Antoníus Svavarsson
Antoníus Þorvaldur Svavars Svavarsson flugvélstjóri í Þýskalandi og víðar, síðan búsettur í Rvk, fæddist 18. mars 1949.
Foreldrar hans voru Guðjón Svavar Antoníusson frá Byggðarholti, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 27. desember 1908, d. 19. maí 1979, og kona hans Kristín Halldórsdóttir frá Tréstöðum í Hörgársveit í Eyjafirði, húsfreyja, f. 20. nóvember 1913, d. 22. febrúar 1991.
Börn Kristínar og Svavars:
1. Ólöf Svavarsdóttir húsfreyja, starfsstúlka í Svíþjóð, f. 10. nóvember 1938 í Byggðarholti.
2. Kristjana Svavars Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 16. mars 1941 í Byggðarholti. Maður hennar var Hjálmar Guðnason.
3. Halldór Svavars Svavarsson seglasaumari, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 9. júlí 1942 í Byggðarholti. Kona hans Vigdís Ásgeirsdóttir.
4. Bragi Svavars Svavarsson, f. 27. september 1944 í Byggðarholti, d. 4. febrúar 1966 af slysförum.
5. Valur Svavars Svavarsson vélstjóri, veggfóðrari og dúklagningamaður, f. 27. september 1944 í Byggðarholti. Kona hans Halldóra Valdimarsdóttir.
6. Antoníus Þorvaldur Svavars Svavarsson flugvélstjóri í Þýskalandi, býr nú í Reykjavík, f. 18. mars 1949 í Byggðarholti. Kona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir.
7. Margrét Guðbjög Svavars Svavarsdóttir húsfreyja, fóstra í Danmörku, f. 1. nóvember 1954. Maður hennar Jens Parbo.
Þau Hrafnhildur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rvk. Hrafnhildur lést 2002.
Þau Guðlaug hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman.
I. Kona Antoníusar var Hrafnhildur Sigurðardóttir verslunarmaður, kaupmaður í versluninni Hjá Hrafnhildi, f. 25. febrúar 1952, d. 15. júlí 2002. Foreldrar hennar Sigurður Markússon, f. 16. september 1929, d. 22. ágúst 2011, og Ingiríður Árnadóttir, f. 5. mars 1932, d. 7. nóvember 2022.
Börn þeirra:
1. Inga Rós Antoníusdóttir, f. 4. apríl 1978.
2. Ása Björk Antoníusdóttir, f. 28. janúar 1980.
3. Bragi Þór Antoníusson, f. 28. júní 1985.
II. Sambúðarkona Antoníusar er Guðlaug Nielsen, kennari við Verslunarskólann, f. 28. maí 1952. Foreldrar hennar Gunnar Örum Níelsson Nielsen, f. 16. október 1916, d. 2. júní 2001, og Svava Ingadóttir Nielsen, f. 13. maí 1926, d. 16. ágúst 1968.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Antoníus.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.