Steinunn Ósk Óskarsdóttir
Steinunn Ósk Óskarsdóttir frá Franska spítalanum, húsfreyja, matreiðslumaður, sjókona fæddist þar 25. júlí 1950.
Foreldrar hennar voru Óskar Jósúason trésmíðameistari, f. 22. október 1915, d. 10. ágúst 1987 og kona hans Jósebína Grímsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1921, d. 28. desember 1993.
Börn Jósebínu og Óskars:
1. Elías Fannar Óskarsson sjómaður, f. 21. júní 1939, d. 28. mars 1998. Kona hans Helga Sigtryggsdóttir.
2. Hallgrímur Óskarsson húsa- og húsgagnasmíðameistari, f. 7. júlí 1943 í Árdal. Kona hans Sólrún Sædís Sigurbjörnsdóttir.
3. Þórunn Ester Óskarsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1941 í Árdal, d. 29. október 2008. Maður hennar Brynjar Karl Stefánsson.
4. Páll Róbert Óskarsson húsgagnasmiður, f. 10. júní 1946 í Franska spítalanum, d. 13. október 2020. Kona hans Þuríður M. Georgsdóttir, látin.
5. Steinunn Ósk Óskarsdóttir matreiðslumaður, sjókona, f. 25. júlí 1950 í Franska spítalanum. Fyrrum maður hennar Gunnar Snorri Snorrason. Sambúðarmaður Hinrik Matthíasson.
6. Jósúa Steinar Óskarsson plötusmiður, f. 4. október 1952 í Franska spítalanum. Fyrri kona hans Kristín Eggertsdóttir, látin. Kona hans Lára Ósk Garðarsdóttir.
Þau Gunnar Snorri giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Hinrik hófu sambúð, eiga ekki börn saman.
I. Fyrrum maður Steinunnar Óskar er Gunnar Snorri Snorrason frá Selfossi, f. 29. ágúst 1950.
Börn þeirra:
1. Snorri Gunnarsson, f. 4. júní 1971. Kona hans Ísól Björk Karlsdóttir.
2. Eva Gunnarsdóttir, f. 2. ágúst 1975. Fyrrum maður hennar Guðjón Jónsson, f. 23. sept. 1970.
II. Sambúðarmaður Steinunnar Óskar er Hinrik Matthíasson, tryggingastarfsmaður, f. 20. nóvember 1946. Foreldrar hans Matthías Bjarnason, f. 15. ágúst 1921, d. 28. febrúar 2014, og Kristín Ingimundardóttir, f. 4. maí 1924, d. 11. júní 2003.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.