Jarl Sigurgeirsson
Jarl Sigurgeirsson, stýrimaður, tónlistarmaður, tónlistarkennari, skólastjóri fæddist 3. nóvember 1967.
Foreldrar hans Sigurgeir Jónsson, vélstjóri, stýrimaður, matsveinn, kennari, æskulýðsfulltrúi, kaupmaður, f. 26. júní 1942, og kona hans Katrín Lovísa Magnúsdóttir, húsfreyja, kennari, kaupmaður, f. 29. mars 1944 að Ketilsstöðum í Hvammssveit, Dal.
Börn Katrínar Lovísu og Sigurgeirs eru:
1. Jarl Sigurgeirsson stýrimaður og tónlistarkennari í Vestmannaeyjum, f. 3. nóv. 1967. Kona hans er Sigurveig Steinarsdóttir matráður.
2. Dís Sigurgeirsdóttir lögfræðingur, bjó um skeið í Brüssel, f. 2. ágúst 1970. Maður hennar er Jónas Jóhannsson lögfræðingur, hérðasdómari.
3. Hersir Sigurgeirsson stærðfræðingur með doktorspróf í stærðfræði, prófessor í Háskóla Íslands, f. 16. janúar 1972. Kona hans er Guðný Guðmundsdóttir matvælafræðingur.
4. Dögg Lára Sigurgeirsdóttir kennari í Reykjavík, f. 15. okt. 1974. Maður hennar Björgvin Ívar Guðbrandsson kennari.
Dóttir Sigurgeirs fyrir hjónaband er
5. Fanney Sigurgeirsdóttir bókasafnsfræðingur í Kópavogi, f. 1. mars 1965. Maður hennar er Þórir Ólafur Skúlason tölvunarfræðingur.
Þau Helga Dís giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Sigurveig giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau búa í Eyjum.
I. Kona Jarls, (6. apríl 1996, skildu), er Helga Dís Gísladóttir, verslunarmaður, hótelstjóri, f. 12. janúar 1967. Foreldrar hennar Gísli Valur Einarsson, skipstjóri, f. 20. janúar 1943, og kona hans Björg Guðjónsdóttir, húsfreyja, hótelstarfsmaður, f. 8. janúar 1940.
Börn þeirra:
1. Ísak Máni Jarlsson, f. 13. desember 1993 í Eyjum.
2. Lúkas Elí Jarlsson, f. 3. apríl 1997 í Eyjum.
II. Kona Jarls er Sigurveig Steinarsdóttir, húsfreyja, matráður, skólaliði, f. 7. maí 1974. Foreldrar hennar Steinar Eiríkur Sigurðsson, f. 26. nóvember 1949, d. 20. júlí 1996, og Sigríður Gunnarsdóttir, f. 24. ágúst 1948.
Barn þeirra:
1. Lovísa Ingibjörg Jarlsdóttir, f. 11. nóvember 2010 í Rvk.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Steinars.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.