Jón Guðmundsson (formaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 09:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 09:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Guðmundsson (formaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Guðmundsson


Jón Guðmundsson fæddist 15. júlí 1905 og lést 4. mars 1972.

Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon f. 5.09.1877 - d. 21.09.1959 og Helga Jónsdóttir f. 19.01.1874 - d. 19.10.1947.

Jón var kvæntur Rósu Guðmundsdóttur. Börn þeirra voru Gunnar f.1940 d.2013, Guðmundur f.1943 d.1945, Helga f.1947 og Guðríður f.1958.

Fjölskyldan bjó fyrst í Miðey við Heimagötu og svo á Kirkjubæjarbraut 9.

Jón var formaður á mótorbátnum Ver.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Jón:

Jafnan sigli jagtar braut
Jón frá Goðalandi,
afla löngum háan hlaut
hetjan síróandi.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Jón Guðmunds, sannur sonur,
sýnir þétt aflann fína.
Ver stýrir bragninn bæri,
bárur þó ýfi Kári.
Bólgnum í brima svelgi
blakk súða lætur flakka.
Heppinn sá kólgu kappi
kann sín á miðum hranna.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.

Frekari umjöllun

Jón Guðmundsson frá Goðalandi við Flatir 16, útgerðarmaður, skipstjóri fæddist 15. júlí 1905 í Rvk og lést 4. mars 1972.
Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon húsasmíðameistari, f. 5. september 1877 í Landeyjum, d. 21. september 1959, og kona hans Helga Jónsdóttir frá Akurey í Landeyjum, húsfreyja, f. 19. janúar 1874, d. 19. október 1947.

Börn Helgu og Guðmundar:
1. Magnús Karl Guðmundsson, f. 04.05.1903, d. 10.05.1993.
2. Jón Guðmundsson, f. 15.07.1905, d. 04.03.1972.
3. Guðmunda Margrét Guðmundsdóttir, f. 19.03.1908, d. 04.09.1996.
4. Dagmar Aðalbjörg Guðmundsdóttir, f. 21.06.1914, d. 30.01.1999.

Jón lauk prófi hjá Sigfúsi Scheving.
Hann hóf sjómennsku tæpra 15 ára og var sjómaður í 43 ár, þar af skipstjóri í 30 ár. Hann byrjaði formennsku 1929, varð formaður á eigin bát, Ver VE 318 1935. Hann varð aflakóngur 1946.
Jón hætti formennsku 1963 vegna vanheilsu, varð fiskimatsmaður til dd. 1972.
Þau Rósa giftu sig 1939, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hilmisgötu 5, þá lengi í Miðey, en síðast á Kirkjubæjarbraut 9.
Jón lést 1972 og Rósa 1974.

I. Kona Jóns, (18. júlí 1939), var Rósa Árný Guðmundsdóttir, f. 15. júní 1918 í Eyjum, d. 27. apríl 1974.
Börn þeirra:
1. Gunnar Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. janúar 1940 á Hilmisgötu 5, d. 13. júní 2013. Kona hans Selma Jóhannsdóttir.
2. Guðmundur Jónsson, f. 25. apríl 1943 í Miðey, d. 29. september 1945.
3. Helga Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. nóvember 1947 í Miðey. Maður hennar Björn Ívar Karlsson.
4. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður leikskóla, stuðningsfulltrúi, f. 20. mars 1958. Fyrrum maður hennar Gunnar Þór Grétarsson. Maður hennar Þorsteinn Ólason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.