Blik 1953/Framfarafélag Vestmannaeyja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. nóvember 2009 kl. 19:37 eftir Birna (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. nóvember 2009 kl. 19:37 eftir Birna (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Þ. Víglundsson:


Framfarafélag Vestmannaeyja.

SÖGULEGAR MINNINGAR.

„Minning feðranna er framhvöt niðjanna“.

Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri, form. Framfarafélags Vestmannaeyja frá stofnun 1893 til félagsslita 1914.

Þessi orð hafa reynzt sannmæli með okkur Íslendingum. Eg trúi því, að kjarni íslendingasagnanna hafi runnið okkur í merg og blóð, stælt okkur og styrkt, hvatt okkur og hert. Þess vegna á það við, að ársrit Gagnfræðaskólans, rit skóla- og skátaæskunnar hér í Eyjum, birti greinar um framsýni og framtak og drýgðar dáðir liðinna forustumanna í efnahags- og atvinnulífi Eyjabúa, ekki síður en frásagnir af athöfnum núlifandi kynslóðar á manndómsaldri. Við skulum minnast hins bezta í dagfari liðinna kynslóða, hugleiða hugsjónir og athafnir forustumanna okkar á hverjum tíma, reyna að skilja tímana, sem þeir lifðu á og þá erfiðleika, sem þeir hverju sinni áttu við að stríða í hagsældar- og félagsmálum. Þetta voru hinir „stöku menn“, sem Þorsteinn Erlingsson yrkir um, hinir fáu er hrukku upp og „púuðu á loðinn ljóra“ til þess að skyggnast um eftir framfaraleiðum mitt í svartnætti eymdar og kyrrstöðu.
Þegar við lesum grein þessa, ber okkur að minnast þess, að verðgildi peninga fyrir 50 árum var margfalt við það, sem nú er. Þá var einn lítri mjólkur seldur á 12—15 aura, smjörkílóið kostaði 1 krónu, 1 kg. sykurs kostaði 50 aura. Tímakaupið var líka innan við eða um 20 aurar.

Fræðsla og félög.

Á síðari hluta 19. aldar leita nokkrir ungir og framgjarnir Íslendingar búnaðarnáms á Norðurlöndum. Áhrifa þessara atorkusömu manna gætti víða í framtaki og framförum í búnaðarmálum, þegar þeir komu heim frá námi.
Á áratugnum 1880—1890 á sér stað búnaðarframtak í landinu, sem er einstætt. Búnaðarskólinn í Ólafsdal tók til starfa 1880. Búnaðarskólinn á Hólum var stofnaður 1882, búnaðarskólinn að Eiðum 1883, Hvanneyrarskólinn 1890. Áhrifaríkastur þessara skóla mun skólinn í Ólafsdal hafa verið. Frá honum dreifðust ungir og áhugasamir búfræðingar víða um sveitirnar, kenndu bændum ný handtök við jarðyrkju, notkun nýrra og afkastameiri verkfæra, kenndu þeim gildi samtaka í félagsmálum o.fl., o.fl. Búnaðarfélögum í sveitum landsins fer nú fjölgandi ár frá ári. Um 1892 eru þau orðin yfir 70 samtals, og árið eftir yfir 80. Þau útveguðu betri og afkastameiri verkfæri til jarðyrkju, t.d. þúfnasléttunar, höfðu áhrif til bóta um húsakynni kvikfjárins og meðferð þess o.s.frv. Slíkra samtaka var mikil þörf. Gagn þeirra var ómetanlegt, þar sem til forustunnar völdust áhugasamir atorkumenn og kunnáttumenn um landbúnað.
Fram um miðja 19. öldina þekktist ekki undirristuspaðinn. Bændur og búalið ristu ofan af þúfunum með torfljáum. Síðan pældu menn sundur þúfurnar með pálum og börðu sundur hnausana með trésleggjum. Seinleg vinnubrögð, erfið og oftast illa af hendi leyst. Úr þessum vinnubrögðum leituðust búnaðarfélögin við að bæta. Víðast hvar voru þessi samtök kölluð búnaðarfélög og síðan kennd við hreppinn, sem þau störfuðu í. Á þrem stöðum voru þau þó kölluð jarðræktarfélög. Nafnið jarðabótafélag var til. Í 3 hreppum í Eyjafirði voru þau kölluð framfarafélög. Framfarafélag Öngulsstaðahrepps var elzt, stofnað árið 1875. Hin stofnuð árin 1882 og 1894.
Árið 1888 stofnuðu Landssveitarbændur búnaðarfélag, er þeir nefndu Framfarafélag Landmanna.

Eyjabúar vakna.

Hinn 28. maí 1893 komu nokkrir Vestmannaeyingar saman á fund í þinghúsi staðarins, til þess að ræða um stofnun búnaðarfélags í Eyjum. Hvatningarmaður að fundi þessum og stofnun félagsins var Jón Magnússon, þáverandí sýslumaður í Eyjum. Eftir nokkrar umræður komust fundarmenn að þeirri niðurstöðu, að stofnun búnaðarfélags mundi geta borið „sýnilegan ávöxt í framförum í Vestmannaeyjum sem annarsstaðar í landinu“. Það var því ákveðið að kjósa þriggja manna nefnd til þess að semja lög fyrir félagið. Í hana völdust: Sigurður Sigurfinnsson bóndi og skipstjóri í Dalbæ, Jón hreppstjóri Jónsson í Dölum og Gísli Stefánsson kaupmaður í Hlíðarhúsi. Skyldi nefnd þessi leggja uppkast að lögunum fyrir annan stofnfund, sem haldinn skyldi við fyrstu hentugleika.
13. ágúst um sumarið var svo annar stofnfundurinn haldinn í þinghúsinu og „tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu frumnvarp til laga fyrir „Framfarafélag Vestmannaeyja“ samkvæmt fundaráliktun 28. maí þ.á“.
Á þessum fundi var fallizt á, að félagið skyldi heita framfarafélag í stað búnaðarfélags. Þótti það nafn betur við eiga eins og til hagaði í Vestmannaeyjum, segir í fundargjörðinni.
Lög í 13 greinum voru einróma samþykkt á þessum fundi og undirrituð af 11 stofnendum. Þessir hlutu kosningu í stjórn: Sigurður Sigurfinnsson, formaður, Gísli Stefánsson, varaformaður, og „umsjónarmenn félagsins“, Jón Jónsson, hreppstjóri og Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum.

Lög félagsins og markmið.

Ég vel þann kost að birta hér lög félagsins í heild, svo að lesendur megi sjálfir sjá og hugleiða, hvað fyrir þessum forustumönnum Vestmannaeyja vakti við stofnun Framfarafélagsins árið 1893.


1.gr.


Tilgangur og ætlunarverk félagsins er að styðja að framförum sveitarmanna í sem flestum efnum, einkum í búnaði og öðrum atvinnuvegum.

2. gr.


Hver, sem í félagið gengur, skuldbindur sig til þess að vera í því að minnsta kosti í ár, nema hann flytji sig burt úr sýslunni, áður en þau eru liðin. Sömuleiðis undirgengst hann að gera á heimili sínu sem mest hann orkar af því, er til umbóta og framfara horfir, svo sem að bæta eftir föngum ræktun og hirðingu túna og matjurtagarða, meðferð haglendis, kyn og meðferð fénaðarins, lunda- og fýlaveiðipláss , húsaskipan og hreinlæti, meðferð fisks og vöruvöndun. Ennfremur greiðir hann á hverju hausti tveggja króna árstillag í félagssjóð, þó svo, að hver sem verið hefur félagsmaður og uppfyllt skyldur sínar í félaginu í 25 ár, má eftir þau liðin vera laus við að greiða árstillag án þess að hann missi félagsrétt fyrir það, og er hann þá talinn heiðursfélagi.

3.gr.


Á hverju vori í lok aprílmánaðar skal halda aðalfund framfarafélagsins. Annan ársfund skal félagið einnig halda á hverju hausti í septembermánaðarlok og aukafund á öðrum árstímum, ef formanni eða meirihluta félagsmanna þykir þörf á.

4. gr.


Til þess að stjórna félaginu skal á hvers árs aðalfundi í aprílmánuði kjósa formann og einnig varaformann, er komi í stað formanns, ef hann hindrast frá að gegna störfum sínum. Sömuleiðis skal þá kjósa tvo eður fleiri umsjónarmenn til að leiðbeina félagsmönnum í þeim efnum, sem félagið álítur gagnlegt, og til að meta þau störf félagsmanna, er verðlaun hefur verið heitið fyrir.

5. gr.


Á aðalfundi í aprílmánuði skal lesa upp lög félagsins, framleggja og rannsaka reikninga þess fyrir síðastliðið almanaksár, skýra frá athöfnum félagsins, frá því er síðasti fundur var haldinn, semja áætlun um störf þess á sumri því, er fer í hönd og ákveða verðlaun fyrir framkvæmdir, er verðlauna þykja verðar. Sýning á lifandi pening og líflausum munum skulu félagsmenn hafa á aðalfundi, þegar því verður við komið, og skal jafnaðarlega á næsta fundi á undan tilgreina þá hluti, sem félaginu þykir sérstaklega miklu máli skipta að komi til skoðunar. Fyrirlestra og samræður um búnaðarmálefni og önnur framfaramál skal einnig halda á aðalfundi, eftir því sem föng eru á.

6. gr.


Á haustfundi skal leggja fram og rannsaka skýrslu um athafnir félagsmanna á umliðnu sumri, útbýta verðlaunum til þeirra, er til verðlauna hafa unnið á sumrinu, eftir reglum þeim, er um það hafa settar verið á næsta aðalfundi á undan, og semja áætlun um það, sem félagið einkum vill setja sér fyrir áætlunarverk á komandi hausti og vetri og halda umræður um búnaðarmál og önnur framfaramál, sem einkum er þörf að hafa áhuga á um þann árstíma ,svo sem ásetning, fóðrun og hirðing fénaðar, tóvinnu, smíðar, byggingar, búreikninga o.s.frv.
Á haustfundi skulu félagsmenn einnig greiða árstillög sín til formanns.

7. gr.


Ekki er félagsfundur lögmætur nema meira en helmingur félagsmanna sé á fundi og ræður afl atkvæða ályktunum um félagsmál nema lagabreytingar. Sæki ekki svo margir félagsfund, að fundarfært þyki, skal fundi frestað eina viku, og er þá lögmætur fundur, þó að ekki mæti nema minni hluti félagsmanna.

8. gr.


Formaður félagsins kveður félagsmenn til fundar og stýrir fundinum. Hann heldur giörðabók félagsins og annast bréfaviðskipti fyrir þess hönd. Hann heldur reikning félagsins, heimtir saman tekjur þess, greiðir af hendi útgjöld þess og annast um framkvæmdir þess milli funda. Á aðalfundi leggur hann fram reikning félagsins fyrir næstliðið almanaksár, og á hverjum fundi gjörðabók félagsins, en í hana skulu ritaðir allir reikningar þess, fundargerðir og aðrar skýrslur, og bréf, er félaginu við koma. Í forföllum formanns tekur varaformaður við starfa hans.

9. gr.


Umsjónarmenn félagsins hafa það ætlunarverk, að kynna sér þær framkvæmdir félagsmanna, sem álitnar verða félagsverk, einkum öll þau störf, sem félagið hefur heitið verðlaunum fyrir, og skulu þeir afhenda formanni í tæka tíð skrifaða skýrslu um allt, er að þessu lýtur, svo að hún verði framlögð á næsta félagsfundi.
Engin verk má telja félagsverk, sem ekki eru vel af hendi leyst, og eiga umsjónarmennirnir að gefa vottorð um þetta.

10. gr.


Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi, og þarf þá að minnsta kosti tvo þriðju hluta félagsmanna með breytingunni. Nú vill einhver félagsmanna leggja það til, að félagslögunum sé breytt að einhverju leyti. Skal hann þá gera um það skrifaða og ákveðna breytingartillögu og afhenda hana formanni fyrir byrjun aprímánaðar, svo að formaður geti tilkynnt hana félagsmönnum fyrir aðalfund.

11. gr.


Árstillögum félagsmanna svo og öðrum styrk, er félaginu kann að hlotnast, skal fyrst um sinn eingöngu verja til hagsbóta félaginu á ýmsan hátt, svo sem til verkfærakaupa, verðlauna fyrir dugnað í félaginu, ritfanga í félagsins þarfir o.s.frv. Fari svo, að félagsmenn slíti félagsskap sínum , skulu sameiginlegir munir félagsins (t.d. verkfæri) seldir þegar og andvirðið leggjast undir umsjón sveitarstjórnar Vestmannaeyja, er stofna skal með því sjóð til eflingar einhverju nytsömu fyrirtæki í búnaðarefnum.

12. gr.


Sérhver félagsmaður, sem ganga vill úr félaginu eftir þann tíma, sem tiltekinn er í 3. grein, skal senda formanni félagsins skriflega úrsögn viku fyrir aðalfund, og sé hann þá skuldlaus við félagið, má nema nafn hans burt úr meðlimatölu á næsta fundi.

13. gr.


Allir, sem í félagið ganga, skulu rita nafn sitt undir lög félagsins á aðalfundi, hvar með þeir skuldbinda sig til að halda þau.

Vestmannaeyjum 13. ágústmán. 1893.

Stofnendurnir.

Þessir 11 menn undirrituðu fyrstir lög félagsins og töldust stofnendur þess:


Þeir, er síðar gengu í félagið:

Græðum foldarsárin.

24. sept. 1893 hélt Framfarafélagið 3. fund sinn. Aðalumræðuefni fundarins var það, hvernig hefta mætti uppblástur landsins inni á Flötum og í Sandskörðum, svo og annars staðar, þar sem sand- og moldarrof ykjust og jarðspjöll færu vaxandi. Rætt var um að sá melfræi í sandinn, girða rofin af og banna að rífa rætur eða rofalíur úr bökkum, því að það yki uppblástur landsins.

Umbætur

Þá var rætt um að gera brú eða veg við Stokkalón¹) fram af Stokkhellu til þess að létta fiskdrátt, fiskþvott og e.t.v. uppskipun, ef svo bæri undir. Einnig var til umræðu breytingar og umbætur á fjósum og bætt áburðarhirðing. Hallkvæmast þótti í þeim efnum að steypa áburðarforir eða safngryfjur.
Á 4. fundi félagsins 15. október sama ár var fundarmönnum, sem voru 7, kynntar reglur um styrkveitingar úr landssjóði til búnaðarfélaga. Rætt var á fundi þessum um búnaðarmál og samþykkt tillaga þess efnis, að leggja mesta áherzlu á jarðabætur, svo sem túnasléttun, gerð safngryfja og aukna áburðarsöfnun.
Á fundinum voru skiptar skoðanir um það, hvernig verja skyldi félagsgjaldinu það ár til framfara landbúnaðinum í Eyjum. Þrír fundarmanna vildu kaupa vagn til sameiginlegra afnota félagsmönnum, en aðrir vildu verja félagstekjunum til kaupa á jarðyrkjuverkfærum, „sléttunarverkfærum“.
Sýslumaðurinn, Jón Magnússon, hafði gefið félaginu peninga og sýnt þannig hug sinn til félagsins og framfaramála í Eyjum.
5. fundur félagsins var haldinn 3. desember um haustið. Fundarmenn voru 10.
Á fundi þessum benti formaðurínn, Sigurður Sigurfinnsson, á, hve nauðsynlegt það væri, að sem flestir félagsmenn inntu af hendi jarðabætur, sem verðskulduðu styrk úr landssjóði.
(¹) Stokkalón og Stokkhella var þar sem nú er austasta (gamla) bæjarbryggjan.)

Vinnum saman

Sigfús Árnason, Löndum, vakti máls á því, hve nauðsynlegt það væri, að félagsmenn ynnu hver hjá öðrum, þegar svo bæri undir, og var gjörður góður rómur að því á fundinum. Tryggingarfélag. Á fundi þessum hreyfði Sigurður Sigurfinnsson fyrst því athyglisverða máli, að Framfarafélagið stofnaði „ábyrgðarsjóð'" nautgripa hér í Eyjum. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd til þess að semja reglur um þetta væntanlega trygginga félag nautgripa hér og hlutu kosningu upphafsmaður tillögunnar, Sigurður Sigurfinnsson, og með honum Gísli Engilberts son og Sigfús Árnason. Á næsta fundi, sem haldinn var eftir viku (10.des.), lagði formaður fram frumvarp til laga handa „nautgripa og ábyrgðarfélagi Vestmannaeyja'". Því næst var ályktað að kalla alla nautgripaeigendur í Eyjum á fund til að sofna félagið. Að viku liðinni (17. des.) var enn haldinn fundur í Framfarafélaginu. Sátu þann fund 8 félagsmenn og nokkrir utanfélagsmenn. Þar voru lesin upp lögin fyrir hið væntanlega nautgripa og ábyrgðarfélag, þau rædd og gerðir við þau viðaukar. Skaðabætur fyrir nautgripi skyldu nema allt að 1/3 af virðingarverði, ef lóga þyrfti gripunum vegna veikinda eða annarra óhappa. Þessir menn voru kosnir í fyrstu stjórn ábyrgðarfélagsins: Sigurður Sigurfinnsson, formaður, Jón Jónsson (hreppsstjóri?) varaformaður og gjaldkeri Jóhann Hjarnasen. Allar kýr félagsmanna skyldu vera tryggðar hjá félaginu frá 1. janúar 1894. A fyrsta starfsári Framfarafélagsins voru keypt 6 „sléttunarjárn". Fórnfýsi og framtak. 29. apríl 1894 hélt Framfarafélagið 8. fund sinn, sem var aðalfundur. Allir félagsmennirnir, 13 að tölu, sátu fundinn. Skoðunarmenn félagsins, Jón jónsson, hreppsstjóri í Dölum, og Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum, gáfu skýrslu um unnar jarðabætur félagsmanna á s. 1. ári og önnur störf til framfara. Samþykkt. var að greiða þeim eina krónu hvorum fyrir skoðunarstörfin. Næstu fimm árin voru þetta laun þeirra hvert ár fyrir skoðunarstörfin. Þá voru launin tvö¬földuð (2 kr.) og héldust það meðan félagið var við lýði. Á næsta fundi (9.) að mánuði liðnum (27. maí) ályktuðu fundarmenn að leggja mest kapp á þúfnasléttun og hleðslu grjótgarða á næsta hausti og auka áburðarefnin svo sem frekast væri unnt. Fyrsti handvagninn. Á 10. fundi félagsins, 7. október um haustið, tilkynnti formaður, að félagið hefði hlotið kr. (67,10 úr landssjóði út á jarðabætur félagsmanna, og voru þá 229 dagsverk talin styrkhæf af 271 dagsverki, sem skoðunarmenn félagsins töldu félagsmenn hafa unnið. Samþykkt var á fundi þessum að kaupa vagn handa félagsmönnum til afnota. Vagn þessi var síðan keyptur um haustið og kostaði 40 krónur. Það mun vera fyrsti handvagninn, sem keyptur er til Eyja. Til þess tíma þekktust ekki not af vögnum hér í Eyjum. Hestar voru notaðir til burðar. Fólk, konur sem karlmenn, bar mikið á bakinu, oft í svokölluðum skrínum, sem voru títt með sérstöku lagi eða af sérstakri gerð. Fiskur var dreginn úr sandi á þar til gerðum krókum. tveir fiskar í hvorri hendi. Vagninn var síðan lánaður félagsmönnum fyrir 4 aura gjald á klukkustund fyrsta árið. Næsta ár var það gjald tvöfaldað hjá félagsmönnum. Utanfélagsmenn gátu fengið vagninn lánaðan fyrir 16 aura gjald á vinnustund. Árið 1895 keypti félagið annan handvagn. Verðlaun og styrkir Á 14. fundi félagsins 1. des. þetta haust var samþykkt að veita félagsmönnum framvegis verðlaun fyrir vel byggð fénaðarhús og heyhlöður með járnþaki. Þá var gerð þar fyrsta samþykkt um styrki út á fjós. Gísli Stefansson og Sigurður Sigurfinnsson hlutu fyrstu verðlaun. Afráðið var að veita félagsmönnum 20 aura styrk út á hvert jarðabótadagsverk og greiða þeim 1/10 af virðingarverði fénaðarhúsa með járnþaki. Á 17. fundi félagsins, sem haklinn var 15. nóv. 1896, voru 16 menn á fundi af 22. sem þá töldust vera í félaginu. Byggjum íshús. Formaður kvartaði yfir því. hve lítið væri unnið að jarðabótum það haust og hvatti til framtaks. Þá hreyfði formaður félagsins því nýmæli, að hér yrði byggt íshús og grennslaðist eftir, að hverju leyti félagið gæti tekið þátt í því fyrirtæki. Lagði hann til. að gerð yrði áætlun um byggingarkostnaðinn. Að loknum nokkrum umræðum var Sveinn Jónsson smiður kjörínn til þess að gera áætlun um byggingarkostnað íshússins, og skyldi leggja hana fyrir almennan fund Eyjamanna. Sveinn Jónsson kaus sér Sigurð Sigurfinnsson til aðstoðar við gerð kostnaðaráætlunarinnar. Í fundarlok hreyfði formaður því, að nauðsyn bæri til að festa kaup á salti og kolum handa Eyjamönnum. Ályktað var að leita álits almenns fundar um það atriði. 18. fundur félagsins var haldinn 26. sept. 1897 og sátu hann 13 félagsmenn. Á þessu ári hafði sýslunefnd Vestmannaeyja útnefnt yfirskoðunarmann, er mæla skyldi og meta jarðabætur félagsmanna ásamt skoðunarmönnum félagsins. Það var Vigfús Pálsson Scheving, bóndi að Vilborgarstöðum. Hafði hann síðan þetta trúnaðarstarf á hendi fyrir sýslunefnd meðan Framfarafélagið var við lýði . Enginn aðallundur var haldinn þetta ár. Hafði ekki orðið löglegur, þegar til hans var boðað. Um það bil, er hann skyldi haldast, segja tveir merkir félagsmenn sig úr félaginu, þeir nafnarnir Gísli Stefánsson og Gísli Engilbertsson. Vorið 1898 varð ekki haldinn aðalfundur, þegar hann var auglýstur, sökum of lítillar fundarsóknar. Var það annað árið, sem það gerðist. Verkfærakaup. Á 19. fundi félagsins, sem haldinn var 1. maí 1898, var samþykkt að fela formanni að festa kaup á 10 járnkvíslum til þess að pæla með jarðveg. Það gerði hann fyrir haustið. Á 21. fundi félagsins, 1. okt. 1899, var afráðið að kaupa 12 verkfæri til að hreinsa með illgresi úr matjurtagörðum. Vorið eftir sagði Sigfús Árna son sig úr félaginu, en í það gekk Guðlaugur Jónsson bóndi að Stóragerði. 25. fundur félagsins var haldinn 12. maí 1901. Á þeim fundi var samþykkt að selja vagna félagsins hæstbjóðendum. Var svo gert. Þá var þar og samþykkt að kaupa skilvindu handa félagsmönnum. Mun það fyrsta skilvindan ,sem hingað var keypt. Fyrsta skilvindan. Á fundi félagsins um haustið (22. sept. 1901) skýrði formaður félagsins frá því, að hann hefði keypt skilvinduna (teg.: ,.Perfect") og hefði hún kostað kr. 110,62. Þá hafði hann einnig keypt 10 ,,gref" handa félagsmönnum til að hreinsa með illgresi úr görðum. Formaðurinn geymdi skilvinduna fyrir félagsmenn og höfðu þeir þar not af henni endurgjaldslaust, þegar þeir vildu. Utanfélagsmenn áttu þess einnig kost að nota hana, en greiða skyldi hver þeirra eina krónu fyrir notin til sumarmála næsta ár. Hafnað var á fundi þessum að ganga í Búnaðarfélag íslands. Vorið 1902 var afnotagjald fyrir skilvinduna fjórfaldað og hið sama fyrir félagsmenn sem utanfélagsmenn. Skyldi sú leiga gilda til fyrsta sumardags 1903. Á fundi þessum var afráðið, að félagið skyldi hætta að eiga sjálft verkfærin. Skyldi „grefum", kvíslum og rekum skipt milli félagsmanna til eignar. Vorið 1903 var samþykkt að selja skilvindu félagsins, ef viðunandi boð fengist í hana. Sigurður, formaður félagsins, keypti skilvinduna á kr. 90,00. Munu þá margir bændur hér hafa þegar eignazt skilvindur vegna framtaks Framfarafélagsins. Verðlaun fyrir steinlímda brunna. Haustið 1903 voru félagsmenn 25. Það haust var á fundi 30. október, samþykkt, að félagið greiddi verðlaun fyrir „stein límda brunna", og yrðu verðlaunin 5 aurar á hvert rúmfet. Kom í ljós, að þau 10 ár, sem félagið hafði starfað, höfðu 16 brunnar (vatnsgeymar) verið gerðir, stærð samtals 28o6 rúmfet Ráðunautur kemur hingað. 23. des. 1903 samþykkti fund ur félagsins, að það gengi í Búnaðarfélag Íslands. Jafnframt var formanni falið að útvega ráðunaut þess hingað á næsta sumri til leiðbeiningar í jarðyrkjustörfum og öðrum búnaðarframkvæmdum. Einar Helgason ráðu nautur kom síðan hingað til Eyja fyrir atbeina félagsins í ágústmánuði 1904. Var þá rætt við hann um hið ræktaða land, aukna ræktun, hirðingu áburðar, skógrækt, hindrun sandfoks og uppblásturs o. fI. Það var algjör nýlunda að fá hingað búnaðarlærðan mann til skrafs og ráðagerða um búnaðarframfarir Eyjanna. Gengi dvínar. Hvað veldur? Á þessum árum virðist viðhorf bænda til félagsins breytast, hugsjóna þess og stefnumarka. Að vísu hafði aldrei meir en helmingur jarðabænda hér verið í félaginu og fylkt sér undir merki þess og áhugamál. En nú er sem eitthvað nýtt grípi hug allra svo að áhugamál Fram farafélagsins þoka til hliðar, gengi þess fer dvínandi og tilvera þess verður erfiðari með hverju ári, sem líður. Erfitt reynist nú að ná saman löglegum fundum, bæði aðalfundum og aukafundum. Ársgjöld félagsmanna greiðast illa. Skerða varð nú styrkveitingar til húsbygginga sökum fjárskorts félagsins. Jarðyrkjuframkvæmdirnar minnka stórlega. Hvað veldur þessum breytingum? Það er litlum vafa bundið. Vélbátaútvegurinn ryður sér til rúms. Hann tekur hugi bænda. Hann markar spor um bætta afkomu og fljóttekinn hagnað. Hugur bænda snýst um það að eignast hlut í vélbát. Sú útgerð krefst allshugar. Aflamagn fer vaxandi ár frá ári. Atvinna fer að sama skapi vaxandi við verkun aflans og færri tímar verða afgangs til jarðyrkjustarfa. Árið 1910 var tvívegis boðað til fundar í félaginu án þess að fundarfært yrði. 17. apríl 1911 var haldinn aðalfundur og lagðir fram reikningar áranna 1909 og 1910. Síðan lá félagsstarfið niðri í 2 ár. 26. apríl 1914 virðist félagið halda síðasta fund sinn. Sátu hann einir 8 menn. Á fundi þessum var ályktað, að gera ekki kröfu til útistandandi árstillaga, að leggja félagið niður, slíta félagsskapnum og afhenda hreppsnefndinni eignir félagsins samkv. 11. grein félagslaganna. Undir síðustu fundargjörð rita Sigurður Sigurfinnsson, Bjarni Einarsson og Gísli Lárusson.

Ötull foringi.

Sigurður Sigurfinnsson hafði verið formaður félagsins, ritari og gjaldkeri öll starfsárin. frá stofnun þess. Hann hafði markað stefnu og störf félagsins, borið fram á fundum þess merkustu tillögurnar, sem horfðu til framfara og framkvæmda í búnaðarmálum Eyjanna og öðrum atvinnumálum. Hann virðist hafa borið höfuð og herðar yfir flesta aðra félagsmenn að áhuga og víðsýni og átt traust þeirra óskert í einu og öllu til forustu og framtaks. Með Sigurði unnu nokkrir traustir og dyggir fram taksmenn, svo sem Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum, sem var skoðunarmaður félagsins í 13 ár, og Jón Jónsson, hreppsstjóri í Dölum, sem var skoðunarmaður í 12 ár. — Bjarni Einarsson bóndi í Hlaðbæ var skoðunarmaður í 5 ár. Þrír aðrir styttri tíma. Alls hélt framfarafélagið 46 fundi, þar af 21 fund fyrstu 6 árin, sem það starfaði. Fjóra fundi hélt það í barnaskólahúsinu, tvo í Goodtemplarahúsinu, alla hina í þinghúsinu. YFIRLITSSKÝRSLA um jarðabætur Framfarafélagsins og jarðabótastyrk þess úr landssjóði. (dagsverk) 1893 271 . 1894 493 1/2 1895 396 1896 316 1897 240 1/2

1900 318 1901 487 1902 386 . 1903 i904 324 1/2 1905 1906 397 1907 234 1/2 1908 237

Samtals dagsverk: 4101

ÞÚFNASLÉTTLR (allt talið í ferföðmum): 1894 3545 1895 3141 1896 2704 1897 1295 1900 3213 1901 2508 1902 4337 1903 i904 3250 i905 3182 1906 3948 1906 2377 i9o9 2068 Samtals: 35568 ferfaðmar eða um 12,6 ha. VARNARGARÐAR (allt talið í föðmum): Grjótgarðar. 'Torf og grjót einhl. tvihl. garðar 1893 117 19,5 1894 238,5 39,5 1895 125 24 21,5 1896 73,5 32,5 1897 177,5 57 8 1900 118 6 1901. 185 68 13 1902 7 1904 9 26 1906 93 22 16 1908 32

11755 294,5 58.5 metrar: 2213,6 554,57 110,16 ÁBURÐARGRYFJUR (talið í rúmmetum). 1893 1300 1894 1104 1895 731 1901 944 1902 1054 1904 1106 1906 1001 1908 200

Samtals: 7440 SÁÐLÖND (talið í ferfetum). 1893 84 1894 84 1895 78 1897 181 1901 54 1904 315 Flutt: 796 Flutt: 796 1 906 160 1908 483 Samtals: 1439 STYRKUR. 1894 kr. 67,10 1895 — 110,50 1896 103,90 1897 83,10 1898 — 150,22 1900 — 116,52 1902 — 15*>,54 1903 — 111.54 1904 — 105,83 1905 — 115,53 1907 — 107,80 1909 — 43,26

' \; Alls: — 1265,74


Hugsjónirnar. Helztu áhugamál þeirra Eyja manna, sem stóðu að og störfuðu í Framfarafélaginu, voru þessi:

  • 1. Hefta uppblástur á Heimaey og eyðingu jarðvegs af völdum veðra og manna.
  • 2. Jarðabætur, svo sem sléttun túna, nýrækt, meiri og betri hirðing áburðar með gerð safngrvfja.
  • 3. Auka varnargarða á Heimaey.
  • 4. Umbætur á öllum fénaðarhúsum og heyhlöðum og bætt meðferð búfjárins.
  • 5 Auka tækni bænda til bjarg ar sér og aukinna vinnuafkasta með kaupum á jarðyrkju og garðyrkjuverkfærum, vögnum og skilvindu.
  • 6. Hvetja bændur og styrkja til þess að auka vatnsforða sinn með því að gera steinlímda brunna við hús sín og bæi. Nóg vatn til daglegra þarfa var og er undirstaðan að auknu hreínlæti og betri líðan manna og dýra.
  • 7. Þá átti Framfarafélagið

upptökin að því, að stofnað var hér tryggingafélag kúaeigenda, sem var hér til ársins 1951.

  • 8. Félagið hvatti bændur til framtaks á flestum sviðum atvinnulífsins, samvinnu og samhjálpar.

Allt þess starf bar vott um víðsýni, framfaraáhuga og mikla þrautseigju formannsins, Sigurðar Sigurfinnssonar, sem bar félagið uppi í einu og öllu, meðan þess naut við og markaði störf þess og stefnu. Þ. Þ. V.



II. hluti