Svavar Antoníusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. janúar 2020 kl. 20:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. janúar 2020 kl. 20:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: 250px|thumb|''Svavar Antoníusson. '''Guðjón ''Svavar'' Antoníusson''' frá Byggðarholti, útgerðarmaður, skipstjóri fæddis...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Svavar Antoníusson.

Guðjón Svavar Antoníusson frá Byggðarholti, útgerðarmaður, skipstjóri fæddist þar 27. desember 1908 og lést 19. maí 1979.
Foreldrar hans voru Antoníus Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, útgerðarmaður í Byggðarholti, f. 10. mars 1873, d. 12. nóvember 1938,og kona hans Ólöf Jónsdóttir frá Borgarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. þar 26. janúar 1875, d. 17. janúar 1963.

Börn Ólafar og Antoníusar voru:
1. Sigurður Antoníusson, f. 16. september 1906 í Byggðarholti, d. 1. september 1916.
2. Guðjón Svavar Antoníusson, f. 27. desember 1908 í Byggðarholti, d. 19. maí 1979.
3. Guðbjörg Antoníusdóttir, f. 18. júní 1910 í Byggðarholti, d. 15. september 1928.
4. Selma Antoníusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. september 1912 í Byggðarholti, d. 15. desember 1989.
5. Sigurða Antoníusdóttir, f. 19. nóvember 1917 í Byggðarholti, d. 6. apríl 1918.
Barn Ólafar:
6. Árný Magnea Steinunn Árnadóttir húsfreyja á Eiðum, f. 18. september 1901, d. 2. nóvember 1960.
Fóstursonur Ólafar og Antoníusar var
7. Anton Guðmundsson frá Eiðum, dóttursonur Ólafar.

Svavar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann gerðist beitustrákur við vélbátinn Austra fimmtán ára, varð formaður 1938 með mb. Emmu, síðan með mb. Pipp VE í fimm ár, mb. Þór í þrjú ár og fleiri báta allt til ársins 1959. Hann var við útgerð 1944-1961 með mb. Jötunn VE.
Er hann hætti sjómennsku vann hann við Höfnina og á Lóðsinum um þriggja ára skeið. Að síðustu vann hann við seglasaum hjá Halldóri syni sínum og starfaði við það í Eyjum og að lokum í Hafnarfirði, bjó síðast að Sléttahrauni 25.
Þau Kristín giftu sig 1938, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Byggðarholti til 1956, þá að Heimagötu 1, síðan á Reyni við Bárustíg 5 til Goss. Þá fluttu þau að lokum í Hafnarfjörð.
Svavar lést 1979 og Kristín 1991.

I. Kona Guðjóns Svavars, (22. október 1938), var Kristín Halldórsdóttir frá Tréstöðum í Hörgársveit í Eyjafirði, húsfreyja, f. 20. nóvember 1913, d. 22. febrúar 1991.
Börn þeirra:
1. Ólöf Svavarsdóttir húsfreyja, starfsstúlka í Svíþjóð, f. 10. nóvember 1938 í Byggðarholti.
2. Kristjana Svavars Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 16. mars 1941 í Byggðarholti. Maður hennar var Hjálmar Guðnason.
3. Halldór Svavars Svavarsson seglasaumari, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 9. júlí 1942 í Byggðarholti. Kona hans Vigdís Ásgeirsdóttir.
4. Bragi Svavars Svavarsson, f. 27. september 1944 í Byggðarholti, d. 4. febrúar 1966 af slysförum.
5. Valur Svavars Svavarsson flísalagningamaður, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 27. september 1944 í Byggðarholti. Kona hans Halldóra Valdimarsdóttir.
6. Antoníus Þorvaldur Svavars Svavarsson flugvélstjóri í Þýskalandi, býr nú í Reykjavík, f. 18. mars 1949 í Byggðarholti. Kona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir.
7. Margrét Guðbjög Svavars Svavarsdóttir húsfreyja, fóstra í Danmörku, f. 1. nóvember 1954. Maður hennar Jens Parbo.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.