Benóný Gíslason (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. júlí 2024 kl. 10:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. júlí 2024 kl. 10:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Benóný Gíslason á Benóný Gíslason (sjómaður))
Fara í flakk Fara í leit

Benóný Gíslason, sjómaður, vaktamaður, tækjamaður fæddist 27. júlí 1962.
Foreldrar hans voru Gísli Matthías Sigmarsson sjómaður, matsveinn, vélstjóri, skipstjóri, f. 9. október 1937, d. 6. júní 2020, og kona hans Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1937.

Börn Sjafnar og Gísla:
1. Sigmar Gíslason skipstjóri, f. 27. desember 1957 í Eyjum. Kona hans Ásta Kristmannsdóttir.
2. Katrín Gísladóttir veitingamaður, rekur fyrirtækið ,,Slippurinn“, f. 1. mars 1960. Maður hennar Auðunn Stefnisson frá Siglufirði.
3. Benóný Gíslason sjómaður, vaktmaður, tækjamaður, f. 27. júlí 1962. Kona hans Jóna Helgadóttir.
4. Grímur Þór Gíslason veitingamaður, rekur fyrirtækið ,,Grímur kokkur“, f. 22. desember 1964. Kona hans Ásta María Ástvaldsdóttir.
5. Gísli Matthías Gíslason, sjómaður, þyrluflugmaður, f. 15. maí 1973. Kona hans Jóna Kristjánsdóttir.
6. Sigurður Friðrik Gíslason veitingamaður, rekur fyrirtækið ,,Gott“, f. 2. mars 1975. Kona hans Berglind Sigmarsdóttir.
7. Frosti Gíslason iðntæknifræðingur, verkefnastjóri, f. 13. desember 1977. Kona hans Ingibjörg Grétarsdóttir.
Fósturbarn frá 14 ára aldri:
8. Sigmar Þór Sveinbjörnsson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, umdæmisstjóri hjá Siglingastofnun Íslands, f. 23. maí 1946. Kona hans Kolbrún Ósk Óskarsdóttir.

Þau Jóna Þorgerður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Áshamar 63.

I. Kona Benónýs er Jóna Þorgerður Helgadóttir, húsfreyja, f. 15. janúar 1964.
Börn þeirra:
1. Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir, f. 19. nóvember 1985 í Rvk.
2. Guðrún Benónýsdóttir, f. 9. nóvember 1990 í Eyjum.
3. Sigurður Grétar Benónýsson, f. 27. ágúst 1996 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.