Einar Jónsson (Kalmanstjörn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. október 2016 kl. 14:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. október 2016 kl. 14:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Einar Jónsson''' frá Seljalandi, sjómaður, verkamaður fæddist 17. apríl 1911 í Dal og lést 30. apríl 1981.<br> Foreldrar hans voru [[Jónína Einarsdóttir...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Jónsson frá Seljalandi, sjómaður, verkamaður fæddist 17. apríl 1911 í Dal og lést 30. apríl 1981.
Foreldrar hans voru Jónína Einarsdóttir húsfreyja, f. 25. mars 1885 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 22. september 1968, og fyrri maður hennar Jón Guðmundsson sjómaður í Dal, f. 19. september 1878, d. 20. mars 1915.

Systir Einars var Guðmunda Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Laufholti, (Hásteinsvegi 18), f. 16. mars 1914, d. 23. september 1998. Maður hennar var Ármann Bjarnason sjómaður, matsveinn, f. 10. nóvember 1910 á Norðfirði, d. 11. október 1999.
Hálfbróðir Einars, sammæddur, var Jón Þormóður Ísaksson flugmaður, flugumferðarstjóri, f. 28. febrúar 1927, d. 14. maí 2015.

Einar var með foreldrum sínum í Dal 1911, kominn á Seljaland 1912. Guðmunda Margrét systir hans fæddist þar 1914.
Faðir þeirra lést 1915 og Jónína móðir þeirra leigði stærstan hluta hússins. Þannig voru þrjár fjölmennar fjölskyldur leigjendur þar 1916 og fjórar fjölskyldur auk einstaklinga leigjendur 1920.
Móðir hans bjó þar með börnin 1923 og var í heimili með Sigurði bróður sínum og Margréti konu hans og Ástu Margréti barni þeirra.
Ísak Árnason var á heimilinu 1924 og var Jónína skráð unnusta hans. Hann bjó síðan með henni.
Jón Þórmundur Ísaksson hálfbróðir Einars fæddist 1927.
Einar var sjómaður og verkamaður frá unglingsárum sínum.
Hann eignaðist Jón með Guðmundu Margréti Kristjánsdóttur í Sólhlíð 24 1936. Þau giftu sig og bjuggu á Vesturhúsum við fæðingu Guðlaugar Kristrúnar 1939, í Brautarholti 1940, og 1941 við fæðingu Ólafar Stellu, sem þau misstu tæpra 9 mánaða, á Kalmanstjörn við fæðingu Hjálmars Húnfjörð 1943 og síðan, uns þau skildu.
Einar bjó þar með Hjálmar hjá sér 1949 og bústýra hans var Guðfinna Jónasdóttir. Hún var þar með dóttur sína Kristínu Önnu Baldvinsdóttur, f. 1938.
Einar kvæntist Lilju 1952 og bjó með henni á Kalmanstjörn. Þau eignuðust tvö börn, Axel Gunnar 1952 og Jóhann Sigurvin 1959. Þau flúðu undan Eldinum 1973, dvöldu síðar á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, en síðar á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
Einar lést 1981 og var jarðsettur að Kotströnd í Ölfusi. Lilja fluttist til Eyja. Hún lést 2004.

Einar var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (skildu), var Guðmunda Margrét Kristjánsdóttir, f. 3. september 1915, síðar húsfreyja á Akureyri, d. 10. janúar 1994.
Börn þeirra:
1. Jón Einarsson sjómaður í Kópavogi, f. 29. júlí 1936 í Sólhlíð 24, d. 27. desember 2012.
2. Guðlaug Kristrún Einarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 30. janúar 1939 á Vesturhúsum.
3. Ólöf Stella Einarsdóttir, f. 14. janúar 1941 í Brautarholti, d. 7. október 1941.
4. Hjálmar Húnfjörð Einarsson sjómaður, f. 3. nóvember 1943 á Kalmanstjörn, drukknaði í Arnarfirði 25. febrúar 1980.

II. Síðari kona Einars, (1952), var Jónína Lilja Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1920, d. 14. febrúar 2004.
Börn þeirra:
5. Axel Gunnar Einarsson landmælinga- og kortagerðarmaður í Reykjavík, f. 3. september 1952 á Kalmanstjörn.
6. Jóhann Sigurvin Einarsson byggingaverkamaður í Noregi, f. 18. mars 1959.
Stjúpsonur Einars, sonur Lilju var
7. Ármann Guðlaugur Axelsson garðyrkjufræðingur í Noregi, f. 5. janúar 1946 á Kirkjuvegi 41.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.