Gróa Pétursdóttir (Djúpadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. mars 2018 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2018 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gróa Pétursdóttir frá Hólshúsum í Flóa, húsfreyja, verkakona í Djúpadal fæddist 18. febrúar 1868 og lést 27. desember 1938.
Foreldrar hennar voru Pétur Þórðarson bóndi á Hæringsstöðum og Hólshúsum í Flóa, f. 26. desember 1832, d. 7. júlí 1883, og fyrri kona hans Guðlaug Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1836, d. 6. október 1877.

Gróa eignaðist Guðrúnu Lilju með Sigurði Einarssyni 1890, en þá var hún vinnukona á Skúmsstöðum á Eyrarbakka.
Hún eignaðist Kristmund með Jóni Ingimundarsyni á Seltjarnarnesi 1895. Þau Jón fóru að Barðsnesi í Norðfirði 1898 án Kristmundar. Hann var tökubarn á Kiðafelli í Kjós 1901.
Gróa eignaðist Jónu 1897 í Gaulverjabæjarhreppi og Jón á Norðfirði 1898.
Jón Ingimundarson drukknaði á Norðfirði 1898.
Gróa fluttist til Seyðisfjaðar 1899, var ekkja í Sjólyst á Vestdalseyri á Seyðisfirði 1901 með börnin Jónu Jónsdóttur og Jón Jónsson. Þar bjó einnig Árni Þorláksson ekkill, f. 18. júlí 1853 í Kálfatjarnarsókn. Þau bjuggu saman í Hreppshúsi þar 1901 með barni sínu Helgu Sigríði Árnadóttur, f. 29. ágúst 1902, Jóni barni Gróu, f. 24. apríl 1898 og Þorláki syni Árna, f. 1890 og þar með sömu áhöfn 1910.
Gróa var á Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfirði við fæðingu Árna 1911.
Þau Árni fluttust til Eyja 1917 með Árna og Helgu Sigríði, voru leigjendur á Litlu-Grund 1917 og 1918, í Stafholti 1919 og 1920, bjuggu í Djúpadal 1921 og enn 1927.
Árni lést 1929.
Gróa var í Djúpadal með Jóni syni sínum 1930.
Hún lést 1938.

I. Barnsfaðir Gróu var Sigurður Einarsson bóndi í Vetleifsholti í Ásahreppi, Rang., f. 3. desember 1849 í Búð í Þykkvabæ, d. 8. maí 1927.
Barn þeirra var
1. Guðrún Lilja Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1890, d. 17. desember 1959.

II. Maður Gróu, (25. júlí 1898), var Jón Ingimundarson af Suðurnesjum, vinnumaður, síðast á Barðsnesi í Norðfirði, f. 1872, drukknaði í Norðfirði 2. desember 1898.
Börn þeirra hér:
2. Kristmundur Jónsson sjómaður í Garðsauka, f. 8. ágúst 1895, d. 9. janúar 1960.
3. Jóna Jónsdóttir, f. 6. júní 1897, var á lífi 1901.
4. Jón Jónsson, f. 24. apríl 1899 á Norðfirði, d. 14. mars 1975. Hann var í Djúpadal 1930, síðast á Elliheimilinu.

III. Sambýlismaður Gróu var Árni Þorláksson af Vatnsleysuströnd, sjómaður, síðar verkamaður í Eyjum, f. 18. júlí 1853, d. 1. mars 1929.
Börn þeirra hér:
5. Helga Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1902 á Brimbergi á Seyðisfirðri, d. 4. ágúst 1986.
6. Árni Árnason frá Djúpadal, sjómaður, f. 13. febrúar 1911 á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð, d. 5. febrúar 1930.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.