Svavar Antoníusson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Svavar Antoníusson.

Guðjón Svavar Antoníusson frá Byggðarholti, útgerðarmaður, skipstjóri fæddist þar 27. desember 1908 og lést 19. maí 1979.
Foreldrar hans voru Antoníus Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, útgerðarmaður í Byggðarholti, f. 10. mars 1873, d. 12. nóvember 1938,og kona hans Ólöf Jónsdóttir frá Borgarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. þar 26. janúar 1875, d. 17. janúar 1963.

Börn Ólafar og Antoníusar voru:
1. Sigurður Antoníusson, f. 16. september 1906 í Byggðarholti, d. 1. september 1916.
2. Guðjón Svavar Antoníusson, f. 27. desember 1908 í Byggðarholti, d. 19. maí 1979.
3. Guðbjörg Antoníusdóttir, f. 18. júní 1910 í Byggðarholti, d. 15. september 1928.
4. Selma Antoníusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. september 1912 í Byggðarholti, d. 15. desember 1989.
5. Sigurða Antoníusdóttir, f. 19. nóvember 1917 í Byggðarholti, d. 6. apríl 1918.
Barn Ólafar:
6. Árný Magnea Steinunn Árnadóttir húsfreyja á Eiðum, f. 18. september 1901, d. 2. nóvember 1960.
Fóstursonur Ólafar og Antoníusar var
7. Anton Guðmundsson frá Eiðum, dóttursonur Ólafar.

Svavar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann gerðist beitustrákur við vélbátinn Austra fimmtán ára, varð formaður 1938 með mb. Emmu, síðan með mb. Pipp VE í fimm ár, mb. Þór í þrjú ár og fleiri báta allt til ársins 1959. Hann var við útgerð 1944-1961 með mb. Jötunn VE.
Er hann hætti sjómennsku vann hann við Höfnina og á Lóðsinum um þriggja ára skeið. Að síðustu vann hann við seglasaum hjá Halldóri syni sínum og starfaði við það í Eyjum og að lokum í Hafnarfirði, bjó síðast að Sléttahrauni 25.
Þau Kristín giftu sig 1938, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Byggðarholti til 1956, þá að Heimagötu 1, síðan á Reyni við Bárustíg 5 til Goss. Þá fluttu þau að lokum í Hafnarfjörð.
Svavar lést 1979 og Kristín 1991.

I. Kona Guðjóns Svavars, (22. október 1938), var Kristín Halldórsdóttir frá Tréstöðum í Hörgársveit í Eyjafirði, húsfreyja, f. 20. nóvember 1913, d. 22. febrúar 1991.
Börn þeirra:
1. Ólöf Svavarsdóttir húsfreyja, starfsstúlka í Svíþjóð, f. 10. nóvember 1938 í Byggðarholti.
2. Kristjana Svavars Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 16. mars 1941 í Byggðarholti. Maður hennar var Hjálmar Guðnason.
3. Halldór Svavars Svavarsson seglasaumari, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 9. júlí 1942 í Byggðarholti. Kona hans Vigdís Ásgeirsdóttir.
4. Bragi Svavars Svavarsson, f. 27. september 1944 í Byggðarholti, d. 4. febrúar 1966 af slysförum.
5. Valur Svavars Svavarsson flísalagningamaður, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 27. september 1944 í Byggðarholti. Kona hans Halldóra Valdimarsdóttir.
6. Antoníus Þorvaldur Svavars Svavarsson flugvélstjóri í Þýskalandi, býr nú í Reykjavík, f. 18. mars 1949 í Byggðarholti. Kona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir.
7. Margrét Guðbjög Svavars Svavarsdóttir húsfreyja, fóstra í Danmörku, f. 1. nóvember 1954. Maður hennar Jens Parbo.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.