Árni Þorláksson (Djúpadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árni Þorláksson frá Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, bóndi í Bergskoti þar, síðar verkamaður í Djúpadal fæddist 18. júlí 1853 og lést 1. mars 1929.
Foreldrar hans voru Þorlákur Bjarnason bóndi, f. 1820, d. 1871, og kona hans Þuríður Benediktsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1826, á lífi 1890.

Árni var með foreldrum sínum á Minna-Knarrarnesi í æsku, var húsmaður í Munaðarnesi í Borgarfirði 1880-1991, en þar var Helga Kjartansdóttir fósturdóttir húsfreyjunnar.
Hann var húsmaður í Höfða á Vatnsleysuströnd 1881-1887, í Bergskoti þar 1887, Flekkuvík 1890, Garðbæ í Vogum 1899.
Hann eignaðist barn með Geirlaugu Jónsdóttur 1876 og Ragnheiði 1884.
Þau Helga giftu sig 1880, eignuðust 7 börn. Hún lést 1899.
Árni var kominn til Seyðisfjarðar 1901.
Hann bjó með Gróu í Sjólyst í Seyðisfirði 1901, fluttist með henni til Eyja 1916.
Þau voru leigjendur á Litlu-Grund 1917 og 1918, í Stafholti 1919 og 1920, í Djúpadal 1921 og enn 1927.
Árni lést 1929.

I. Barnsmóðir Árna var Geirlaug Jónsdóttir, síðar húsfreyja á Steinsstöðum í Gerðahreppi, Gull., f. 27. febrúar 1843 í Kálfatjarnarsókn, Gull., d. 24. ágúst 1928. Foreldrar hennar voru Jón Árnason bóndi í Flekkuvík í Kálfatjarnarsókn, f. 18. júlí 1800 í Setbergi í Garðahreppi, og kona hans Geirlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 1798.
Barn þeirra:
1. Arnfríður Árnadóttir, f. 4. nóvember 1876, d. 10. nóvember 1876.

II. Barnsmóðir Árna var Ragnheiður Jónsdóttir, húsfreyja í Móhúsum í Gerðahreppi, f. 25. desember 1854, d. 17. júní 1945. Foreldrar hennar voru Jón eldri Jónsson ráðsmaður og síðar bóndi á Hörðubóli í Dal., f. 22. ágúst 1820, d. 29. mars 1864, og kona hans Katrín Vigfúsdóttir Reykdal húsfreyja, f. 1825 í Hvammssókn í Laxárdal í Skagafirði, d. 18. október 1870 á Skógarströnd, Snæf.
Barn þeirra:
2. Arnfríður Árnadóttir, f. 29. júní 1884, húsfreyja í Reykjavík, d. 8. nóvember 1957. Maður hennar Jón Jónsson prentari frá frá Hvoli í Ölfusi.

III. Kona Árna, (14. nóvember 1880), var Helga Kjartansdóttir, f. 21. nóvember 1855, d. 10. september 1899. Foreldrar hennar voru Kjartan Magnússon í Munaðarneskoti, f. 1814, d. 20. október 1887, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1818, d. 23. janúar 1902.
Börn þeirra hér:
3. Guðmundur Árnason kennari, rithöfundur, prestur og barnaskólakennari í Kanada, f. 4. apríl 1880, d. 24. febrúar 1943. Kona hans Sigríður Einarsdóttir Sæmundsen Árnason.
4. Eggert Júlíus Árnason, f. 3. júlí 1883, d. 8. september 1887.
5. Þorlákur Árnason, f. 3. júlí 1883, d. 8. september 1887.
6. Eggert Júlíus Árnason, f. 6. júlí 1885, d. 24. apríl 1955. Hann fór til Vesturheims 1903 frá Brimnesi í Seyðisfirði.
7. María Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík og Garðabæ, f. 24. maí 1888, d. 11. janúar 1981. Maður hennar Guðmundur Jóhannes Guðmundsson.
8. Þorlákur Árnason sjómaður, útvegsbóndi, verkamaður í Reykjavík, f. 20. maí 1890, d. 2. nóvember 1963. Kona hans Fanney Lovís Jónsdóttir.
9. Kristín Margrét Árnadóttir húfreyja í Lambhaga í Kjós og í Reykjavík, f. 23. júní 1893, d. 31. júlí 1972. Maður hennar Sigurður Guðnason.
10. Kristinn Árnason bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 13. mars 1895, d. 24. júlí 1965. Kona hans Vilborg Guðvarðardóttir.
11. Sigurður Árnason, f. 31. janúar 1897, d. 23. janúar 1902. Hann var í fóstri í Narfakoti í Kálfatjarnarsókn 1901.

II. Sambýliskona Árna var Gróa Pétursdóttir húsfreyja, ekkja, f. 18. febrúar 1868, d. 27. desember 1938.
Börn þeirra voru:
12. Helga Sigríður Árnadóttir húsfreyja á Túnsbergi, f. 24. ágúst 1902 á Brimbergi á Seyðisfirði, d. 4. ágúst 1986. Maður hennar Guðmundur Guðmundsson.
13. Árni Árnason frá Djúpadal, sjómaður, f. 13. febrúar 1911 á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð, d. 5. febrúar 1930.
Fóstursonur Árna, barn Gróu frá fyrra hjónabandi, var
14. Jón Jónsson, f. 24. apríl 1899 á Norðfirði, d. 14. mars 1975. Hann var í Djúpadal 1930, síðast á Elliheimilinu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.