Friðrik Steinsson (Ingólfshvoli)
Friðrik Steinsson frá Ingólfshvoli, bakari fæddist 11. nóvember 1907 á Akureyri og lést 25. júlí 1975.
Foreldrar hans voru Steinn Sigurðsson klæðskeri á Ingólfshvoli, síðar í Reykjavík, f. 6. apríl 1873 í Vestra-Fróðholti í Rang., d. 9. nóvember 1947, og kona hans Kristín Hólmfríður Friðriksdóttir húsfreyja, kennari, f. 4. febrúar 1878 í Breiðagerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, d. 4. júní 1968.
Börn Kristínar Hólmfríðar og Steins :
1. Anna Guðrún Steinsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1905 í Reykjavík, d. 3. desember 1933.
2. Margrét Steinsdóttir , f. 31. júlí 1906 á Akureyri, d. 27. september 1920.
3. Friðrik Steinsson bakari, f. 11. nóvember 1907 á Akureyri, d. 25. júlí 1975.
4. Ásmundur Benedikt Steinsson rennismiður, f. 17. desember 1909 á Skjaldbreið, d. 4. júlí 1981.
5. Anna Sigríður Steinsdóttir, f. 4. janúar 1911 á Skjaldbreið, d. 28. maí 1970.
6. Jóhannes Steinsson, f. 2. maí 1913 á Ingólfshvoli, d. 11. júní 1913.
7. Jóhannes Kristinn Steinsson lagermaður, bóndi á Stóru-Heiði í Mýrdal, skrifstofumaður, rithöfundur, f. 19. desember 1914 á Ingólfshvoli, d. 24. desember 1989.
8. Sigurður Steinsson járnsmiður, myndhöggvari, f. 23. janúar 1916, d. 21. mars 2002.
9. Auður Steinunn Kristín Steinsdóttir, f. 11. mars 1917 á Ingólfshvoli, d. 15. febrúar 1984.
10. Ingólfur Páll Steinsson framkvæmdastjóri, f. 1. júní 1924 á Ingólfshvoli.
11. Barn, sem dó í fæðingu.
Friðrik var með foreldrum sínum í æsku, á Akureyri og flutti með móður sinni til Eyja 1909, bjó með foreldrum sínum á Skjaldbreið og Ingólfshvoli.
Hann nam bakaraiðn og vann við hana.
Þau Soffía giftu sig 1930, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Friðrik lést 1975 og Soffía 1996.
I. Kona Friðriks, (1930), var Soffía Símonardóttir húsfreyja í Reykjavík og á Selfossi, f. 7. apríl 1907 á Selfossi, d. 9. júlí 1996. Foreldrar hennar voru Símon Jónsson bóndi, trésmiður, brúarvörður, f. 7. maí 1864 á Selfossi, d. 24. september 1937, og kona hans Sigríður Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1876 í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, d. 15. maí 1965 á Selfossi.
Börn þeirra:
1. Friðrik Friðriksson verslunarmaður í Reykjavík, f. 19. september 1930 í Reykjavík. Fyrrum kona hans Sigríður Sumarliðadóttir.
2. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja á Blöndubakka í Tunguhreppi, N.- Múl., f. 6. desember 1945 í Reykjavík, d. 30. nóvember 1992. Fyrrum sambúðarmaður Kjartan Skaftason. Maður hennar Árni Jóhannsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 1992. Minning Soffíu.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.