Árni Kristmundsson (Hamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. janúar 2023 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. janúar 2023 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Árni Kristmundsson.

Árni Kristmundsson frá Hamri við Skólaveg 33, bókbindari, kaupmaður fæddist þar 18. nóvember 1929 og lést 21. janúar 2007 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Kristmundur Jónsson frá Nesi á Seltjarnarnesi, f. 8. ágúst 1895, d. 9. janúar 1960, og kona hans Jónína Jóhannsdóttir frá Vorsabæ í Landeyjum, húsfreyja, 30. október 1888, d. 6. september 1976.

Börn Jónínu og Kristmundar voru:
1. Guðmundur Árni Kristmundsson sjómaður, verkamaður, f. 3. október 1915 á Reynifelli, d. 14. janúar 1995.
2. Jóna Gróa Kristmundsdóttir húsfreyja, símavörður í Reykjavík, f. 10. janúar 1917 á Reynifelli, d. 15. september 2002.
3. Kristín Kristmundsdóttir húsfreyja á Akranesi og í Reykjavík, f. 21. júní 1918 í Garðsauka, d. 20. janúar 1996.
4. Jóhann Sigurður Kristmundsson múrari í Reykjavík, f. 11. júlí 1921 í Garðsauka, d. 3. mars 2010.
5. Árni Kristmundsson bókbindari, kaupmaður, f. 18. nóvember 1929 á Hamri, d. 21. janúar 2007.
Fósturbarn Kristmundar, barn Jónínu var
6. Guðný Aalen Jóhannesdóttir vinnukona í Eyjum, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 3. janúar 1909 á Sveinsstöðum, d. 8. október 1960. Barn Jónínu:
7. Margrét Theodóra Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. nóvember 1911, d. 28. apríl 1991.

Árni var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1935.
Hann lærði bókband og stofnaði bókbandsvinnustofu, sem hann rak til 2001. Frá 2001 til 2006 rak hann matvöruverslun ásamt Juanitu konu sinni.
Þau Jóna giftu sig 1951, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Sigrún giftu sig 1968, eignuðust eitt barn og Sigrún átti barn áður. Þau skildu.
Þau Juanita giftu sig, eignuðust tvö börn.
Árni lést 2007.

I. Kona Árna, (1951, skildu), var Jóna Lárusdóttir úr Eyrarsveit, Snæf., húsfreyja, f. 16. apríl 1930, d. 24. janúar 1981. Foreldrar hennar voru Lárus Guðbjartur Guðmundsson bóndi, f. 22. janúar 1893, d. 21. september 1952, og kona hans Sigurlaug Skarphéðinsdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1904, d. 11. janúar 1942.
Börn þeirra:
1. Lárus Sigurberg Árnason vélstjóri, f. 22. ágúst 1951, d. 13. apríl 2011. Fyrrum kona hans var Rósa Bachmann Jónsdóttir. Kona hans Valborg Níelsdóttir.
2. Kristmundur Árnason, f. 11. september 1952. Kona hans Ragnhildur Jónsdóttir.

II. Kona Árna, (1968, skildu), var Sigrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 13. desember 1921, d. 27. júní 1998. Foreldrar hennar voru Bjarni Ásgrímur Eyjólfsson frá Hólmi í Meðallandi, bóndi á Efri-Steinsmýri þar, f. 25. júní 1892, d. 26. janúar 1957, og kona hans Katrín Davíðsdóttir frá Fagurhlíð í Landbroti, V.-Skaft., f. 14. febrúar 1896, d. 3. júlí 1985.
Börn þeirra:
3. Úlfar Árnason, f. 4. maí 1960. Kona hans Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir.
Sonur Sigrúnar:
4. Þór Jóhannsson, f. 20. ágúst 1950.

III. Kona Árna, (23. september 1992), er Juanita Balani Kristmundsson (Juanita Brynja Ligan Kristmundsson), f. 9. júlí 1958. Foreldrar hennar voru Buenaventura Ligan, f. 14. júlí 1909, d. 2. september 1982, og Valeriana Balani, f. 28. apríl 1916, d. 23. ágúst 1987.
Börn þeirra:
5. Ragnhildur Carmel J. Árnadóttir, f. 12. júlí 1994.
6. Valborg Carmel J. Árnadóttir, f. 12. júlí 1994.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 30. janúar 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.