Guðlaug Kristrún Einarsdóttir (Kalmanstjörn)
Guðlaug Kristrún Einarsdóttir frá Kalmanstjörn, húsfreyja í Kópavogi fæddist 30. janúar 1939 á Vesturhúsum.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson sjómaður, verkamaður frá Seljalandi, f. 17. apríl 1911 í Dal, d. 30. apríl 1981, og fyrri kona hans Guðmunda Margrét Kristjánsdóttir frá Blönduósi, húsfreyja, f. 3. september 1915, d. 10. janúar 1994.
Börn Einars og Guðmundu Margrétar, - alsystkini Guðlaugar Kristrúnar:
1. Jón Einarsson sjómaður í Kópavogi, f. 29. júlí 1936 í Sólhlíð 24, d. 27. desember 2012.
2. Guðlaug Kristrún Einarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 30. janúar 1939 á Vesturhúsum.
3. Ólöf Stella Einarsdóttir, f. 14. janúar 1941 í Brautarholti, d. 7. október 1941.
4. Hjálmar Húnfjörð Einarsson sjómaður, f. 3. nóvember 1943 á Kalmanstjörn, drukknaði í Arnarfirði 25. febrúar 1980.
Börn Einars og Lilju Guðmundsdóttur síðari konu hans, - hálfsystkini Guðlaugar:
5. Axel Gunnar Einarsson landmælinga- og kortagerðarmaður í Reykjavík, f. 3. september 1952 á Kalmanstjörn.
6. Jóhann Sigurvin Einarsson byggingaverkamaður í Noregi, f. 18. mars 1959 á Sjh. Vm.
Stjúpsonur Einars, sonur Lilju var
7. Ármann Guðlaugur Axelsson garðyrkjumaður í Noregi, f. 5. janúar 1946 á Kirkjuvegi 41, (Langa-Hvammi).
Börn Guðmundu Margrétar og Björns Guðmundssonar, - hálfsystkini Guðlaugar Kristrúnar:
8. Sigurbjörg Guðný Björnsdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1951.
9. Ólöf Gunnlaug Björnsdóttir húsfreyja, f. 21. janúar 1952.
10. Pálmi Helgi Björnsson, f. 10. mars 1953.
11. Magga Kristín Björnsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1956.
12. Birna Aðalbjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1957.
13. Guðmundur Björnsson, f. 24. október 1959.
Kristrún var með foreldrum sínum á Vesturhúsum, Brautarholti og á Kalmanstjörn. Þau skildu og Guðlaug Kristrún var send í fóstur til vandalausra norður í Húnavatnssýslu, 7 ára gömul. Hún fór í fóstur til Steingríms Davíðssonar skólastjóra og konu hans Helgu Dýrleifar Jónsdóttur á Svalbarði í Blönduóshreppi, er hún var 10 ára og var þar til 16 ára aldurs. Þá leitaði hún sér atvinnu í Reykjavík.
Hún fluttist til Eyja 19 ára og vann við fiskverkun.
Þau Helgi giftu sig 1959, bjuggu í fyrstu á Stóru-Heiði, (Sólhlíð 19) og eignuðust Bryndísi á því ári.
Þau bjuggu síðan á Kirkjuhól, (Bessastíg 4) og síðar á Illugagötu 9. Þau byggðu hús sitt við Strembugötu 21 og fluttu inn 1963.
Við Eldana 1973 fluttust þau í Voga á Vatnsleysuströnd, en fluttust heim á sama ári og bjuggu í Eyjum til ársins 1986, er þau fluttu Suður, búa í Kópavogi.
Maður Guðlaugar Kristrúnar, (31. desember 1959), er Helgi Þórarinn Guðnason frá Norðurgarði, járnsmíða- og vélvirkjameistari, f. 4. nóvember 1937 í Norðurgarði.
Börn þeirra:
1. Bryndís Helgadóttir húsfreyja, leikskólastarfsmaður, f. 17. desember 1959, d. 29. ágúst 2010.
2. Guðný Helgadóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 2. mars 1963.
3. Linda Björk Helgadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 22. júní 1971.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðlaug Kristrún Einarsdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.