Anton Guðmundsson (Eiðum)
Anton Guðmundsson frá Eiðum, vélvirki í Reykjavík fæddist 29. júlí 1929 á Eiðum og lést 10. ágúst 2013.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, f. 24. nóvember 1900 á Iðu í Biskupstungum, d. 1. október 1976, og kona hans Árný Magnea Steinunn Árnadóttir frá Byggðarholti, f. 18. september 1901 í Stíghúsi, d. 2. nóvember 1960.
Börn Árnýjar og Guðmundar:
1. Ólöf Stella Guðmundsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. júlí 1923 í Byggðarholti.
2. Sigurður Guðmundsson netagerðarmaður, síðar í Þorlákshöfn, f. 14. janúar 1925 á Eiðum, d. 12. september 2002.
3. Árni Guðmundsson vélstjóri, síðar húsvörður í Kópavogi, f. 25. júní 1926 á Eiðum, d. 12. nóvember 2000.
4. Ólafur Guðmundsson trésmíðameistari, kennari á Húsavík, f. 26. október 1927 á Eiðum, d. 10. ágúst 2007.
5. Anton Guðmundsson vélsmiður í Reykjavík , f. 29. júlí 1929 á Eiðum, d. 10. ágúst 2013.
6. Páll Valdimar Karl Guðmundsson, f. 13. október 1930 á Eiðum, d. 14. apríl 1931.
Anton fór þriggja mánaða í fóstur til Ólafar ömmu sinnar og Antoníusar Baldvinssonar manns hennar að Byggðarholti. Þar var hann til tíu ára aldurs, er hann fluttist að Eiðum og bjó þar síðan.
Hann fluttist til Reykjavíkur 17 ára og lærði vélvirkjun hjá Sigurði Sveinbjörnssyni og vann þar síðan um árabil. Hann vann síðan sjálfstætt um skeið. Að síðustu vann hann fyrir Útvegsbanka Íslands og Reiknistofu bankanna til starfsloka.
Þau Úlfhildur Ólöf giftu sig 1950, bjuggu í Reykjavík og eignuðust
fjögur börn.
Anton lést 2013.
I. Kona Antons, (21. desember 1950), var Úlfhildur Ólöf Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1931.
Foreldrar hennar voru Úlfar Diðriksson bóndi í Langholti í Flóa, f. 25. mars 1904, d. 1934, og kona hans Guðbjörg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1896 á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, d. 8. ágúst 1948.
Börn þeirra:
1. Soffía Antonsdóttir húsfreyja á Lyngum í Meðallandi, f. 14. mars 1950 í Reykjavík. Fyrri maður hennar, skildu, var Trausti Gunnarsson. Síðari maður hennar er Sigursveinn Gunnarsson.
2. Ólöf Árný Antonsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. þar 1. ágúst 1951. Maður hennar er Jóel Hörður Kristjánsson.
3. Selma Antonsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. þar 28. ágúst 1954. Maður hennar er Halldór Helgason.
4. Guðbjörg Antonsdóttir húsfreyja , snyrtifræðingur í Reykjavík. Fyrri maður, skildu, var Guðbjörn Sæmundur Gunnarsson, Síðari maður, skildu, var Þorlákur Ómar Einarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 24. ágúst 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.