Ólöf Svavarsdóttir (Byggðarholti)
Ólöf Svavarsdóttir, húsfreyja, starfsmaður í Svíþjóð fæddist 10. nóvember 1938 í Byggðarholti.
Foreldrar hennar voru Guðjón Svavar Antoníusson frá Byggðarholti, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 27. desember 1908, d. 19. maí 1979, og kona hans Kristín Halldórsdóttir frá Tréstöðum í Hörgársveit í Eyjafirði, húsfreyja, f. 20. nóvember 1913, d. 22. febrúar 1991.
Börn Kristínar og Svavars:
1. Ólöf Svavarsdóttir húsfreyja, starfsstúlka í Svíþjóð, f. 10. nóvember 1938 í Byggðarholti.
2. Kristjana Svavars Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 16. mars 1941 í Byggðarholti. Maður hennar var Hjálmar Guðnason.
3. Halldór Svavars Svavarsson seglasaumari, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 9. júlí 1942 í Byggðarholti. Kona hans Vigdís Ásgeirsdóttir.
4. Bragi Svavars Svavarsson, f. 27. september 1944 í Byggðarholti, d. 4. febrúar 1966 af slysförum.
5. Valur Svavars Svavarsson flísalagningamaður, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 27. september 1944 í Byggðarholti. Kona hans Halldóra Valdimarsdóttir.
6. Antoníus Þorvaldur Svavars Svavarsson flugvélstjóri í Þýskalandi, býr nú í Reykjavík, f. 18. mars 1949 í Byggðarholti. Kona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir.
7. Margrét Guðbjög Svavars Svavarsdóttir húsfreyja, fóstra í Danmörku, f. 1. nóvember 1954. Maður hennar Jens Parbo.
Þau Gunnar Valur giftu sig eignuðust fjögur börn.
I. Maður Ólafar var Gunnar Valur Svavarsson sjómaður, f. 13. ágúst 1932, d. 17. júní 2023. Foreldrar hans Svavar Þórðarson, f. 11. febrúar 1911, d. 10. janúar 1978, og Guðbjörg Gísladóttir, f. 23. apríl 1911, d. 17. júlí 1982.
Börn þeirra:
1. Svava Gunnarsdóttir, býr í Svíþjóð.
2. Dagbjört Guðrún Gunnarsdóttir, býr í Noregi, f. 26. nóvember 1959.
3. Hörður Gunnarsson, f. 8. apríl 1961.
4. Þórir Gunnarsson, f. 31. júlí 1962.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Antoníus.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.