Ingólfur Steinsson (Ingólfshvoli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingólfur Steinsson.

Ingólfur Páll Steinsson prentari, auglýsingastjóri, forstöðumaður, framkvæmdastjóri fæddist 1. júní 1924 á Ingólfshvoli og lést 25. ágúst 2021.
Foreldrar hans voru Steinn Sigurðsson klæðskeri á Ingólfshvoli, síðar í Reykjavík, f. 6. apríl 1873 í Vestra-Fróðholti í Rang., d. 9. nóvember 1947, og kona hans Kristín Hólmfríður Friðriksdóttir húsfreyja, kennari, f. 4. febrúar 1878 í Breiðagerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, d. 4. júní 1968, en hún var systir sr. Friðriks Friðrikssonar.

Börn Kristínar Hólmfríðar og Steins :
1. Anna Guðrún Steinsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1905 í Reykjavík, d. 3. desember 1933.
2. Margrét Steinsdóttir , f. 31. júlí 1906 á Akureyri, d. 27. september 1920.
3. Friðrik Steinsson bakari, f. 11. nóvember 1907 á Akureyri, d. 25. júlí 1975.
4. Ásmundur Benedikt Steinsson rennismiður, f. 17. desember 1909 á Skjaldbreið, d. 4. júlí 1981.
5. Anna Sigríður Steinsdóttir, f. 4. janúar 1911 á Skjaldbreið, d. 28. maí 1970.
6. Jóhannes Steinsson, f. 2. maí 1913 á Ingólfshvoli, d. 11. júní 1913.
7. Jóhannes Kristinn Steinsson lagermaður, bóndi á Stóru-Heiði í Mýrdal, skrifstofumaður, rithöfundur, f. 19. desember 1914 á Ingólfshvoli, d. 24. desember 1989.
8. Sigurður Steinsson járnsmiður, myndhöggvari, f. 23. janúar 1916, d. 21. mars 2002.
9. Auður Steinunn Kristín Steinsdóttir, f. 11. mars 1917 á Ingólfshvoli, d. 15. febrúar 1984.
10. Ingólfur Páll Steinsson framkvæmdastjóri, f. 1. júní 1924 á Ingólfshvoli.
11. Barn, sem dó í fæðingu.

Ingólfur átti heimili á Ingólfshvoli til ársins 1929, er fjölskyldan flutti til Reykjavíkur.
Hann hóf nám í Félagsprentsmiðjunni 1940, var jafnframt í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk sveinsprófi í prentsetningu 1944, hlaut meistararéttindi 1953.
Hann vann síðan í Félagsprentsmiðjunni, uns hann hélt til Bandaríkjanna til framhaldsnáms 1947, vann síðan í Félagsprentsmiðjunni, Letri og Eddu.
Ingólfur hélt aftur til Bandaríkjanna 1961 og vann þar til ársins 1974. Þar starfaði hann við Washington Post bæði sem verkstjóri og kennari við upplímingu á auglýsingum.
Hann starfaði síðan við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem yfirmaður við tölvusetningu.
Ingólfur fluttist heim 1974, varð framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins um hríð. Þá tók hann við starfi auglýsingastjóra Dagblaðsins (DB) og síðan DV til 1996.
Á listasviði lærði hann og vann að grafískri hönnun og skóp meðal annars grafíska verkið af gamla bæjarhluta Eyjanna, sem fór undir hraun. Hann gaf það verk til Eyja og prýðir það nú framstafn Safnahússins.
Ingólfur var í stjórn Í.R., Íþróttaráðs Reykjavíkur og Frjálsíþróttasambands Íslands. Hann var einn af fararstjórunum til Brussel 1950.

I. Kona Ingólfs, (19. september 1953, skildu), var Sólveig húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 25. febrúar 1929, Pálmadóttir frá Nautabúi skrifstofustjóra hjá Kveldúlfi, f. 10. október 1902, Jónssonar. Móðir Sólveigar var Tómasína Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 17. maí 1899, d. 10. apríl 1953.
Börn þeirra:
1. Kristín Ingólfsdóttir húsfreyja, prófessor í lyfjafræði, fyrrv. háskólarektor, nú gestaprófessor við MIT í Boston, f. 14. febrúar 1954. Maður hennar er Einar Sigurðsson.
2. Pálmi Ingólfsson fyrrverandi deildarstjóri Upplýsingatækni- og samskiptadeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, búsettur í Prag, f. 28. október 1958.

II. Síðari kona Ingólfs, (22. maí 1985), er Erna Fríða Berg Björnsdóttir húsfreyja, fyrrverandi skrifstofustjóri á Sólvangi í Hafnarfirði, f. 2. september 1938. Foreldrar hennar voru Sigurrós Sveinsdóttir húsfreyja, formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði, f. 13. september 1897, d. 13. maí 1991, og Björn Jóhannesson hafnargjaldkeri í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar þar, f. 28. mars 1895, d. 22. nóvember 1964.

III. Barnsmóðir Ingólfs var Jóhanna Magnúsdóttir skrifstofumaður, f. 20. júlí 1927, d. 7. febrúar 2013.
Barn þeirra:
3. Þórunn Jónína Ingólfsdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 27. ágúst 1947. Maður hennar Stefán Bergsson.

Börn Ernu Fríðu Berg:
4. Sigurrós Sverrisdóttir húsfreyja í Eyjum, fyrirtækjafulltrúi hjá Íslandsbanka, f. 15. nóvember 1957. Maður hennar er Sigurjón Ingi Ingólfsson skrifstofu- og innheimtustjóri hjá HS Veitum.
5. Lillý Halldóra Sverrisdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, iðjuþjálfi við Grensásdeild Landspítalans í Reykjavík.
6. Björn Bragi Sverrisson starfsmaður ÍSALS, býr í Hafnarfirði.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bókagerðarmenn frá upphafi prentlistar á Íslandi. Svanur Jóhannesson, Ari Gíslason, Sverrie Marinósson. Bókbindarafélag Íslands, Hið íslenska prentarafélag, Grafíska sveinafélagið; 1976.
  • Ingólfur Steinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kristín Ingólfsdóttir.
  • Morgunblaðið 1. júní 2019.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.