Elín Esther Högnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. febrúar 2024 kl. 13:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. febrúar 2024 kl. 13:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Elín Esther Högnadóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Esther Högnadóttir fæddist 6. maí 1917 og lést 7. september 1992. Hún var dóttir Högna Sigurðssonar og Sigríðar Brynjólfsdóttur. Hún ólst upp ásamt fjölskyldu í Vatnsdal en flutti til Reykjavíkur 17 ára gömul. Móðir hennar, Sigríður, lést þegar Esther var fjögurra ára gömul og kom seinni kona Högna, Guðný Magnúsdóttir, henni í móðurstað. Systkini Estherar voru Sigurður, Ágústa Þorgerður, Hildur Ísfold, Guðmundur, Haukur og Hilmir.

Þegar Esther kom til Reykjavíkur þá kynntist hún mannsefni sínu, Jóni Björgvini Björnssyni. Þau bjuggu alla tíð að Ásvallagötu í Reykjavík og eignuðust fimm börn. Esther hélt alltaf tryggð við Vestmannaeyjar, hún fór þangað svo ofst sem mögulegt var og börn hennar dvöldust á sumrin hjá Högna og Guðnýju í Vatnsdal.

Frekari umfjöllun

Elín Esther Högnadóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, verkakona fæddist 6. maí 1917 og lést 7, september 1992.
Foreldrar hennar voru Högni Sigurðsson bóndi, kennari, íshúsvörður, útgerðarmaður, f. 23. september 1874, d. 14. maí 1961, og fyrri kona hans Sigríður Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1877, d. 18. september 1921.

Börn Sigríðar og Högna:
1. Sigurður Högnason bifreiðastjóri, f. 4. okt. 1897 að Nesi í Norðfirði, d. 31. ágúst 1957.
2. Ágústa Þorgerður Högnadóttir húsfreyja, f. að Nesi 17. ágúst 1900, d. 8. október 1948.
3. Hildur Ísfold húsfreyja, f. 18. febrúar 1904, d. 14. desember 1926.
4. Guðmundur Högnason bifreiðastjóri, f. 10. maí 1908, d. 18. apríl 1982.
5. Haukur Brynjólfur Högnason bifreiðastjóri, f. 7. júlí 1912, d. 13. apríl 1993.
6. Elín Esther Högnadóttir húsfreyja, f. 6. maí 1917, d. 7. september 1992.
Barn Högna og Guðnýjar síðari konu hans:
7. Hilmir Högnason rafvirkjameistari, f. 27. ágúst 1923, d. 5. desember 2014.

Esther var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hennar lést, er Esther var rúmlega fjögurra ára. Hún var með föður sínum og Guðnýju Magnúsdóttur stjúpmóður sinni.
Esther flutti til Reykjavíkur 1934, giftist Jóni 1937. Þau eignuðust fimm börn, en misstu fyrsta barn sitt tveggja ára. Þau bjuggu í Reykjavík.
Jón lést 1965 og Esther 1992.

I. Maður Elínar Estherar, (15. maí 1937), var Jón Björgvin Björnsson verkamaður, starfsmaður Eimskips, f. 25. desember 1913, d. 29. maí 1965. Foreldrar hans voru Björn Björnsson verkamaður, f. 26. ágúst 1874, d. 12. janúar 1962, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. september 1878, d. 9. febrúar 1958.
Börn þeirra:
1. Högni Jónsson, f. 8. júlí 1937, d. 21. júlí 1939.
2. Edda Ísfold Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1940, d. 6. júlí 2023. Fyrsti maður hennar var Garðar Hjálmarsson, látinn. Annar maður hennar var Olgeir Victor Einarsson, látinn. Þriðji maður hennar Steingrímur Vikar Björgvinsson.
3. Högni Björn Jónsson bifvélavirkjameistari, f. 4. ágúst 1942, d. 5. apríl 2003. Kona hans Málfríðuir Hadda Halldórsdóttir.
4. Björgvin Jónsson, f. 14. október 1944. Kona hans Jónína Bjarnadóttir.
5. Margrét Guðný Jónsdóttir, f. 30. janúar 1947. Maður hennar Ólafur Rúnar Albertsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.