Sigríður G. Magnúsdóttir (Skansinum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. apríl 2021 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. apríl 2021 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir.
Sigríður G. Magnúsdóttir og Yngvi Markússon.

Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir frá Skansinum húsfreyja fæddist 4. maí 1921 í Langa-Hvammi og lést 30. ágúst 2013 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar henar voru Magnús Þórðarson kaupmaður, verkamaður f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955, og kona hans Gíslína Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. nóvember 1889 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 22. mars 1984.

Börn Magnúsar og Gíslínu:
1. Halldóra Guðleif Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1917 í Langa-Hvammi, d. 28. desember 2004.
2. Drengur, f. 15. janúar 1919 í Langa-Hvammi, lést nokkurra daga gamall.
3. Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1921 í Langa-Hvammi, d. 30. ágúst 2013.
4. Ívar Magnússon verkstjóri, f. 3. október 1923 í Langa-Hvammi, d. 13. nóvember 2005.
5. Guðjón Gísli Magnússon sjómaður, f. 20. október 1924 í Litlakoti, d. 27. febrúar 2000.
6. Óskar Magnússon sjómaður, f. 15 ágúst 1927 á Miðhúsum, d. 7. janúar 1950.
7. Guðrún Lilja Magnúsdóttir ljósmóðir, f. 27. september 1928 á Miðhúsum, d. 11. ágúst 2012.
8. Magnús Magnússon bóndi, verkamaður, f. 10. febrúar 1930 á Miðhúsum, d. 3. janúar 2009.
9. Klara Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1931 á Miðhúsum, d. 6. desember 1987.
10. Þórður Magnússon bifreiðastjóri, verktaki, f. 11. apríl 1933 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 6. mars 2021.
11. Guðmundur Magnússon blikksmiður, f. 19. september 1934 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 4. janúar 2014.

Börn Magnúsar og Margrétar Bjarnadóttur sambýliskonu hans:
12. Þórarinn Sigurður Thorlacius sjómaður, f. 27. nóvember 1906 í Langa-Hvammi, drukknaði 29. janúar 1940.
13. Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon sjómaður, f. 11. júlí 1910 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 1995.
14. Anna Sigrid Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.

Börn Magnúsar og Magneu Gísladóttur.
15. Hafsteinn Magnússon kyndari, f. 17. júní 1913, d. 30. desember 2002.
16. Axel Hálfdán Magnússon sjómaður, símsmiður, f. 28. maí 1914 í Langa-Hvammi, d. 8. janúar 2000.
17. Þorbjörn Ólafur Maríus Magnússon sjómaður, f. 19. september 1916 í Langa-Hvammi, d. í apríl 1943.

Börn Þórðar Ívarssonar í Eyjum:
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
3. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
4. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.
Barn Þórðar Ívarssonar og fyrri konu hans Sigríðar Nikulásdóttur, f. 8. mars 1838, d. 24. maí 1864 var
5. Ívar Þórðarson á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, síðar í Eyjum, f. 3. september 1863, d. 10. apríl 1924.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við netagerð og fleira. Þá var hún kaupakona eitt sumar í Selkoti u. Eyjafjöllum.
Hún var til aðstoðar í Hávarðarkoti í Þykkvabæ hjá systur sinni 1937.
Þau Yngvi giftu sig 1943, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Dísukoti í Ásahreppi í eitt ár, í Bóluhjáleigu þar 1942-1947, í Hábæ í Vestmannaeyjum 1947-1949 og Oddsparti í Ásahreppi 1949-1991.
Yngvi lést 1991. Sigríður bjó í Hraunbæ 103 í Reykjavík, en dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún lést 2013.

I. Maður Sigríðar, (31. desember 1943), var Yngvi Markússon bóndi, f. 23. apríl 1917 í Hákoti í Ásahreppi, d. 5. júní 1991.
Börn þeirra:
1. Eygló Yngvadóttir húsfreyja í Önnuparti í Ásahreppi, f. 30. mars 1941. Maður hennar Hörður Júlíusson.
2. Sveinn Yngvason bóndi í Oddsparti í Ásahreppi, f. 17. ágúst 1942. Fyrrum kona hans Judith Elisabeth Christiansen. Fyrrum kona hans Elísabet Halldórsdóttir.
3. Magnús Yngvason sölustjóri í Reykjavík, f. 27. janúar 1946. Kona hans Katrín Eiríksdóttir.
4. Katrín Yngvadóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 29. október 1951. Maður hennar Markús Þór Atlason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. september 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.