Jóhannes Kristinn Steinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhannes Kristinn Steinsson frá Ingólfshvoli við Landagötu 3A, lagermaður, bóndi, skrifstofumaður, rithöfundur fæddist þar 19. desember 1914 og lést 24. desember 1989.
Foreldrar hans voru Steinn Sigurðsson klæðskeri, f. 6. apríl 1873, d. 9. nóvember 1947, og kona hans Kristín Hólmfríður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1878, d. 4. júní 1968.

Börn Kristínar Hólmfríðar og Steins :
1. Anna Guðrún Steinsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1905 í Reykjavík, d. 3. desember 1933.
2. Margrét Steinsdóttir , f. 31. júlí 1906 á Akureyri, d. 27. september 1920.
3. Friðrik Steinsson bakari, f. 11. nóvember 1907 á Akureyri, d. 25. júlí 1975.
4. Ásmundur Benedikt Steinsson rennismiður, f. 17. desember 1909 á Skjaldbreið, d. 4. júlí 1981.
5. Anna Sigríður Steinsdóttir, f. 4. janúar 1911 á Skjaldbreið, d. 28. maí 1970.
6. Jóhannes Steinsson, f. 2. maí 1913 á Ingólfshvoli, d. 11. júní 1913.
7. Jóhannes Kristinn Steinsson lagermaður, bóndi á Stóru-Heiði í Mýrdal, skrifstofumaður, rithöfundur, f. 19. desember 1914 á Ingólfshvoli, d. 24. desember 1989.
8. Sigurður Steinsson járnsmiður, myndhöggvari, f. 23. janúar 1916, d. 21. mars 2002.
9. Auður Steinunn Kristín Steinsdóttir, f. 11. mars 1917 á Ingólfshvoli, d. 15. febrúar 1984.
10. Ingólfur Páll Steinsson framkvæmdastjóri, f. 1. júní 1924 á Ingólfshvoli.
11. Barn, sem dó í fæðingu.

Jóhannes var með foreldrum sínum í æsku, á Ingólfshvoli, flutti með þeim til Reykjavíkur 1929.
Hann var lagermaður í vélsmiðjunni Héðni um langt árabil, varð bóndi á Stóru-Heiði í Mýrdal 1960-1967, var skrifstofumaður í Vík 1867-1977. Þaðan fluttu þau í Garð í Gullbringusýslu.
Jóhannes stundaði ritstörf, samdi smásögur og leikrit, má nefna smásöguna Heimspeki messadrengsins, leikritin Nóttin langa, sem er gamanleikrit og Gosa, barnaleikrit eftir sögu Colloid.
Þau Kristín Salvör giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Kaplaskjóli í Reykjavík, á Stóru-Heiði í Mýrdal, í Vík þar, og í Garðinum.
Jóhannes Kristinn lést 1989 og Kristín Salvör 1994.

I. Kona Jóhannesar var Kristín Salvör Ingólfsdóttir (Stella), húsfreyja, f. 20. mars 1920 í Reykjavík, d. 6. mars 1994. Foreldrar hennar voru Ingólfur Einar Sigurjónsson verkamaður, f. 27. júní 1898, d. 23. október 1969, og kona hans Anna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1896, d. 24. ágúst 1968.
Börn þeirra:
1. Steinn Styrmir Jóhannesson, f. 16. júní 1939 í Reykjavík.
2. Anna Guðrún Jóhannesdóttir, bjó í Austurríki og Toronto í Kanada, f. 11. september 1942, d. 20. ágúst 1995.
3. Hildigunnur Jóhannesdóttir, f. 7. júní 1945.
4. Ingibjörg Kristín Jóhannesdóttir, f. 7. ágúst 1954.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 30. desember 1989. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.