Sigurður Steinsson (Ingólfshvoli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Steinsson.

Sigurður Steinsson frá Ingólfshvoli við Landagötu 3A, járnsmiður, verslunarmaður, stórkaupmaður fæddist þar 22. janúar 1916 og lést 21. mars 2002 á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Foreldrar hans voru Steinn Sigurðsson klæðskeri, f. 6. apríl 1873, d. 9. nóvember 1947, og kona hans Kristín Hólmfríður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1878, d. 4. júní 1968.

Börn Kristínar Hólmfríðar og Steins :
1. Anna Guðrún Steinsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1905 í Reykjavík, d. 3. desember 1933.
2. Margrét Steinsdóttir , f. 31. júlí 1906 á Akureyri, d. 27. september 1920.
3. Friðrik Steinsson bakari, f. 11. nóvember 1907 á Akureyri, d. 25. júlí 1975.
4. Ásmundur Benedikt Steinsson rennismiður, f. 17. desember 1909 á Skjaldbreið, d. 4. júlí 1981.
5. Anna Sigríður Steinsdóttir, f. 4. janúar 1911 á Skjaldbreið, d. 28. maí 1970.
6. Jóhannes Steinsson, f. 2. maí 1913 á Ingólfshvoli, d. 11. júní 1913.
7. Jóhannes Kristinn Steinsson lagermaður, bóndi á Stóru-Heiði í Mýrdal, skrifstofumaður, rithöfundur, f. 19. desember 1914 á Ingólfshvoli, d. 24. desember 1989.
8. Sigurður Steinsson járnsmiður, myndhöggvari, f. 23. janúar 1916, d. 21. mars 2002.
9. Auður Steinunn Kristín Steinsdóttir, f. 11. mars 1917 á Ingólfshvoli, d. 15. febrúar 1984.
10. Ingólfur Páll Steinsson framkvæmdastjóri, f. 1. júní 1924 á Ingólfshvoli.
11. Barn, sem dó í fæðingu.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, á Ingólfshvoli, flutti með þeim til Reykjavíkur 1929.
Hann hóf járnsmíðanám í Vélsmiðjunni Héðni 1933, fór í framhaldsnám í Tæknistofnunina í Kaupmannahöfn.
Hann stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík árið 1954.
Sigurður vann við járnsmíðar í Héðni í tíu ár og var síðan verslunarmaður þar um skeið. Þá hóf hann störf hjá Raftækjaverslun Íslands og stundaði þar innflutning og sölu.
Hann stofnaði eigið innflutningsfyrirtæki Sönnak 1980 og rak í tíu ár.
Sigurður stundaði myndlist og tók þátt í samsýningum og hélt einkasýningar á járnmyndverkum og eru nokkur verka hans til sýnis í Reykjavík.
Hann var meðlimur í Frímúrarareglunni og var um skeið formaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, var virkur í íþróttum, bæði frjálsum íþróttum og fimleikum, var um skeið í stjórn ÍR. Hann var í Myndhöggvarafélagi Íslands og Bræðrafélagi Dómkirkjunnar.
Þau Guðný giftu sig 1938, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Ljósvallagötu, þá á Grímsstöðum, byggðu í Nökkvavogi, síðar í Tómasarhaga og Hrauntungu í Kópavogi. Á efri árum fluttu þau í Kjarrhólma í Kópavogi og síðan í Árskóga 6. Þar bjuggu þau síðast saman.
Sigurður dvaldi að síðustu í Skógarbæ og lést 2002. Guðný flutti á Hjúkrunarheimilið Sóltún. Hún lést 2015.

I. Kona Sigurðar, (1938), var Guðný Árnadóttir húsfreyja, f. 9. desember 1918 í Reykjavík, d. 10. febrúar 2015. Foreldrar hennar voru Árni Jónsson frá Krossnesi í Eyrarsveit, sjómaður og bóndi á Grímsstöðum á Grímsstaðaholti, síðar verkamaður, f. 12. júlí 1866, d. 27. september 1950, og kona hans Guðrún Eyvindsdóttir frá Stóru-Drageyri í Skorradal, húsfreyja, f. 18. janúar 1886, d. 21. nóvember 1973.
Börn þeirra:
1. Nanna Sigurðardóttir, f. 8. mars 1940. Maður hennar Adreas Vidar Olsen.
2. Steinn Sigurðsson, f. 16. febrúar 1944. Kona hans Sjöfn Guðmundsdóttir.
3. Guðrún Kristín Sigurðardóttir, f. 14. ágúst 1954. Maður hennar Stefán Jón Hafstein.
4. Árni Sigurðsson, f. 22. nóvember 1957. Kona hans Elín Ásdís Ásgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.