Jón Ben Ástþórsson
Jón Ben Ástþórsson, húsasmiður í Eyjum fæddist 9. október 1958 í Keflavík.
Foreldrar hans Ástþór Jón Valgeirsson starfsmaður Essó á Keflavíkurvelli, f. 4. maí 1931 í Vogum, Gull., d. 12. mars 2009, og fyrri kona hans Þórey Inga Jónsdóttir, húsfreyja, verkakona, símastúlka, f. 13. júní 1931, d. 5. mars 2012.
Börn Þóreyjar og Ástþórs:
1. Sólrún Ástþórsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1953 í Keflavík, síðast í Jöklaseli 11 í Reykjavík, d. 19. janúar 2015. Sambúðarmaður hennar, skildu, Gísli Sveinbjörnsson. Maður hennar Jón Sigurðsson.
2. Jón Ben Ástþórsson trésmiður í Eyjum, f. 9. október 1958 í Keflavík. Barnsmóðir hans Ólína Herdís Sigurðardóttir. Kona hans Anna Kristín Hjálmarsdóttir.
Jón Ben eignaðist barn með Ólínu Herdísi 1978.
Þau Anna Kristín giftu sig 1981, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 49 1986.
I. Barnsmóðir Jóns Ben er Ólína Herdís Sigurðardóttir, f. 9. nóvember 1955 í Sandgerði.
Barn þeirra:
1. Margrét Sigurveig Jónsdóttir, f. 10. maí 1978 í Rvk.
II. Kona Jóns Ben, (21. febrúar 1981), er Anna Kristín Hjálmarsdóttir, húsfreyja, f. 10. október 1960 í Eyjum.
Börn þeirra:
2. Agnes Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1978.
3. Hjálmar Jónsson, f. 26. október 1980.
4. Kristjana Jónsdóttir, f. 10. desember 1986.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.