Jón Gestsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. apríl 2020 kl. 17:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. apríl 2020 kl. 17:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Ólafur Gestsson''' frá Pálshúsi á Stokkseyri, sjómaður, verkamaður fæddist 7. október 1909 og lést 10. ágúst 1943.<br> Foreldrar hans voru Gestur Sigurðsson sjó...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ólafur Gestsson frá Pálshúsi á Stokkseyri, sjómaður, verkamaður fæddist 7. október 1909 og lést 10. ágúst 1943.
Foreldrar hans voru Gestur Sigurðsson sjómaður, f. 1. maí 1877 í Brattholtshjáleigu í Stokkseyrarhreppi, d. 24. maí 1944, og kona hans Guðríður Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1876 á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, d. 2. október 1971.

Bróðir Jóns var
1. Andrés Gestsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 20. júlí 1917, d. 26. júní 2009.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var kominn til Eyja 1931, er þau Indlaug eignuðust barn, sem lést nýfætt. Þau bjuggu þá í Gerði, bjuggu á Lágafelli 1932 og við fæðingu Svans 1933, voru komin að Nýjalandi við Heimagötu 26 1935 og bjuggu þar síðan meðan bæði lifðu.

I. Sambýliskona Jóns Ólafs var Indlaug Gróa Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, verkakona, sjúkrahússstarfsmaður frá Norður-Gerði, f. 23. febrúar 1910, d. 9. nóvember 1990.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 20. maí 1931, d. 22. maí 1931.
2. Svanur Jónsson vélvirki, f. 19. janúar 1933 á Lágafelli við Vestmannabraut 10.
3. Hallbera Valgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1941 í Nýjalandi við Heimagötu 26.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.