Jón Guðmundsson (Dal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Guðmundsson frá Steinum u. Eyjafjöllum, sjómaður í Dal og á Seljalandi fæddist 19. september 1878 og lést 20. mars 1915, varð bráðkvaddur niðri í fiskikró.
Faðir Jóns var Guðmundur bóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 28. júlí 1840, d. 23. febrúar 1885, varð bráðkvaddur í tröðunum heim að Stakkagerði, Helgason bónda í Steinum 1845, f. 1795 í Kálfhaga í Kaldaðarnessókn, d. 10. apríl 1863, Guðmundssonar bónda í Kálfhaga 1801, f. 1752, d. 7. maí 1824, Jónssonar og 2. konu Guðmundar í Kálfhaga.
Móðir Guðmundar Helgasonar og kona Helga í Steinum var Margrét húsfreyja í Steinum 1845, f. 10. maí 1798, d. 23. júlí 1890, Jónsdóttir bónda í Björnskoti undir Eyjafjöllum 1801, Björnssonar og konu Jóns Björnssonar, Geirlaugar Gottsveinsdóttur húsfreyju, f. 1760, d. 11. október 1825.

Móðir Jóns í Dal og kona Guðmundar Helgasonar var Margrét húsfreyja í Steinum, f. 3. október 1840, d. 2. júlí 1905, Eiríksdóttir bónda á Lambhúshóli undir Eyjafjöllum 1845, f. í Skálakoti 30. júní 1787, d. 6. október 1848, Einarssonar bónda í Miðskála 1801, f. 1758, d. 4. september 1819, Sighvatssonar og konu Einars, Guðrúnar húsfreyju, f. 1759, d. 11. júlí 1843, Eiríksdóttur.
Móðir Margrétar í Steinum og kona Eiríks á Lambhúshóli var Margrét húsfreyja á Lambhúshóli 1840, skírð 29. september 1799 í Efra-Hólakoti, d. 13. júní 1873, Eyjólfsdóttir, og konu Eyjólfs, Margrétar húsfreyju í Efra-Hólakoti u. Eyjafjöllum 1801, f. 9. október 1769 á Harða-Velli u. Eyjafjöllum, Pétursdóttur.

Guðmundur, faðir Jóns í Dal, var bróðir Jóns í Steinum, föður
1. Sveins Jónssonar, (Sveins gamla í Völundi), smiðs á Sveinsstöðum, föður Ársæls Sveinssonar og þeirra systkina og
2. Helga Jónssonar í Steinum og
3. Ísleifs Jónssonar í Nýjahúsi.

Margrét Eiríksdóttir húsfreyja í Steinum, var systir
I. Eyjólfs föður þeirra systkina:
1. Rósu í Þorlaugargerði,
2. Jóels á Sælundi,
3. Guðjóns á Kirkjubæ,
4. Gísla á Búastöðum og
5. Margrétar í Gerði.

Börn Margrétar og Guðmundar í Eyjum:
1. Helgi Guðmundsson í Dalbæ.
2. Jón Guðmundsson í Dal og á Seljalandi.
3. Geirlaug Guðmundsdóttir í Ártúni.

Jón var með foreldrum sínum, en faðir hans lést 1885. Hann var með ekkjunni móður sinni í Klömbrum 1890, sjómaður á Stokkseyri 1901.
Hann fluttist til Eyja frá Reykjavík 1910, var sjómaður í Dal á því ári með bústýrunni Jónínu Einarsdóttur.
Þau giftust 1911, voru komin í nýbyggt hús sitt Seljaland 1912, eignuðust þar tvö börn.
Jón lést 1915.

I. Kona Jóns, (19. febrúar 1911), var Jónína Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1885 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 22. september 1968.
Börn þeirra:
1. Einar Jónsson sjómaður, f. 17. apríl 1911, d. 30. apríl 1981.
2. Guðmunda Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1914, d. 23. september 1998.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.