Auður Steinunn Kristín Steinsdóttir
Auður Steinunn Kristín Steinsdóttir, húsfreyja, hárgreiðslumeistari fæddist 11. mars 1917 á Ingólfshvoli við Landagötu 3A og lést 15. febrúar 1984.
Foreldrar hennar voru Steinn Sigurðsson klæðskeri á Ingólfshvoli, síðar í Reykjavík, f. 6. apríl 1873 í Vestra-Fróðholti í Rang., d. 9. nóvember 1947, og kona hans Kristín Hólmfríður Friðriksdóttir húsfreyja, kennari, f. 4. febrúar 1878 í Breiðagerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, d. 4. júní 1968, en hún var systir sr. Friðriks Friðrikssonar.
Börn Kristínar Hólmfríðar og Steins :
1. Anna Guðrún Steinsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1905 í Reykjavík, d. 3. desember 1933.
2. Margrét Steinsdóttir , f. 31. júlí 1906 á Akureyri, d. 27. september 1920.
3. Friðrik Steinsson bakari, f. 11. nóvember 1907 á Akureyri, d. 25. júlí 1975.
4. Ásmundur Benedikt Steinsson rennismiður, f. 17. desember 1909 á Skjaldbreið, d. 4. júlí 1981.
5. Anna Sigríður Steinsdóttir, f. 4. janúar 1911 á Skjaldbreið, d. 28. maí 1970.
6. Jóhannes Steinsson, f. 2. maí 1913 á Ingólfshvoli, d. 11. júní 1913.
7. Jóhannes Kristinn Steinsson lagermaður, bóndi á Stóru-Heiði í Mýrdal, skrifstofumaður, rithöfundur, f. 19. desember 1914 á Ingólfshvoli, d. 24. desember 1989.
8. Sigurður Steinsson járnsmiður, myndhöggvari, f. 23. janúar 1916, d. 21. mars 2002.
9. Auður Steinunn Kristín Steinsdóttir, f. 11. mars 1917 á Ingólfshvoli, d. 15. febrúar 1984.
10. Ingólfur Páll Steinsson framkvæmdastjóri, f. 1. júní 1924 á Ingólfshvoli.
11. Barn, sem dó í fæðingu.
Þau Þorsteinn Gísli giftu sig, eignuðust fimm börn.
I. Maður Auðar, (2. júlí 1948), var Þorsteinn Gísli Bernharðsson, framkvæmdastjóri í Rvk, f. 1. febrúar 1915, d. 20. september 2007. Foreldrar hans Halldór Bernharður Halldórsson, bóndi, f. 9. ágúst 1879, d. 15. desember 1937, og Kristín Tómasdóttir, húsfreyja, f. 14. september 1884, d. 13. júní 1969.
Börn þeirra:
1. Halla Kristín Þorsteinsdóttir, ljósmóðir, f. 30. nóvember 1954.
2. Þórey Vilborg Þorsteinsdóttir, lyfjafræðingur, f. 30. september 1977.
3. Þorsteinn Ari Þorsteinsson, f. 7. mars 1981.
4. Hjördís Erna Þorsteinsdóttir, f. 27. ágúst 1985.
5. Valdís Helga Þorsteinsdóttir, f. 8. apríl 1988.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.