Þórey Inga Jónsdóttir (Búrfelli)
Þórey Inga Jónsdóttir frá Búrfelli, húsfreyja, verkakona fæddist þar 13. júní 1931 og lést 5. mars 2012 á Heilbrigðisstofnuninni.
Foreldrar hennar voru Jón Benónýsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. maí 1896, d. 20. október 1971, og kona hans Kristín Karítas Valdadóttir frá Sandfelli, húsfreyja, f. 21. febrúar 1898, d. 20. september 1938.
Stjúpmóðir Guðbjargar var Ólöf Unadóttir húsfreyja á Búrfelli, f. 7. apríl 1901, d. 4. janúar 1980.
Börn Kristínar og Jóns:
1. Halldóra Þuríður Jónsdóttir, f. 16. mars 1921 á Sólbakka, d. 27. júlí 1926.
2. Halldór Jón Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, síðar starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, f. 6. júní 1926 í Stakkholti, d. 26. september 1999.
3. Guðbjörg Benónýja Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1928 í Stakkholti, d. 8. febrúar 1997.
4. Þórey Inga Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 13. júní 1931 á Búrfelli, d. 5. mars 2020.
Þórey var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hennar lést, er Þórey var á áttunda árinu. Hún bjó hjá föður sínum og Ólöfu stjúpu sinni.
Þórey fór ung kona til Reykjavíkur og vann í netagerð, en síðar var hún símastúlka á Sjúkrahúsinu.
Þau Ástþór Jón giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Keflavík, en skildu 1961.
Eftir skilnað fluttist Þórey Inga með börnin til Eyja og bjó á Búrfelli í 5-6 ár. Þá keypti hún húsið við Hólagötu 6 og bjó þar með börnum sínum Sólrúnu og Jóni, flutti síðar í Blokkina við Hásteinsveg og bjó þar 1986.
Hún fluttist til Reykjavíkur, bjó með Hirti í Neðastaleiti 8. Þau giftu sig 1991, en hann lést 1992.
Þórey Inga flutti til Eyja, bjó síðast Hásteinsblokkinni.
Hún lést 2020.
Þórey Inga var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (25. desember 1953), var Ástþór Jón Valgeirsson starfsmaður Essó á Keflavíkurflugvelli, f. 4. maí 1931 í Vogum, d. 12. mars 2009. Foreldrar hans voru Jón Valgeir Jónsson vélstjóri í Keflavík, f. 30. ágúst 1909 í Reykjavík, d. 21. mars 1964, og kona hans Sólrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1911 á Kjarnholtum í Biskupstungum, d. 29. september 1962.
Börn þeirra:
1. Sólrún Ástþórsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1953 í Keflavík, síðast í Jöklaseli 11 í Reykjavík, d. 19. janúar 1915. Sambúðarmaður hennar, skildu, Gísli Sveinbjörnsson. Maður hennar Jón Sigurðsson.
2. Jón Ben Ástþórsson trésmiður í Eyjum, f. 9. október 1958 í Keflavík. Barnsmóðir hans Ólína Herdís Sigurðardóttir. Kona hans Anna Kristín Hjálmarsdóttir.
II. Síðari maður Þóreyjar Ingu, (24. nóvember 1991), var Hjörtur Eyjólfsson bifreiðastjóri, bílamálari í Reykjavík, f. 18. október 1931 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, síðast að Neðstaleiti 8 í Reykjavík, d. 16. febrúar 1992. Foreldrar hans voru Eyjólfur Bárðarson bóndi, f. 7. ágúst 1885 í Norður-Móeiðarhvolshjáleigu, d. 5. febrúar 1945 í Reykjavík, og kona hans Valgerður Bogadóttir húsfreyja frá Varmadal, f. 18. mars 1900, d. 28. október 1993.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 21. mars 2010. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
21. mars 2020. Minning.