Gísli Valur Einarsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. nóvember 2022 kl. 20:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. nóvember 2022 kl. 20:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Gísli Valur Einarsson. '''Gísli Valur Einarsson''' skipstjóri og útgerðarmaður fæddist 20. janúar 1943 á Brekku við Faxastíg 4.<br> Foreldrar hans Einar Kjartan Trausti Hannesson frá Hvoli, vélstjóri, skipstjóri, f. 27. júní 1913, d. 23. janúar 1999, og kona hans Helga Jóna Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, f. 18. september 1917...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Valur Einarsson.

Gísli Valur Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður fæddist 20. janúar 1943 á Brekku við Faxastíg 4.
Foreldrar hans Einar Kjartan Trausti Hannesson frá Hvoli, vélstjóri, skipstjóri, f. 27. júní 1913, d. 23. janúar 1999, og kona hans Helga Jóna Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, f. 18. september 1917, d. 5. mars 1990.

Börn Helgu Jónu og Einars:
1. Örn Viðar Einarsson bifreiðastjóri, f. 23. desember 1936 á Hvoli.
2. Gísli Valur Einarsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. janúar 1943 á Brekku.
3. Sigríður Mjöll Einarsdóttir verkakona, húsfreyja, bóndi á Breiðabólstað í Vesturhópi, f. 30. maí 1947 á Brekku.
4. Sævar Ver Einarsson vélvirki, húsvörður, f. 13. ágúst 1950 á Brekku.

Gísli var með foreldrum sínum.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum.
Gísli var sjómaður frá 14 ára aldri, háseti, skipstjóri og útgerðarmaður með sinn eigin bát frá 1974, Björgu VE 5, endurnýjuð með Björgu frá Svíþjóð 1988. Eftri tíu ár í útgerð seldi hann hana og keypti fjögur gistiheimili, þar með Gamla-Bíó, rak þau í 10 ár. Gamla-Bíó er nú Hótel Vestmannaeyjar.
Þau Björg giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hofi við Landagötu 25, á Herjólfsgötu 12, við Birkihlíð og nú við Hilmisgötu 4.

I. Kona Gísla, (31. desember 1962), er Björg Guðjónsdóttir frá Norður-Gerði, húsfreyja, f. 8. janúar 1940.
Börn þeirra:
1. Guðjón Þór Gíslason bifvélavirki, f. 3. ágúst 1962. Fyrrum kona hans Guðrún Unnur Guðmundsdóttir.
2. Helga Dís Gísladóttir verslunarmaður, hótelstjóri, þerna, f. 12. janúar 1967. Fyrrum maður hennar Jarl Sigurgeirsson. Maður hennar Rafn Kristjánsson.
3. Gylfi Rafn Gíslason vinnuvélastjóri, f. 24. apríl 1970. Fyrrum sambúðarkona hans Elísabet Sigmarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gísli Valur.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.