Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1986/Vinnslustöðin 40 ára
Þann 30. desember n.k. verða liðin 40 ár frá stofnfundi Vinnslustöðvarinnar hf.
Það hefur orðið að samkomulagi að undirritaður segði frá því helsta í starfsemi félagsins í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1986. Í stuttri blaðagrein verður þó aðeins hægt að minnast lauslega á það sem hæst hefur borið í starfsemi Vinnslustöðvarinnar hf. á 40 árum og viðbúið að eitthvað gleymist.
A árum seinni heimsstyrjaldarinnar var nær allur fiskur, sem kom á land í Vestmannaeyjum, fluttur út ísaður til Bretlands og sá ísfisksamlagið í Vestmannaeyjum um þá framkvæmd. Er dró að lokum styrjaldarinnar fóru fram miklar umræður meðal útgerðarmanna hér í Eyjum um stofnun félags til að fullvinna fiskinn hér heima. Einnig kom fljótt í ljós í styrjaldarlokinn að Bretar hófu fiskveiðar í stórum stíl, og fór það því saman að eftirspurn minnkaði og verð féll mikið niður.
Það var því á aðalfundi Lifrarsamlags Vestmannaeyja í október 1945 að þeir Helgi Benediktsson, Eiríkur Ásbjörnsson og Kjartan Guðmundsson, allir útgerðarmenn í Vestmannaeyjum, fluttu tillögu þess efnis að verksvið Lifrarsamlagsins yrði fært út á þann hátt að hægt yrði að gervinna fiskafurðir félagsmanna. Fundurinn skipaði nefnd til þess að athuga og gera tillögur um mál þetta og voru kosnir í nefndina stjórn Lifrarsamlagsins, þeir Jóhann Þ. Jósefsson, Ástþór Matthíasson, Jónas Jónsson, Ársæll Sveinsson og Tómas M. Guðjónsson, og stjórn Ísfisksamlagsins, þeir Eiríkur Ásbjörnsson, Sighvatur Bjarnason, Þorgeir Jóelsson og Kjartan Guðmundsson, og auk þess Helgi Benediktsson, Jóhann Sigfússon og Ólafur Á. Kristjánsson.
Hinn 5. maí 1946 komu þessir menn saman á fund sem boðað var til að tilhluta Jóhanns P. Jósefssonar, og var málið rætt þar á víð og dreif. Almennur áhugi var ríkjandi fyrir því að þarft væri og nauðsynlegt að útgerðarmenn byndust samtökum um að koma upp fiskvinnuslustöð, en sumir nefndarmanna voru mótfallnir því að það yrði gert í sambandi við Lifrarsamlagið, heldur sem sjálfstætt fyrirtæki. Á þessum fundi var fámennri nefnd undir forystu Eiríks Ásbjörnssonar falið að starfa áfram að málinu.
Nefndin hélt síðan nokkra fundi og lét þar að auki ræða málið á almennum fundum í Olíusamlaginu og Útvegsbændafélaginu þar sem það hlaut á báðum stöðum góðar undirtektir.
Nefndarmenn töldu æskilegast að allir útgerðamenn í Eyjum gerðust þátttakendur í félagsskap þessum, og töldu þeir nær öruggt að meginþorri útvegsmanna yrði með. Félagsleg bygging var hugsuð með nokkuð svipuðum hætti og hjá öðrum vinnslu- og sölufélögum útgerðarmanna hér í Eyjum, s.s. Lifrarsamlaginu, Olíusamlaginu og Ísfisksamlaginu, og skyldi félagið haft opið til inngöngu fyrir þá útvegsmenn sem á því hefðu áhuga síðar.
Nefndarmenn töldu rétt og nauðsynlegt að byrja á því að tryggja lánsfé til fyrirtækisins og sendu því nýbyggingarráði stofnlánadeildar Landsbankans í Reykjavík eftirfarandi símskeyti 16. júlí 1946: „Undirritaðir, sem starfa í nefnd á vegum útgerðarmanna í Vestmannaeyjum til undirbúnings um aukningu fiskvinnslumöguleika, óskum láns, 2 til 3 milljónir, til byggingar fiskvinnslustöðvar fyrir félagssamtök útgerðarmanna í Eyjum."
Á fundi í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja 2. október 1946 voru eftirtaldir menn kosnir til undirbúnings að stofnun Fiskvinnslustöðvar útgerðarmanna í Vestmanna-eyjum: Jóhann Sigfússon, Helgi Benediktsson, Ársæll Sveinsson, Guðlaugur Gíslason og Ólafur Á. Kristjánsson.
Varamenn voru kjörnir Sighvatur Bjarnason og Ragnar Stefánsson.
Eins og að framan getur hafði áður farið fram nokkur undirbúningur í þessu sambandi, en 24. október kom nefndin til fundar og skipti með sér verkum þannig, að Jóhann Sigfússon var kosinn formaður, Helgi Benediktsson varaformaður og Ragnar Stefánsson ritari. Á þessum fundi var rætt um á hverjum grundvelli félagsskapurinn væri heppilegast stofnaður og hvernig best væri að haga stofnframlögum félagsmanna. Enn fremur var samþykkt að fela þeim Helga Benediktssyni, Guðlaugi Gíslasyni og Ragnari Stefánssyni að semja frumdrög að félagslögum og leggja þau síðan fram fyrir nefndina til umræðu og athugunnar sem allra fyrst.
1. nóv. 1946 lögðu þeir síðan fram uppkast að samþykktum fyrir félagið og er upphaf þeirra á þessa leið:
„Félagið heitir Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðenda. Heimili þess og varnarþing er í Vestmannaeyjum. Félagið er samlagsfélag og takmarkast ábyrgð félagsmanna eftir þáttöku þeirra, svo sem síðar segir.
l.grein.
Félagið heitir: Vinnslu- og sölumiðstóðfiskframleiðenda. Heimili þess og varnarþing er í Vestmannaeyjum. Félagið er samlagsfélag og takmarkast ábyrgð félagsmanna eftir þátt-töku þeirra, svo sem síðar segir.
2. grein.
Markmið félagsins er að vinna að aukinni vinnslu fisks, svo og sölu fisks og fiskafurða, á svo fjölbreyttum og víðum grundvelli, sem
möguleikar gefa tilefni til á hverjum tíma. í þessu skyni hyggst félagið koma upp byggingu, þar sem tekið verði á móti fiskframleiðslu félagsmanna, að svo miklu leyti sem þörf er á og í því ástandi sem stjórn félagsins ákveður eftir aðstæðum á hverjum tíma, út frá því sjónarmiði að markaðs- og sölumöguleikar nýtist sem best. Ennfremur að fá og starfrækja svo fljótt sem möguleikar eru fyrir hendi sem fjölbreyttastar fiskvinnslu-vélar, og þá fyrst og fremst að koma upp í fyrirhugaðri byggingu fullkominni hrað-frystistöð með nýtísku vélabúnaði.
Það er svo mánudaginn 30. desember 1946 að haldinn er stofnfundur Vinnslu- og sölumiðstöðvar fiskframleiðenda í Vestmannaeyjum í Samkomuhúsi Vestmannaeyja. Fundarstjóri var kosinn Guðlaugur Gíslason og fundarritari Ólafur Á. Kristjánsson. Jóhann Sigfússon skýrði frá aðdraganda og undirbúningi að stofnun félagsins og skýrði samþykktir fyrir félagið, sem síðan voru samþykktar með litlum breytingum.
Í fyrstu stjórn voru kosnir eftirtaldir menn: Jóhann Sigfússon, Helgi Benediktsson, Guðlaugur Gíslason, Ársæll Sveinsson og Ólafur A. Kristjánsson og til vara Sighvatur Bjarnason og Ragnar Stefánsson. Stofnendur voru 105 útgerðarmenn í Vestmannaeyjum.
Stjórnin hélt sinn fyrsta fund 3. janúar 1947 og var Jóhann Sigfússon kosinn formaður stjórnar og Sighvatur Bjarnason varaformaður. Þá var þess farið á leit við Ragnar Stefánsson ,,að hann hafi, þar til annað verður ákveðið, á hendi bréfaskriftir og skrifstofuhald fyrir félagið," eins og segir í fundargerðinni, en Ragnar hafði verið framkvæmdastjóri ísfisksamlagsins undanfarin ár. Féllst hann á þessa málaleitan og starfaði sem skrifstofustjóri fyrirtækisins til 16. janúar 1948, en þá tók Óskar Sigurðsson endurskoðandi að sér daglegt eftirlit og endurskoðun á bókhaldi félagins. Óskar Sigurðsson hafði frá þeim tíma alla umsjón með fjárreiðum og bókhaldi fyrirtækisins og starfaði hjá því sem skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri fjármála allt til dauðadags, í júní 1969.
Á þessum fyrsta fundi var enn fremui samþykkt að sækja um lóð undir fyrirhugað fiskiðjuver á Básaskersbryggju, en 3. febr. kom stjórnin saman að nýju, eftir að hafa haldið nokkra viðræðufundi, m.a. við hafnar-nefnd, um lóð fyrir væntanlegt fiskiðjuver. Á þeim fundi mætti einnig dr. Jakob Sigurðsson, en hann hafði samkvæmt ósk stjórnar til nýbyggingarráðs komið hingað til tæknilegrar leiðbeiningar.
Á þessum fundi var samþykkt að fengist ekki nægilega stór lóð á Básaskersbryggju skyldi sótt um lóð norðan frystihússins Fiskur og ís niður að trébryggju í Friðarhöfn.
Á stjórnarfundi 4. júní 1947 lá fyrir tillöguppdráttur frá dr. Jakobi Sigurðssyni að fiskiðjuverinu, en þar var Ólafi Á. Kristjánssyni falið að yfirfara teikningarnar, og á fundi í stjórninni 9. júní var formanni og Ólafi falið að ræða nánar við dr. Jakob um breytingar sem æskilegar gætu talist.
Á stjórnarfundi í félaginu 29. júní 1947 lágu síðan fyrir teikningar að fyrirtækinu, og þá samþykkt að hefja kaup á byggingarefni, sementi, járni og timbri og jafnframt ákveðið að láta hraða útvegun á vélum til starfrækslu.
Þann 10. september 1947 var samþykkt að hefjast handa um bygginguna og þá sótt um byggingarleyfi og lóðarsamning.
Sigurður Ólafsson verkfræðingur í Reykjavík hafði verið ráðinn til að annast um járnateikningar, Óskar Kárason múrarameistari og Einar Sæmundsson húsasmíðameistari til að sjá um múrverk og uppslátt.
Byggingarframkvæmdir hófust í október 1947 og var fyrsti áfangi reistur nyrst á lóð félagsins, næst Friðarhafnarbryggju, og byggingarfræmkvæmdum hraðað til að hægt yrði að hefja fiskmóttöku á næstu vertíð.
Stjórnin samþykkti að félagsmenn skyldu sitja fyrir um vinnu við byggingarframkvæmdir og voru það eingöngu félagsmenn sem unnu við byggingufram að vertíð.
Á vetrarvertíð 1948 hófst fiskimóttaka í húsi félagsinsog var eingöngu unninn saltfiskur.Ekki var hægt að taka allan fisk félagsmanna til vinnslu hjá félaginu og var umframfiskur seldur ýmis til útflutnings,en félgið hefði tekið skip á leigu til þess,eða seldur til Ísfélags Vestmannaeyja og hraðfrististöðvarinnar.
Í október 1947 óskaði Magnús Guðbjartsson, framkvæmdastjóri og eigandi að fiski og ís eftir fundi með stjórninni með hugsanlegan félagsskap eða sölu á fyrirtæki hans að meira eða minna leyti.
Á stjórnarfundi 21.okt. 1947 var þeim Guðlaugi Gíslasyni, Ragnari Stefánssyni og Sighvati Bjarnasyni falið að hefja viðræður við Magnús, og á stjórnarfundi síðar saman dag, þar sem Magnús var einnig mættur, var honum tilkynnt að stjórnin væri einhuga um að ekki væri um kaup að ræða nema að öllu leyti á fyrirtæki hans og óskað eftir tilboði frá honum 23.október lá síðan fyrir tilboð frá Magnúsi að upphæð 1.350.000 kr. fyrir stjórnarfundi og ákvað stjórnin að hafna þessu tilboði, það sem hún tald það of hátt.
Það er síðan á stjórnarfundi 27.október 1948 að fyrir lá tilboð frá Magnúsi Guðbjartssyni um sölu á eignum hans Fiski og ís hf. að upphæð 1.300.000 kr.Stjórnin var einhuga um að mæla með því að vinnslustöðin keypti þessar eignir og að boða til aukafundar um þetta mál.
Almennur félagsfundur var síðan haldinn í Samkomuhúsi vestmannaeyja 28.október 1948. Mættir voru 50 félagsmenn. Formaður stjórnarinnar, Jóhann Vigfússon skýrði frá tilefni fundarins og samþykkt stjórnarinnar frá deginu áður. Miklar umræður urðu um mál þetta og voru allir sem til máls tóku samþykkir því að kaupa áðurnefndar eignir, og í eftirfarandi tillögu.
,,Fundur í Vinnslu-og sölumiðstöð fiskframleiðanda, haldinn 28,október 1948, samþykkir að fela stjórn félagsins að semja við Fisk og ís hf. um kaup á frystihúsi félagsins og öðrum eignum þess, samkvæmt bráða-birgðasamkomulagi þar um."
Tillaga þessi var síðan borin upp að viðhöfðu nafnakalli og voru allir fundarmenn samþykkir að fela stjórn félagsins að ganga frá kaupunum samkvæmt tilboði því sem fyrir lá. Á stjórnarfundi 30. október var þeim Jóhanni Sigfússyni, Óskari Sigurðssyni og Sighvati Bjarnasyni falið að ganga frá og undirrita kaupsamning um eignir Fisks og íss hf. samkvæmt áður gerðu samkomulagi. Hinn 5 janúar 1949 var kaupsamningur undirritaður og fór yfirtakan fram þann sama dag. Nær samdægurs hóf stjórnin undirbúning að stækkun og endurbótum á frystihúsinu og réð til þess Gísla Hermannsson verkfræðing úr Reykjavík. Þá var og hafist handa um byggingu á húsi fyrir ísframleiðslu, en mjög mikill skortur hafði verið á ís á þeim tíma og notkunin fór mjög vaxandi.
Samhliða endurbótum á frystihúsinu fóru fram áframhaldandi byggingarframkvæmdir á fiskverkunarhúsum félagsins. Nýir bátar bættust í flotann og afli fór mjög vaxandi og kallaði það á aukinn véla- og tækjakost og mannafla.
Fyrstu árin rak félagið mötuneyti fyrir starfsfólk í húsi Ársæls Sveinssonar við Strandveg, en á árinu 1953 keypti félagið lóð við Strandveg og byggði þar matstofu og skrifstofuhúsnæði.
Á þessu ári keypti félagið einnig 30% hlutafjár í Fiskimjölsverksmiðjunni af Ástþóri Matthíassyni.
Um þetta leyti urðu miklar breytingar hvað varðar vinnuhagræðingu, og á árinu 1954 var fyrsti lyftarinn keyptur til fyrirtækisins með skóflu til saltmoksturs. Þá voru færibönd tekin í notkun við slægingu og söltunar fisks. Á árinu 1955 var byggð salt-geymsla við fyrirtækið, þar sem hægt var að taka í geymslu 2500 tonn af salti. Frá þeim tíma tók fyrirtækið að sér umboð og sölu á salti til fiskverkenda hér.
Hinn 20. október 1955 keypti fyrirtækið allar eignir Gunnars Ólafssonar og Co. Á almennum félagsfundi þar sem þessi kaup voru rædd var stjórninni þökkuð góð störf í þágu félagsins.
Á árinu 1956 var fyrsta flökunarsamstæðan keypt til fyrirtækisins og má segja að með þeim kaupum hafi orðið bylting á vinnsluháttum, hvað varðar afköst og nýtingu. Og í framhaldi af þessu vélakaupum eru keyptar fleiri flökunarvélar og flatningsvélar.
Stjórn félagsins gerði sér snemma ljóst að nauðsynlegt væri að byggja verbúðir fyrir starfsfólk fyrirtækisins, sem kom til starfabreytingum, og voru stjórnarmenn sammála um að leggja til við næsta aðalfund í félaginu áðurnefndar breytingar.
Að aflok num a ðalfundi í desember 1959, þar sem samþykkt var að breyta félaginu úr samlagsfélagi í hlutafélag, var fundur aftur settur þar sem formaður stjórnarinnar lýsti undirbúningi að stofnun hlutafélags, og bar fram fyrir hönd stjórnarinnar tillögu um að hlutafélag aðallega á vetrarvertíðum, en fyrirtækið hafði þurft að leigja herbergi og ný hús í byggingu um allan bæ, og stóðu þær leigur yfirleitt stuttan tíma. Það er því á stjórnarfundi 24. maí 1957 að stjórnin samþykkir að vinna að því að hefjast handa um byggingu íbúðarhúsnæðis fyrir starfsfólk ofan á saltfiskverkunarhús fyrirtækisins og réð Gísla Hermannsson verkfræðing til að gera tillögur þar um. Jafnframt var honum falið að gera frumdrög að byggingu frystiklefa, en stjórnin hafði ákveðið að hann skyldi byggður vestan við ,,Kína". í maí 1958 fól stjórnin Ólafi Kristjánssyni að fullvinna teikningar að íbúðarhúsnæði fyrir verkafólk fyrirtækisins og samþykkt að hefjast handa svo fljótt svo auðið væri. Á aðalfundi félagsins í desember 1958 skýrði formaður stjórnarinnar, Jóhann Sigfússon. frá því að stjórnin hefði fyrr á árinu keypt 20% til viðbótar í Fiskimjölsverksmiðjunni og ætti félagið nú 50% í verksmiðjunni á móti Fiskiðjunni hf.
Stjórn félagsins hafði oft rætt um það hvort ekki væri rétt að breyta félaginu í hlutafélag. Á stjórnarfundi í maí 1959 fól stjórnin Friðþjófi G. Johnsen lögfræðingi að athuga hvort hægt myndi að breyta félaginu í hlutafélag. Fékk hann til liðs við sig Kristján Guðlaugsson, hæstaréttarlögmann úr Reykjavík og unnu þeir saman að verkefninu.
Í nóvember 1959 mættu lögfræðingarnir á stjórnarfund í félaginu og lögðu fram drög að yrði stofnað. Tillagan var samþykkt einróma og gerðu stofnendur með sér svofelldan ,,Stofnsamning":
1. gr. Hlutafélagið heitir Vinnslustöðin hf. 2. gr. Heimili félagsins og varnarþing er í Vestmannaeyjum. 3. gr. Tilgangur félagsins er að yfirtaka eignir og rekstur Vinnslu- og sölumiðstöðvar fiskframleiðenda í Vestmannaeyjum, svo og allar skuldir og skuldbindingar samkvæmt ársreikningum félagsins pr. 31.12 1958, svo og að hafa með höndum fiskvinnslu, kaup og sölu fisks og fiskafurða á svo fjölbreyttum og víðum grundvelli, sem skilyrði eru til á hverjum tíma, útgerð, rekstur vinnuslustöðva og fasteigna, útlánastarfsemi og annan skyldan atvinnurekstur, o.s.frv.
Í stjórn þessa nýja hlutafélags voru kosnir Sighvatur Bjarnason, Haraldur Hannesson, Guðjón Jónsson, Sveinbjörn Hjartarson og Jónas Jónsson. Til vara Júlíus Ingibergsson og Guðni Grímsson. Jóhann Sigfússon, sem verið hafði formaður stjórnar og framkvæmdastjóri frá stofnun, hafði á miðju ári sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri og lét af störfum 31. október. Hann gaf ekki kost á sér í stjórnina vegna brottflutnings úr bænum.
Sighvatur Bjarnason, sem verið hafði varaformaður stjórnar frá stofnun, tók við framkvæmdastjórn í fyrirtækinu 1. nóvember 1959 og var á fyrsta stjórnarfundi hins nýja hlutafélags kosinn formaður stjórnarinnar og var hann framkvæmdastjóri og formaður stjórnarinnar til dauðadags, en hann lést 15. nóvember 1975.
Vegna mikils afla og aukinna afkasta i frystihúsi félagsins hafði stjórnin samþykkt, að láta gera tillögur að breytingum á flökunar- og pökkunarsal fyrirtækisins og hafði falið Ólafi Á. Kristjánssyni verkið. Á stjórnarfundi í júlí 1959 samþykkti stjórnin teikningar Ólafs og var ákveðið að hefjast handa svo fljótt sem hægt væri. Hófust framkvæmdir þá strax um sumarið, og var lögð á það áhersla, að framkvæmdum skyldi lokið fyrir næstu vetrarvertíð.
Vinnsla hófst í nýja flökunar- og pökkunarsal fyrirtækisins á vertíðinni 1960 og var talið, að frystihúsið væri þá eitt hið fullkomnasta á landinu.
Í febrúar 1963 var Guðmundur Karlsson ráðinn framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu, og starfaði hann hjá fyrirtækinu til haustmánaða 1967, eða þar til hann tók við framkvæmdastjórastarfinu við Fiskiðjuna hf.
Frystihúsin höfðu sett á stofn sameiginlega skrifstofu og veitti Guðlaugur Stefánsson henni forstöðu. Tilgangur með skrifstofu þessari var að fara með öll sameiginleg málefni fyrirtækjanna útá við, s.s. samningamál o.fl.
Í nóvember 1963, að tilhlutan skrifstofunnar, réðu frystihúsin hér til sín norskan verkfræðing, og hóf hann undirbúning að uppbyggingu nýs afkastahvetjandi launakerfis, svokallaðs bónuskerfis, og voru frystihúsin hér þau fyrstu á landinu til að taka upp þetta fyrirkomulag.
A árinu 1972 stofnuðu frystihúsin síðan Samfrost, og fluttist þá vinnulauna- og bónusútreikningar þangað, ásamt öðrum sameiginlegum málefnum frystihúsanna.
Stjórn Vinnslustöðvarinnar hafði gert sér grein fyrir því, hve óþénugt það var að hafa ekki matstofu fyrirtækisins á aðalvinnusvæði fyrirtækisins. Á stjórnarfundi í júní 1964 samþykkir stjórnin að vinna að því að byggja matstofu ofan á fiskvinnslustöð fyrirtækisins, og var framkvæmdastjóra falið að vinna að framgangi þess máls. Réð hann Rögnvald Johnsen arkitekt, sem þar var starfsmaður S.H. í Reykjavík, til að gera tillögur og teikningar að matstofu og viðbótarhúsnæði fyrir starfsfólk fyrirtækisins og í mars 1965 lágu fyrir stjórnarfundi teikningar að mat-stofu og verbúð fyrir starfsfólk. Samþykkti stjórnin að láta vinna eftir þeim teikningum, sem fyrir lágu, og hefja framkvæmdir svo fljótt sem hægt yrði.
Í október 1966 seldi Vinnslustöðin hf. jarðhæð hússins við Strandveg 50, til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Var þá matstofan flutt í hús Ársæls Sveinssonar við Strandveg.
Vinna við innréttingar á nýju matstofunni lá niðri um nokkurn tíma, en á árinu 1975 var hún tekin í notkun.
Á árinu 1966 flutti Guðlaugur Stefánsson, sem þá átti sæti í stjórn fyrirtækisins, tillögu þess efnis að stjórnin beitti sér fyrir kaupum á togskipum eða skuttogurum til hráefnisöflunar fyrir fyrirtækið. Tillaga þessi fékk töluverða umræðu og var til umfjöllunar nokkuð lengi, m.a. lágu fyrir teikningar af skipi sem talið var að hentaði til alhliða veiða, en framkvæmdum var frestað um sinn, m.a. vegna slæmrar afkomu fyrirtækisins á þessum tíma.
í júlí 1969 var Kjartan B. Kristjánsson ráðinn tæknilegur framkvæmdastjóri við fyrirtækið og starfaði hann hjá fyrirtækinu til áramóta 1971.
Er eldgosið hófst í janúar 1973 lagðist öll starfsemi Vinnslustöðvarinnar niður um tíma og ekki þótti annað ráðlegt en að flytja fiskvinnsluvélar og tæki fyrirtækisins brott úr Eyjum.
Ekki verður látið hjá líða að minnast á þátt framkvæmdastjórans, Sighvats Bjarnasonar, og konu hans, frú Guðmundu Torfadóttur, en þau fluttust búferlum af heimili sínu Ási í verbúðir Vinnslustöðvarinnar, og bjuggu þar nær óslitið allt gostímabilið ásamt starfsmönnum fyrirtækisins sem sáu um öskuhreinsun af þökum fyrirtækisins svo og brottflutning véla og áhalda úr fyrirtækinu.
Ekki kom til þess að allar vélar fyrirtækisins væru fluttar burtu, því að framkvæmda-stjórinn af sinni meðfæddu eðlisávísun og dugnaði stöðvaði brottflutninginn í andstöðu við stjórn Viðlagasjóðs og byrjaði að undirbúa heimflutning á þeim vélum og áhöldum, sem höfðu verið flutt í burtu.
Það er síðan í framhaldi að formaður náði saman fundi í stjórn félagsins 28. maí 1973 í íbúð sinni í Reykjavík þar sem rætt var um að hefja fiskmóttöku að nýju.
Í fyrstu var aðeins tekið á móti fiski til söltunar, en 23. október hófst almenn fiskvinnsla í Vinnslustöðinni að nýju. í apríl 1974 skýrði Sighvatur sjórninni frá því að hann hefði í hyggju að segja upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri. Stjórnin fól honum að leita að eftirmanni sínum og í júlí var Stefán Runólfsson ráðinn sem framkvæmdastjóri og hóf hann störf 1. nóvember um haustið. Sighvatur starfaði að meira og minna leyti við fyrirtækið til dauðadags í nóvember 1975.
Á stjórnarfundi í félaginu íágúst 1975 kom til umræðu að nauðsynlegt væri að athuga um kaup á skuttogara til hráefnisöflunar og var formanni falið að vinna áfram að því máli. Á aðalfundi félagsins í desember 1975 var Guðlaugur Stefánsson kosinn formaður stjórnarinnar, og var honum falið að fylgjast með hugsanlegum togarakaupum ásamt hinum frystihúsunum. Það er síðan í febrúar 1976 að tilboð berst um kaup á skuttogara sem var í smíðum í Póllandi. Það varð að samkomulagi að Vinnslustöðin hf., Fiskiðjan hf. og Ísfélagið hf. keyptu þennan togara sem kom til Eyja í byrjun árs 1977 og hlaut nafnið Klakkur VE 103.
Vegna fækkunar báta og þar af. teiðandi minnkunar afla var talið nauðsynlegt að fá fleiri togara í bæinn. Það var því í maí 1977 að Fiskimjölsverksmiðjan hf. keyptí togarann Sindra VE 60, og í nóvember togarann Breka VE 61, og skiptist aflinn nær eingöngu milli Vinnslustöðvarinnar og Fiskiðjunnár.
Um svipað leyti hafði ísfélag Vestmannaeyja keypt 40% hlut í togaranum Vestmannaey VE 54, en hún hafði landað afla sínum hér heima frá 1974, og hafði aflinn skipst milli frystihúsanna hér.
Vegna erfiðleika í rekstri togaranna, svo og vegna misjafns hráefnisaðstreymis til frystihúsanna ákvaðu Vinnslustöðin, Fiskiðjan, Fiskimjölsverksmiðjan og ísfélagið að stofna sameignarfélag um rekstur togaranna þriggja, Klakks, Sindra og Breka. Var félagið stofnað í október 1979, og hlaut nafnið Samtog. Árið 1981 gerði félagið samning um smíði tveggja skipa í Póllandi. Skip þessi komu til landsins á árinu 1984 og bera nöfnin Gideon VE og Halkion VE.
Segja má að með þessu framtaki hafi því verið afstýrt að þessi stóru og afkastamiklu fiskiðjuver stæðu hráefnis- og aðgerðalaus mikinn hluta af árinu, og jafnframt hefur tekist að skapa aukið atvinnuöryggi fiskvinnslufólks, öllum bæjarbúum til hagsældar og farsældar.
Á árinu 1979 keypti Fiskimjölverksmiðjan hf. frystihúsið Eyjaberg af Sigurði Þórðarsyni útgerðarmanni sem fluttist úr bænum um svipað leyti. Ber fyrirtækið nafnið Hraðfrystihús Fiskimjölverksmiðjunar hf. Framkvæmdastjóri þess er Bjarni Sighvatsson, sem jafnframt er stjórnarformaður Fiskimjölsverksmiðjunnar.
Í febrúar 1982 keypti Vinnslustöðin hf. 35% hlut í vélbátnum Helgu Jóh. VE, ásamt með Jóhannesi Kristinssyni skipstjóra. Var bátur þessi keyptur frá Færeyjum. Á árinu 1984 óskaði Jóhannes Kristinsson eftir því að selja hlut sinn í bátnum og í júlí 1985 samþykkti sjórnin að kaupa hlutabréf Jóhannesar í Helgu Jóh. hf.
Á allra síðustu árum hefur orðið mjög mikil framþróun í allri fiskvinnslu. Stjórnin samþykkti því í ágúst 1983 að verða þátttakandi í þessari framþróun og var hafist handa í vélflökunarsal fyrirtækisins sem var nánast endurbyggður og keypt sjálfvirkt tölvustýrt að- og fráviktunarkerfi og á árinu 1984 samþykkti stjórnin að verða þátttakani í sameigninlegu upplýsingakerfi fyrir frystihúsin í Eyjum ásamt með Fiskiðjunni og Ísfélaginu.
Með þessu var stigið fyrsta skrefið hér í tæknivæðingu hússins til hagræðingar fyrir stjórnendur og starfsfólk.
Auk fiskvinnslunar rekur Vinnslustöðin rafmagnsverkstæði, trésmíðaverkstæði og vélsmíða- og viðgerðarverkstæði sem sjá um allar nýsmíðar og viðhald hjá fyrirtækinu.
Í fundargerðarbókum fyrirtækisins má sjá að stundum hafa skipst á skin og skúrir og í upphafi hafi oft verið mörg ljón á veginum, sérstaklega hvað varðar leyfi vegna byggingar og byggingarefnis (timbur, járn, sement). Fyrirtækið hefur í gegnum árin vaxið og dafnað til þess sem það er í dag, en það er stærsta og afkastamesta fiskvinnslufyrirtækið hér í Eyjum, og hefur á mörgum undanförnum árum tekið á mót 12-17 þúsund lestum af fiski til vinnslu og framleitt freðfisk, saltfisk, saltsíld og skreið til útflutnings. Á undanförnum árum hefur Vinnslustöðin verið annað og þriðja framleiðslumesta frystihús innan S.H. og í röð mestu saltfiskframleiðenda. Fyrirtækið hefur ávallt haft á að skipa duglegu og dugmiklu starfsfólki og margt starfsfólk hefur unnið þar í áratugi. Tveir af núverandi starfsmönnum hafa starfað frá stofnun fyrirtækisins, þeir Sigurður Auðunsson yfirvélstjóri og Stefán Guðmundsson en hann var um árabil flokksstjóri í frystitækjasal.
Sigurbjörg Guðnadóttir skrifstofustjóri og gjaldkeri fyrirtækisins hefur starfað á skrifstofu fyrirtækisins frá árinu 1952 og Guðmundur Ásbjörnsson verkstjóri og Jóhann Vilmundarson frá sama tíma.
Af núverandi verkstjórum má nefna Viðar Elíasson yfirverkstjóra, Hauk Guðmundsson yfirverkstjóra og matsmann hússins og Sigurð Sigurbergsson yfirmann vélaverkstæðis.
Formenn stjórnar frá stofnun hafa verið Jóhann Sigfússon 1946-1959, Sighvatur Bjarnason 1959-1975, Guðlaugur Stefánsson 1975-1976 og Sigurður Óskarsson 1976 og síðar. Núverandi stjórn skipa Sigurður Óskarsson formaður, Haraldur Hannesson varaformaður, Bjarni Sighvatsson, Ingólfur Matthíasson og Haraldur Gíslason meðstjórnendur, og varmenn Leifur Ársælsson og Matthías Óskarsson. Framkvæmdastjóri er Stefán Runólfsson. Haraldur Hannesson hefur setið í stjórn fyrirtækisins frá árinu 1952, þar af varaformaður frá árinu 1959.
Þegar litið er yfir störf stjórna frá upphafi, hafa stjórnarmenn ásamt starfsfólki sínu, unnið félaginu, útvegsmönnum, verkafólki svo og bæjarfélaginu, ómetanlega til eflingar félaginu og atvinnu- og athafnalífi í Vestmannaeyjum. Að endingu vil ég færa félaginu hamingjuóskir á þessum tímamótum, með ósk um að það megi eflast og dafna, eigendum, starfsfólki og viðskiptavinum til heilla.