Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum
A síðastliðnu hausti varð að veruleika gömul hugsjón íslenzkra sjómanna að eignast stýrimannaskóla utan höfuðstaðarins.
Auðvitað var það sérstakt áhugamál sjómönnum hér í Vestmannaeyjum að fá fullkominn sjómannaskóla hingað í stærstu verstöð landsins.
Í ágætri grein í fyrsta vikublaði Vestmannaeyinga, „Skeggja“, birtist 24. ágúst 1918 ágæt grein og hugvekja um sjómannafræðsluna og nauðsyn á námskeiði fyrir stýrimenn. Þar segir m.a.: „Látið nú á sjá að ykkur sé kappsmál um að leita frekari þekkingar, en þeirrar, sem barnaskólar bjóða. Námskeið þetta getur vel orðið mikils vísir til frekari framkvæmda um menntun sjómanna. Takmarkið er góður sjómannaskóli í Vestmannaeyjum. Keppum að því marki.“
Í sömu grein segir ennfremur: „Sjómannafræðin sjálf verður auðvitað að skipa öndvegi á slíku námskeiði, en þörf er einnig fyrir fleira. Bifvélafræði er bráðnauðsynleg námsgrein og sjá menn það æ betur og betur.
Sjómönnum hér getur verið hið mesta hagræði að því og enda bráðnauðsynlegt að kunna ensku og dönsku o. fl. tungumál. Samneytið við útlenda siglingamenn er það mikið.“
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi hefur um fjölda ára barizt fyrir þessu málefni og oft hefur verið minnzt á það á Sjómannadaginn.
Þessi grein og vakning í Skeggja bafði þau áhrif, að stýrimannanámskeið var haldið haustið 1918, og upp frá því voru haldin hér námskeið nokkuð reglulega á hverju ári fram til 1940, en fór síðan fækkandi, og voru lögð alveg niður á tíma til mikils tjóns og óhagræðis fyrir sjómannastéttina, en árið 1957 var samþykkt breyting á lögum um atvinnu við siglingar á þann veg að tekið var upp hið minna fiskimannapróf, sem veitti réttindi upp að 120 rúmlestum, og skyldi kennsla til þessa prófs fara fram á 4 stöðum utan Reykjavíkur.
Voru haldin síðan haustið 1957 5 námskeið (hið síðasta árið 1964) hér í Eyjum á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík og útskrifaðir um 90 menn með hið minna fiskimannapróf. Hafa því hundruð sjómanna hlotið fræðslu á þessum námskeiðu, en með stækkandi flota fullnægðu þau ekki lengur kröfum tímans og því var mjög svo tímabært að fá hér fullkominn skóla. Meðal þeirra, sem veittu námskeiðum þessum forstöðu og kenndu voru: Sigfús Scheving, Friðrik Steinsson, Páll Þorbjörnsson, Friðrik Ásmundsson, Guðmund Petersen, Angantýr Elíasson og Ármann Eyjólfsson sem veitti síðasta námskeiðinu forstöðu.
Á fyrsta námskeiðinu, haustið 1918, fór kennsla fram í barnaskólahúsinu, á kvöldin eftir vinnutíma.
Próf var tekið á Þorláksmessu og segir svo um um það í frétt í Skeggja 8. janúar 1919:
„Próf fór fram í sjómannadeild unglingaskólans á Þorláksmessu síðastliðið. Undir prófið gengu 5 nemendur. en 3 urðu að sleppa því sakir forfalla í veikindum (spænska veikin) - Þessir tóku próf:
Guðlaugur Brynjólfsson 35 —
Árni Þórarinsson 35 stig —
Guðmundur Helgason 35 —
Guðni Sigurðsson 34 —
Peter Andersen 35 —
Milli 10 og 20 menn gengu í unglingaskólann til að búa sig undir nám í sjómannafræði, en höfðu ekki fullnægt þeim skilyrðum, sem sett eru fyrir því að taka próf (ekki verið nógu lengi á stóru skipi eða formenn og sumir ekki náð fullum aldri). Vonandi er að kennsla í þessari grein verði aukin en úr henni dregið næsta vetur.“
Kennari á námskeiðinu var Sigfús Scheving í Heiðarhvammi, sem síðan kenndi á stýrimannanámskeiðum í fjölda mörg ár við góðan orðstír.
Bæjarstjórn og skólanefnd hafa sýnt mikinn skilning og áhuga á skólanum og búið hann öllum nýjustu tækjum. Er skólinn nú búinn eftirtöldum siglinga- og fiskileitartækjum:
Decca-ratsjá,
Koden-ljósmiðunarstöð,
Simrad-fiskileitartæki,
Atlas-dýptarmæli,
Lorantækjum,
Rammamiðunarstöð (venjuleg).
Auk þessara tækja hefur skólinn að sjálfsögðu verið búinn öllum þeim töflubókum, merkjabókum, handbókum og sjókortum sem nauðsynleg eru við kennsluna. Einnig hefur skólinn eignazt mjög merkilega og nauðsynlega alfræðiorðabók — Encyclopædia Britannica.
Skólinn á nú 6 sextanta og eru það allt gjafir frá velunnurum skólans. Í tækjasjóði skólans eru nú um 50.000 kr. Hefur það fé verið gefið af 2 aðilum: hjónunum í Gerði, Stefáni og Sigurfinnu, og [[Slysavarnadeildin Eykyndill|Slysavarnardeildinni Eykyndli
. Í verðlaunasjóði eru 5000 kr., gefið af Friðfinni á Oddgeirshólum og konu hans, [[Ásta Sigurðardóttir|Ástu.
Fyrsta starfsári skólans lauk, er skólanum var slitið að Breiðabliki 11. maí s.l. Voru þá útskrifaðir 15 stýrimenn með stýrimannsréttindi á fiskiskip af hvaða stærð sem er — hinu meira fiskimannsprófi.
Prófdómarar í siglingafræðum voru Árni E. Valdimarsson, sjómælingamaður og skipstjóri, sem jafnframt er prófdómari við Stýrimannaskólann í Reykjavik, og Páll Þorbjörnsson, sjódómsmaður hér, en formaður prófnefndar var Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður.
Þessi fyrsti árgangur skólans stóð sig með ágætum og fengu 3 menn ágætiseinkunn, en allir aðrir 1. einkunn. Ágætiseinkunn hlutu:
Hörður Elíasson 173 stig eða 7.52.
Sævald Pálsson 172% stig eða 7,51
Kolbeinn Ólafsson 7.38 í meðaleinkunn.
Aðrir sem útskrifuðust voru:
Benedikt Sigurðsson
Jóhann Guðjónsson
Einar Guðlaugsson
Kristján S. Guðmundsson
Georg Stanley Aðalsteinsson
Már Lárusson
Stefán Jón Friðriksson
Guðjón Aanes
Valbjörn Guðjónsson
Hólmar Albertsson
Willum Pétur Andersen
Meðaleinkunn bekkjarins var 6.76, en hæst er gefið 8.
Skólastjóri er Guðjón Ármann Eyjólfsson. Fastur kennari við 1. bekk var láðinn Steingrímur Arnar stý�rimaður, en aðrir kennarar skólans voru ráðnir sem stundakennarar:
Eiríkur Guðnason kennari, í íslenzku.
Magnús Magnússon símstöðvarstjóri, í meðferð loftskeyta- og lórantækja.
Brynjólfur Jónatansson rafvirkjameistari, í radar- og fiskileitartækjum.
Sverrir Bergmann Læknir, í heilsufræði.
Júlíus Magnússon frkvstj., í bókfærslu.
Magnús Magnússon og Ingólfur Theódórsson, netagerðarmeistarari í verklegri sjóvinnu.
Birgir Helgason verksmiðjustj., í vélfræði.
Jón Óskarsson, fulltrúi bæjarfógeta, í sjórétti.
Guðmundur Sigurmonsson íþróttakennari, í íþróttum.
Í skólanum hefur verið lögð mikil áherzla á tækjakennslu og viðgerðir veiðarfæra. Kennsla í siglingafræði, tungumálum og öðrum greinum er þó að sjálfsögðu hin sama og verið hefur undir hið meira fiskimannapróf.
Á liðnum vetri voru 4 tímar á viku kennsla í meðferð siglingar- og fiskileitartækja og var hætt heilum kafla um þessi efni í prófreglugerð fyrir stýrimannaskólana:
Voru prófkröfur í meðferð og notkun nýrra siglingar- og fiskileitartækja þessar: „Nemendur þekki stillingar á öllum þeim tækjum, sem á hverjum tíma kunna að vera í skólanum og bætast mega
í fiskiskipaflota í skólanum og bætast mega í fiskiskipaflota Iandsmanna. Þekking á öllum stillingum ratsjár. Kunna skil á sýndarhreyfingu og hraða skipa í ratsjá (kunna plott), kunna að víkja eftir ratsjá Þekking á öllum stillingum fiskileitartækis (Simrad), þekking á öllum stillingum dyptarmælis (Atla-Pelikan), þekking á öllum stillingum Loran-tækis, kunna að taka staðarákvörðun með Loran-tæki og setja út í sjókort. Þekking á öllum stillingum ljósmiðunarstöðvar (Koden) og geta tekið staðarákvörðun með slíkri stöð. Kunna að miða á miðunarstöð með venjulegu rammaloftneti. Þekking á öllum stillingum á bátaviðtækjum Landssímans á hverjum tíma og þekkja gang viðskipta við Iandsstöðvar og skipa á milli. Kunna að taka staðarákvörðun með því að telja útsendingar Consol-vita og setja út í kort. Kannast við einföldustu bilanir á þessum tækjum og geta gert við þær, þekkja meðferð þessara tækja og varðveizlu um borð í skipum. Nemendur þekki helstu atriði í rafmagnsfræði eins og straum, viðnám, spennu, rafafl, raforku, seguláhrif rafstraums og meðferð rafgeyma. Þekkja hitaverkanir rafstraums og slysahættu vegna rafmagns.“
Tóku allir nemendur prvðis próf í þessti og er þaS í fyrsta skipti talin sem sérstök einkunn við fiskimannapi óf. þó að sjálfsögðu hafi ver-ið kennsla í meðferð tækja við Stvrimanna-skólann í Reykjavik. var þetta og í saniræmi við lög um skólann. þar sem krafizt er þekk-ingar í meðferð og nolkun nýrra siglingar- og fiskileitartækja.
Það. sem hefur verið einkar átiægjulegt við skólann er, hve góð os hlvjan hug hann hefur frá félögum og eínstaklingum í Itænuin. Hafa skólanum borizt fjöldi gjafa:
Hjónin Stefán Guðlaugsson og Sigurfinna Þórðardóttir í Gerði: kr. 22.403. Sömu aðilar við komu nvs Halkion: hnattlíkan.
SKsavaniardeildin Eykvndill á 30 ára af-
mæli sínu: kr. 25.000. I tgerð KAP & Kalkion: sjóúr. Decca-fyrirtækið: Poltskifu á ratsjá. Sama
fyrirtæki: Handbækur. Björgunarfélag V estmannaevja: Brúðu til
íefinga á blástursaðferð og hjartahnoði. Friðfinnur Finnsson og kona hans, Asta Sigurðardóttii' á Oddgeirshólum. gáfu kr. •5000 í \eiðlaunasjóð. Sjóvátiyggingafélag Islands gaf bréfapressu m<?ð áletruðiini *lfurskjöld fvrir hæstu einkuim við skólann. Sexíanta hafa eftirtaldir aðilar gefið skól-anum:
Angantýr Eliasson skipstjóri. 1 stk. GuSlaugur Gíslason alþm., 2 stk. Einar Giioinundsson skipstjóri frá Málm-ey. 1 stk.