínum í Vík 1930.
Hún giftist Gissuri kaupmanni 1931 og þau ráku um hríð verslun við Miðstræti 2. Þau skildu barnlaus og Nanna var með foreldrum sínum í Vík 1940.
Hún var um skeið í Danmörku, en sneri aftur.
Hún giftist Stig Olson kaupmanni.
Nanna lést 1979, barnlaus.

Nanna var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (16. október 1931, skildu), var Gissur Þorsteinsson, síðar bóndi í Akurey í V-Landeyjum, kaupmaður í Eyjum, sölumaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1903, d. 26. febrúar 1975.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari maður Nönnu var Stig Olson. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.