Jósebína Grímsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. maí 2021 kl. 17:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. maí 2021 kl. 17:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jósebína Grímsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Jósebína Grímsdóttir.

Jósebína Grímsdóttir húsfreyja fæddist 25. nóvember 1921 í Reykjavík og lést 28. desember 1993 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Grímur Kristrúnus Jósefsson járnsmiður, verkamaður í Kálfakotshúsi við Laugaveg í Reykjavík, f. 16. september 1891, d. 10. febrúar 1961, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1884, d. 17. desember 1947.

Systir Jósebínu var Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð húsfreyja í Garðhúsum, f. 11. febrúar 1926.

Jósebína var með foreldrum sínum.
Þau Óskar giftu sig 1939, eignuðust sex börn. Fyrsta barn þeirra fæddist í Reykjavík. Þau fluttu til Eyja 1940, bjuggu í Sandprýði við Bárustíg 16B 1940, Árdal við Hilmisgötu 5 1941 og 1943, bjuggu, í Franska spítalanum við Kirkjuveg 20 1944 og síðan.
Óskar lést 1987 og Jósebína 1993.

I. Maður Jósebínu, (9. desember 1939), var Óskar Jósúason húsgagna- og húsasmíðameistari, f. 22. október 1915 á Gilsbakka í Miðdölum, Dal., d. 10. ágúst 1987.
Börn þeirra:
1. Elías Fannar Óskarsson sjómaður, verkamaður, f. 21. júní 1939, d. 28. mars 1998. Kona hans Helga Sigtryggsdóttir.
2. Hallgrímur Óskarsson húsa- og húsgagnasmíðameistari, f. 7. júlí 1943 í Árdal. Kona hans Sólrún Sædís Sigurbjörnsdóttir.
3. Þórunn Ester Óskarsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1941 í Árdal, d. 29. október 2008. Maður hennar Brynjar Karl Stefánsson, látinn.
4. Páll Róbert Óskarsson húsgagnasmíðameistari, f. 10. júní 1946 í Franska spítalanum, d. 13. október 2020. Kona hans Þuríður Margrét Georgsdóttir, látin.
5. Steinunn Ósk Óskarsdóttir matreiðslumaður, sjókona, f. 25. júlí 1950 í Franska spítalanum. Fyrrum maður hennar Gunnar Snorri Snorrason.
6. Jósúa Steinar Óskarsson vélvirkjameistari, f. 4. október 1952 í Franska spítalanum. Kona hans Kristín Eggertsdóttir, látin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.