Guðmann Skæringsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. maí 2021 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. maí 2021 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Guðmann Skæringsson. '''Guðmann Skæringsson''' frá Rauðafelli u. Eyjafjllum, smiður fæddist þar 29. nóvember 1925 og lést 1...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmann Skæringsson.

Guðmann Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjllum, smiður fæddist þar 29. nóvember 1925 og lést 13. mars 2006 að Suðurbraut 2A í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Skæringur Sigurðsson bóndi, f. þar 14. mars 1886, d. 27. febrúar 1973, og kona hans Kristín Ámundadóttir frá Bjólu í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. þar 13. apríl 1886, d. 26. september 1932.

Börn Kristínar og Skærings:
1. Sigríður Skæringsdóttir, f. 31. mars 1907, d. 26. janúar 1908.
2. Sigurþór Skæringsson bóndi á Rauðafelli, síðar verkamaður í Þorlákshöfn, f. 6. júlí 1909, d. 1. desember 2001. Kona hans Bergþóra Auðunsdóttir.
3. Aðalbjörg Skæringsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. mars 1911, d. 28. maí 1997. Maður hennar Hermann Guðjónsson.
4. Einar Skæringsson verkamaður í Eyjum, síðar í Reykjavík, f. 16. júní 1912, d. 10. mars 2004. Kona hans Guðríður Konráðsdóttir.
5. Ásta Ragnheiður Skæringsdóttir verkakona, síðar í Reykjavík, f. 3. nóvember 1913, síðast í Reykjavík, d. 4. október 1994. Barnsfaðir hennar Gestur Auðunsson.
6. Baldvin Skæringsson smiður, síðar í Mosfellsbæ, f. 30. ágúst 1915, d. 24. febrúar 2006. Kona hans Þórunn Elíasdóttir.
7. Georg Skæringsson verkamaður, síðar húsvörður, f. 30. ágúst 1915, d. 16. mars 1988. Kona hans Sigurbára Júlía Sigurðardóttir.
8. Jakob Skæringsson verkamaður í Reykjavík, f. 2. febrúar 1917, d. 30. ágúst 1965. Kona hans Rósa Þorsteinsdóttir, látin.
9. Sveinborg Anna Skæringsdóttir saumakona, síðar í Reykjavík, f. 15. júní 1919, d. 21. nóvember 1982.
10. Rútur Skæringsson smiður í Vík í Mýrdal, f. 29. apríl 1921, d. 7. ágúst 1997. Kona hans Guðríður Jónsdóttir.
11. Guðfinna Skæringsdóttir, f. 26. október 1922, d. 18. apríl 1925.
12. Guðmann Skæringsson smiður, síðar starfsmaður ÍSALS, f. 29. nóvember 1925, d. 13. mars 2006. Kona hans Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir.
13. Andvana stúlka, f. 4. ágúst 1927.
14. Kristinn Skæringsson skógfræðingur í Kópavogi, f. 25. apríl 1932. Kona hans Þorbjörg Jóhannesdóttir.

Guðmann var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var á sjöunda árinu.
Hann flutti til Eyja á fimmtánda árinu, bjó hjá Einari bróður sínum í Baldurshaga, síðar á Sólvangi, stundaði ýmis störf, fiskiðnað, skipasmíðar og húsasmíðar.
Eftir flutning til Hafnarfjarðar 1960 vann Guðmann við uppbyggingu Álversins í Straumsvík, síðan við húsasmíðar og við Sigölduvirkjun. Hann var síðar starfsmaður í Straumsvík í 16 ár eða til starfsloka 1995.
Þau Ósk giftu sig 1960, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Landamótum við Vesturveg 3A 1960, keyptu neðri hæðina á Vestari Vesturhúsum um 1962, bjuggu þar uns þau fluttu í Hafnarfjörð 1968, bjuggu á Laufvangi 12.
Guðmann lést 2006. Ósk býr við Sólvangsveg 3 í Hafnarfirði.

I. Kona Guðmanns, (5. júní 1960), er Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, verslunarmaður, f. 23. desember 1940.
Börn þeirra:
1. Jóna Birna Guðmannsdóttir ritari, f. 8. júní 1957. Maður hennar Sveinn Gunnarsson.
2. Inga Kristín Guðmannsdóttir leikskólakennari, f. 29. mars 1960. Maður hennar Kristinn Þór Ásgeirsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.